Rukka inn á bílastæði í óþökk sveitarfélags Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. mars 2022 21:37 Nú kostar þúsund kall að leggja við Reykjanesvita. vísir/einar Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fordæmir ferðaþjónustufyrirtæki fyrir að rukka gjald inn á bílastæði við Reykjanesvita. Hann segir fyrirtækið hafa svikið loforð um að koma fyrst upp þjónustumiðstöð á svæðinu áður en rukkað yrði inn á það. Sú aðferð að rukka fyrir aðgang inn á þekkta ferðamannastaði hefur lengi verið nokkuð umdeild hér á Íslandi. Oft kemur eitthvað í staðinn fyrir gjaldið; því er ætlað að styðja undir viðhald eða þjónustu á svæðinu. Fyrir sex árum var fyrsta skóflustungan tekin að þjónustumiðstöð sem átti að reisa við Reykjanesvita. Þrátt fyrir að ekki sé komin nein þjónustumiðstöð við svæðið eru nú komin þangað gjaldskyld bílastæði og nú kostar þúsund krónur að komast upp að Reykjanesvita á bíl. Þetta er bærinn allt annað en sáttur með. „Nei, þetta er gert í óþökk Reykjanesbæjar eins og þetta er framkvæmt núna. Við samþykktum á sínum tíma áform rekstraraðila um uppbyggingu á þjónustumiðstöð,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Bæjarstjórinn er ekki sáttur með ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora.vísir/einar Ósammála um heimildina Það er ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora sem sér um svæðið en samkvæmt forsvarsmönnum þess telja þeir sig í fullum rétti samkvæmt samningi til að rukka inn á svæðið. Í leigusamningi fyrirtækisins við landeigendur sem bærinn samþykkti á sínum tíma virðist skýrt kveðið á um þessa heimild. Þar segir meðal annars: „Leigutaka er heimilt að innheimta gjald vegna aðgangs að bílastæðum á svæðinu, fjárhæð ákvarðast af leigutaka hverju sinni“ Bæjarstjórinn er þó á því að talað hafi verið um að reisa þjónustumiðstöðina fyrst. „Við veittum heimild sveitarfélagsins til þess að þarna yrðu innheimt bílastæðagjöld. Við veittum heimild fyrir okkar leyti en með því fororði að þjónustan væri komin,“ segir Kjartan Már. Þó landið sé í einkaeigu hafi bærinn heilmikið að segja um málefni þess en einnig Umhverfisstofnun því náttúruminjar má finna á því. „Við erum með skipulagsvaldið á svæðinu. Þannig að jú við höfum heilmikið um það að segja og erum að mótmæla þessu en hefur því miður ekki orðið ágengt í því enn þá,“ segir Kjartan Már. Bílastæði Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sú aðferð að rukka fyrir aðgang inn á þekkta ferðamannastaði hefur lengi verið nokkuð umdeild hér á Íslandi. Oft kemur eitthvað í staðinn fyrir gjaldið; því er ætlað að styðja undir viðhald eða þjónustu á svæðinu. Fyrir sex árum var fyrsta skóflustungan tekin að þjónustumiðstöð sem átti að reisa við Reykjanesvita. Þrátt fyrir að ekki sé komin nein þjónustumiðstöð við svæðið eru nú komin þangað gjaldskyld bílastæði og nú kostar þúsund krónur að komast upp að Reykjanesvita á bíl. Þetta er bærinn allt annað en sáttur með. „Nei, þetta er gert í óþökk Reykjanesbæjar eins og þetta er framkvæmt núna. Við samþykktum á sínum tíma áform rekstraraðila um uppbyggingu á þjónustumiðstöð,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Bæjarstjórinn er ekki sáttur með ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora.vísir/einar Ósammála um heimildina Það er ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora sem sér um svæðið en samkvæmt forsvarsmönnum þess telja þeir sig í fullum rétti samkvæmt samningi til að rukka inn á svæðið. Í leigusamningi fyrirtækisins við landeigendur sem bærinn samþykkti á sínum tíma virðist skýrt kveðið á um þessa heimild. Þar segir meðal annars: „Leigutaka er heimilt að innheimta gjald vegna aðgangs að bílastæðum á svæðinu, fjárhæð ákvarðast af leigutaka hverju sinni“ Bæjarstjórinn er þó á því að talað hafi verið um að reisa þjónustumiðstöðina fyrst. „Við veittum heimild sveitarfélagsins til þess að þarna yrðu innheimt bílastæðagjöld. Við veittum heimild fyrir okkar leyti en með því fororði að þjónustan væri komin,“ segir Kjartan Már. Þó landið sé í einkaeigu hafi bærinn heilmikið að segja um málefni þess en einnig Umhverfisstofnun því náttúruminjar má finna á því. „Við erum með skipulagsvaldið á svæðinu. Þannig að jú við höfum heilmikið um það að segja og erum að mótmæla þessu en hefur því miður ekki orðið ágengt í því enn þá,“ segir Kjartan Már.
Bílastæði Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira