Skóli fyrir alla? Jóhanna Pálsdóttir skrifar 11. mars 2022 19:00 Nú þegar íslenskt samfélag tekur á móti fjōlda barna á flótta þurfum við að huga betur að menntun og aðlōgun þessara barna inn í grunnskóla landsins. Undirrituð er íslenskukennari við grunnskóla í Kópavogi og hefur upplifað hversu mikið við þurfum að bæta okkur við móttōku barna sem hingað koma. Ekki þarf að fjölyrða um viðkvæma stöðu flóttamanna og nýbúa sem leita hingað. Í ljósi þess ætti að vera brýnt að auðvelda eins og unnt er það stóra verkefni sem felst í íslenskunámi og aðlögun í nýju landi. Hlutverk kennara í því verki er gríðarstórt en það endurspeglast trauðla í verkfærasettinu sem þeim er afhent. Hér er engin móttōkudeild sem tekur utan um bōrn sem koma inn í íslenska grunnskóla. Börnunum er hent inn í hverfisskóla með þeim stuðningi að þeim farnist best með því að njóta stuðnings annarra nemenda, sem svo tala oftast við þau á ensku sem verður ekki til þess fallið að styðja við takmarkaða íslenskukennslu. Börnum sem hafa búið skemur en tvö ár á landinu er nefnilega aðeins úthlutað að jafnaði þremur 40 mín sérkennslustundum í íslensku í viku hverri. Að öðru leyti er það á höndum umsjónar- eða greinakennara að laga námsefnið að hverjum einstaklingi fyrir sig í samráði við sérkennara skólans. Og það er alveg ljóst að þarna getur margt farið úrskeiðis. Kennarar eru með mismunandi fjōlda nemenda í hverjum bekk, mismarga nemendur sem þurfa á sérstōkum stuðningi að halda, auk þeirra sem teljast nýbúar og tala enga íslensku og jafnvel litla sem enga ensku. Með öðrum orðum þá býður núverandi fyrirkomulagi þeirri hættu heim að börn nýbúa og flóttamanna endi sem hálfgerð afgangsstærð. Í þessu öllu saman felst áskorun fyrir kennara landsins, áskorun sem þeir vilja standa sig vel í og leggja sig alla fram til að svo megi verða. Staðreyndin er hins vegar sú, með þetta líkt og annað, að hugurinn ber mann aðeins hálfa leið. Þegar sveitarfélōgin tóku yfir rekstur grunnskólanna fylgdi ekki nærri því það fjármagn sem þurfti til til að mæta skólastefnunni „skóli fyrir alla“. Framkvæmdin á yfirfærslunni bar vott um „það er ekkert víst að þetta klikki” hugarfar. Slíkt hugarfar hefur síðan þá verið einkennandi fyrir skilning á stöðu kennara og skólastjórnenda. Samhliða hefur starf kennarans þróast, frá hefðbundnu kennslustarfi yfir í að vera allt í senn kennari, sálfræðingur, félagsráðgjafi og hálfgerður uppalandi utan heimilis. Nú bætist við að finna út úr því á eigin spýtur hvernig best sé að sinna því öllu saman á mörgum tungumálum samtímis í hverri skólastofu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla grunnskólum landsins að spinna af fingrum fram, samhliða þeim verkefnum sem hvílt hafa á þeirra herðum hingað til, hvernig kennslu barna nýbúa og flóttamanna sé best háttað. Ráðamenn og stofnanir þjóðarinnar verða að koma að borðinu með fjármagn, áætlanagerð og aukna sérþekkingu til kennara í þessum efnum. Verkefnið blasir við. Séu verkefni látin óafskipt í of langan tíma geta þau orðið að vandamálum. Við þekkjum öll dæmi um birtingarmyndir og áhrif þess þegar börn upplifa sig utangarðs í skólum og samfélagi okkar. Grípum til aðgerða strax til að forða því að svo verði í þessum efnum. Höfundur er íslenskukennari og formaður Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Innflytjendamál Grunnskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú þegar íslenskt samfélag tekur á móti fjōlda barna á flótta þurfum við að huga betur að menntun og aðlōgun þessara barna inn í grunnskóla landsins. Undirrituð er íslenskukennari við grunnskóla í Kópavogi og hefur upplifað hversu mikið við þurfum að bæta okkur við móttōku barna sem hingað koma. Ekki þarf að fjölyrða um viðkvæma stöðu flóttamanna og nýbúa sem leita hingað. Í ljósi þess ætti að vera brýnt að auðvelda eins og unnt er það stóra verkefni sem felst í íslenskunámi og aðlögun í nýju landi. Hlutverk kennara í því verki er gríðarstórt en það endurspeglast trauðla í verkfærasettinu sem þeim er afhent. Hér er engin móttōkudeild sem tekur utan um bōrn sem koma inn í íslenska grunnskóla. Börnunum er hent inn í hverfisskóla með þeim stuðningi að þeim farnist best með því að njóta stuðnings annarra nemenda, sem svo tala oftast við þau á ensku sem verður ekki til þess fallið að styðja við takmarkaða íslenskukennslu. Börnum sem hafa búið skemur en tvö ár á landinu er nefnilega aðeins úthlutað að jafnaði þremur 40 mín sérkennslustundum í íslensku í viku hverri. Að öðru leyti er það á höndum umsjónar- eða greinakennara að laga námsefnið að hverjum einstaklingi fyrir sig í samráði við sérkennara skólans. Og það er alveg ljóst að þarna getur margt farið úrskeiðis. Kennarar eru með mismunandi fjōlda nemenda í hverjum bekk, mismarga nemendur sem þurfa á sérstōkum stuðningi að halda, auk þeirra sem teljast nýbúar og tala enga íslensku og jafnvel litla sem enga ensku. Með öðrum orðum þá býður núverandi fyrirkomulagi þeirri hættu heim að börn nýbúa og flóttamanna endi sem hálfgerð afgangsstærð. Í þessu öllu saman felst áskorun fyrir kennara landsins, áskorun sem þeir vilja standa sig vel í og leggja sig alla fram til að svo megi verða. Staðreyndin er hins vegar sú, með þetta líkt og annað, að hugurinn ber mann aðeins hálfa leið. Þegar sveitarfélōgin tóku yfir rekstur grunnskólanna fylgdi ekki nærri því það fjármagn sem þurfti til til að mæta skólastefnunni „skóli fyrir alla“. Framkvæmdin á yfirfærslunni bar vott um „það er ekkert víst að þetta klikki” hugarfar. Slíkt hugarfar hefur síðan þá verið einkennandi fyrir skilning á stöðu kennara og skólastjórnenda. Samhliða hefur starf kennarans þróast, frá hefðbundnu kennslustarfi yfir í að vera allt í senn kennari, sálfræðingur, félagsráðgjafi og hálfgerður uppalandi utan heimilis. Nú bætist við að finna út úr því á eigin spýtur hvernig best sé að sinna því öllu saman á mörgum tungumálum samtímis í hverri skólastofu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla grunnskólum landsins að spinna af fingrum fram, samhliða þeim verkefnum sem hvílt hafa á þeirra herðum hingað til, hvernig kennslu barna nýbúa og flóttamanna sé best háttað. Ráðamenn og stofnanir þjóðarinnar verða að koma að borðinu með fjármagn, áætlanagerð og aukna sérþekkingu til kennara í þessum efnum. Verkefnið blasir við. Séu verkefni látin óafskipt í of langan tíma geta þau orðið að vandamálum. Við þekkjum öll dæmi um birtingarmyndir og áhrif þess þegar börn upplifa sig utangarðs í skólum og samfélagi okkar. Grípum til aðgerða strax til að forða því að svo verði í þessum efnum. Höfundur er íslenskukennari og formaður Viðreisnar í Kópavogi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun