Ég er ekki hræddur við breytingar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 11. mars 2022 11:31 Í VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna standa yfir kosningar til formanns og stjórnar. Ég hef setið sem formaður VM s.l. 4 ár og bíð fram þjónustu mína áfram. Annar af mótframbjóðendum mínum Guðmundur Ragnarsson fer fram með miklum látum, ekkert sem ég þekki ekki frá honum en ég get ekki annað en svarað fyrir mig. Þó að lygin sé sögð aftur og aftur þá verður lygin ekki sannleikur. Þessi fyrri formaður VM hefur farið fram með ósannindi og dylgjur. Hann setur frá sér aftur og aftur að það sé verið að brjóta lög í félaginu vegna þess að það er verið að sameina félagið. Í næstu setningu segir hann svo að það þurfi heiðarlegann formann. Að má segja að hljóð og mynd þarna fari ansi illa saman. Það sem aftur á móti er satt og rétt í þessu er að iðnaðarmannafélögin á Stórhöfða eru að auka samvinnu. Ekkert mun breytast í félagsmálum félaganna og umboð kjarasamninga verður áfram hjá hverju og einu félagi. Sameiginleg símsvörun, sérfræðingar, móttaka og fleira mun vera rekið sameiginlega. Er þetta gert til þess að hagræða, til þess að stækka okkar sameiginlegu rödd við stjórnvöld og gagnvart atvinnurekendum og til þess að gera okkur faglegri í allri nálgun. Ég ætla að leyfa mér að tala fyrir samvinnu því það er mín bjargfasta trú að launafólk bæti sín kjör sameiginlega en ekki hver í sínu horni. Sumir sem eru á móti samvinnu kalla þetta sameiningu, það er samt á hreinu að samningsumboð heldur sér hjá félögunum, hvert félag með sína sjálfstæðu stjórn og engir sjóðir verða sameinaðir. Þeir aðilar sem gagnrýna aukna samvinnu eru hræddir við breytingar og vilja stöðnun. Það er allt í lagi, það er eðlilegt að vera hræddur við breytingar en ég mun standa eða falla með þeirri skoðun að launafólk eigi að standa saman. Þeir einu sem hagnast á sundrungu iðnaðarmanna og sjómanna eru atvinnurekendur. Ég trúi á mátt samvinnu, og ég trúi því í alvöru að við munum loksins fá boð við borðið hjá stjórnvöldum ef við vinnum saman. Ég segi fyrir mína parta að ég tel það ekki hjálpa hagsmunum félagsmanna VM að sitja fyrir utan herbergið, liggjandi á hurðarhúninum og bíða eftir því að aðrir taki ákvörðun um hagsmunamál okkar. Ég vil miklu frekar að fulltrúi frá okkur taki þátt í ákvörðunartökunni á stóra borðinu. Ég hef ekki þannig egó að ég þurfi að ráða öllu einn, ég get í samvinnu talað mig niður á skynsamlega niðurstöðu fyrir félagsmenn VM. Við sjáum það öll að hagsmunasamtök atvinnurekanda styrkjast með hverju árinu, ég ætla ekki að leyfa því að gerast að rödd okkar verði minna virðis vegna þess að menn eru hræddir við breytingar og eru hræddir við samvinnu, ég tel það ekki boðlegt fyrir mína félagsmenn. Það er staðreynd að okkar félagsmenn eru mikilvægir fyrir samfélagið, og verður sífellt mikilvægari í þeim tæknibreytingum sem núna eru í gangi. Ég vil vera að ræða um kjör minna félagsmanna, menntun og aðbúnað, ég vil vera að ræða um öryggi minna félagsmanna og hvernig við getum bætt þjónustuna en því miður hefur Guðmundur Ragnarsson engan áhuga að ræða það. Það eru gríðarleg tækifæri til staðar, vissir þú kæri lesandi að félagsmenn í VM eiga stóran þátt í því að halda virkjunum þessa lands gangandi, að þau halda fiskiskipaflotanum gangandi og skipum Landhelgisgæslunnar, vissir þú að félagsmenn VM vinna hjá stórum tæknifyrirtækjum eins og Marel og Össuri, eða að stór hópur okkar félagsmanna standa vaktina í stóriðjunni, halda siglingum gangandi á milli landa, á ferjum, í laxeldinu og í hvalaskoðun. Félagsmenn VM á almennum vinnumarkaði í smiðjum, kælitæknifyrirtækjum og netagerðum passa svo upp á að öll þessi starfsemi gangi yfir höfuð. Félagsmenn VM eru gríðarlega mikilvægir í samfélaginu okkar, ég vil vera að tala um það, benda á það og að við séum að ræða um það hvernig kjör þeirra batni og menntun þeirra verði enn betra. Höfundur er formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna standa yfir kosningar til formanns og stjórnar. Ég hef setið sem formaður VM s.l. 4 ár og bíð fram þjónustu mína áfram. Annar af mótframbjóðendum mínum Guðmundur Ragnarsson fer fram með miklum látum, ekkert sem ég þekki ekki frá honum en ég get ekki annað en svarað fyrir mig. Þó að lygin sé sögð aftur og aftur þá verður lygin ekki sannleikur. Þessi fyrri formaður VM hefur farið fram með ósannindi og dylgjur. Hann setur frá sér aftur og aftur að það sé verið að brjóta lög í félaginu vegna þess að það er verið að sameina félagið. Í næstu setningu segir hann svo að það þurfi heiðarlegann formann. Að má segja að hljóð og mynd þarna fari ansi illa saman. Það sem aftur á móti er satt og rétt í þessu er að iðnaðarmannafélögin á Stórhöfða eru að auka samvinnu. Ekkert mun breytast í félagsmálum félaganna og umboð kjarasamninga verður áfram hjá hverju og einu félagi. Sameiginleg símsvörun, sérfræðingar, móttaka og fleira mun vera rekið sameiginlega. Er þetta gert til þess að hagræða, til þess að stækka okkar sameiginlegu rödd við stjórnvöld og gagnvart atvinnurekendum og til þess að gera okkur faglegri í allri nálgun. Ég ætla að leyfa mér að tala fyrir samvinnu því það er mín bjargfasta trú að launafólk bæti sín kjör sameiginlega en ekki hver í sínu horni. Sumir sem eru á móti samvinnu kalla þetta sameiningu, það er samt á hreinu að samningsumboð heldur sér hjá félögunum, hvert félag með sína sjálfstæðu stjórn og engir sjóðir verða sameinaðir. Þeir aðilar sem gagnrýna aukna samvinnu eru hræddir við breytingar og vilja stöðnun. Það er allt í lagi, það er eðlilegt að vera hræddur við breytingar en ég mun standa eða falla með þeirri skoðun að launafólk eigi að standa saman. Þeir einu sem hagnast á sundrungu iðnaðarmanna og sjómanna eru atvinnurekendur. Ég trúi á mátt samvinnu, og ég trúi því í alvöru að við munum loksins fá boð við borðið hjá stjórnvöldum ef við vinnum saman. Ég segi fyrir mína parta að ég tel það ekki hjálpa hagsmunum félagsmanna VM að sitja fyrir utan herbergið, liggjandi á hurðarhúninum og bíða eftir því að aðrir taki ákvörðun um hagsmunamál okkar. Ég vil miklu frekar að fulltrúi frá okkur taki þátt í ákvörðunartökunni á stóra borðinu. Ég hef ekki þannig egó að ég þurfi að ráða öllu einn, ég get í samvinnu talað mig niður á skynsamlega niðurstöðu fyrir félagsmenn VM. Við sjáum það öll að hagsmunasamtök atvinnurekanda styrkjast með hverju árinu, ég ætla ekki að leyfa því að gerast að rödd okkar verði minna virðis vegna þess að menn eru hræddir við breytingar og eru hræddir við samvinnu, ég tel það ekki boðlegt fyrir mína félagsmenn. Það er staðreynd að okkar félagsmenn eru mikilvægir fyrir samfélagið, og verður sífellt mikilvægari í þeim tæknibreytingum sem núna eru í gangi. Ég vil vera að ræða um kjör minna félagsmanna, menntun og aðbúnað, ég vil vera að ræða um öryggi minna félagsmanna og hvernig við getum bætt þjónustuna en því miður hefur Guðmundur Ragnarsson engan áhuga að ræða það. Það eru gríðarleg tækifæri til staðar, vissir þú kæri lesandi að félagsmenn í VM eiga stóran þátt í því að halda virkjunum þessa lands gangandi, að þau halda fiskiskipaflotanum gangandi og skipum Landhelgisgæslunnar, vissir þú að félagsmenn VM vinna hjá stórum tæknifyrirtækjum eins og Marel og Össuri, eða að stór hópur okkar félagsmanna standa vaktina í stóriðjunni, halda siglingum gangandi á milli landa, á ferjum, í laxeldinu og í hvalaskoðun. Félagsmenn VM á almennum vinnumarkaði í smiðjum, kælitæknifyrirtækjum og netagerðum passa svo upp á að öll þessi starfsemi gangi yfir höfuð. Félagsmenn VM eru gríðarlega mikilvægir í samfélaginu okkar, ég vil vera að tala um það, benda á það og að við séum að ræða um það hvernig kjör þeirra batni og menntun þeirra verði enn betra. Höfundur er formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar