Kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls í skólanum á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. mars 2022 20:03 Húsnæði skólans á Eyrarbakka, sem var lokað fyrir nokkrum vikum vegna myglu. Nú fá nemendur kennslu í samkomuhúsinu á staðnum og á veitingastaðnum Rauða húsinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill meirihluti íbúa á Eyrarbakka vill láta byggja nýjan skóla á staðnum í stað þess að byggja skóla á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka eins og rætt hefur verið um. Núverandi skólahúsnæði á Eyrarbakka hefur verið lokað vegna myglu. Á meðan er nemendum kennt á veitingastað og í samkomuhúsi sem míglekur. Sveitarfélagið Árborg boðaði til íbúafundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni til að ræða stöðuna í skólamálum á bakkanum og á Stokkseyri en mygla eru í báðum skólunum í þorpunum. Fundurinn var fjölsóttur. Sérfræðingar frá Eflu byrjuðu á því að fjalla um mygluna í skólanum á Eyrarbakka eftir að þeir höfðu tekið fjölmörg sýni þar, sem sýndu mikla miklu og þá voru líka tekin sýni úr elsta húsnæðinu á Stokkseyri, sem sýndi líka myglu. Eftir það voru haldin nokkur erindi og boðið upp á umræður og fyrirspurnir. Fjöldi fólks sótti íbúafundinn á Eyrarbakka í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag fer kennsla unglingastigsins á Eyrarbakka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu og á Stað en það hús míglekur að sögn skólastjórans. „Þetta reynir á alla, alveg sama um hvort ræðir nemandann eða starfsfólk, þetta eru ekki aðstæður, sem við buðum upp á þegar fólk hóf skólaárið í ár,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri. En hvað segja nemendur yfir stöðunni? „Þeir voru spenntir í fyrstu en svo eftir hálfan mánuð eða slíkt fór brosið að renna af þeim þegar nemendur áttuðu sig á því að húsnæðið væri ekkert sérlega hentugt,“ segir Páll. Páll Sveinsson, skólastjóri í pontu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar vill skólastjórinn að nýr skóli verður byggður? „Það þarf klárlega að byggja húsnæði og þá nýtt húsnæði, hvar það verður, það skiptir kannski ekki öllu máli. Lykilatriðið er, ef að þarfir nemandans eru settar í forgrunn, þá verður niðurstaðan góð fyrir alla.“ Mikil mygla er í skólanum á Eyrarbakka eins og sérfræðingar frá Eflu sýndu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er það alfarið í höndum bæjaryfirvalda í Árborg hvað verður gert í húsnæðismálum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nokkrir foreldrar létu álit sitt í ljós á íbúafundinum um ástand núverandi skólahúsnæðis á Eyrarbakka. Ef marka má skoðanir íbúa á fundinum þá vill mikill meirihluti að það verði byggt nýtt skólahúsnæði á Eyrarbakka. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri. En skólahúsið sjálft vaðandi í myglu er þar fyrir utan ekki boðlegur húsakostur fyrir skólastarf á 21 öldinni,“ sagði Guðmundur Brynjólfsson, foreldri barns í skólanum. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri," var m.a. þess, sem Guðmundur Brynjólfsson sagði, sem á barn í skólanum. Gísli Halldór halldórsson, bæjarstjóri punktar niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg boðaði til íbúafundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni til að ræða stöðuna í skólamálum á bakkanum og á Stokkseyri en mygla eru í báðum skólunum í þorpunum. Fundurinn var fjölsóttur. Sérfræðingar frá Eflu byrjuðu á því að fjalla um mygluna í skólanum á Eyrarbakka eftir að þeir höfðu tekið fjölmörg sýni þar, sem sýndu mikla miklu og þá voru líka tekin sýni úr elsta húsnæðinu á Stokkseyri, sem sýndi líka myglu. Eftir það voru haldin nokkur erindi og boðið upp á umræður og fyrirspurnir. Fjöldi fólks sótti íbúafundinn á Eyrarbakka í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag fer kennsla unglingastigsins á Eyrarbakka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu og á Stað en það hús míglekur að sögn skólastjórans. „Þetta reynir á alla, alveg sama um hvort ræðir nemandann eða starfsfólk, þetta eru ekki aðstæður, sem við buðum upp á þegar fólk hóf skólaárið í ár,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri. En hvað segja nemendur yfir stöðunni? „Þeir voru spenntir í fyrstu en svo eftir hálfan mánuð eða slíkt fór brosið að renna af þeim þegar nemendur áttuðu sig á því að húsnæðið væri ekkert sérlega hentugt,“ segir Páll. Páll Sveinsson, skólastjóri í pontu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar vill skólastjórinn að nýr skóli verður byggður? „Það þarf klárlega að byggja húsnæði og þá nýtt húsnæði, hvar það verður, það skiptir kannski ekki öllu máli. Lykilatriðið er, ef að þarfir nemandans eru settar í forgrunn, þá verður niðurstaðan góð fyrir alla.“ Mikil mygla er í skólanum á Eyrarbakka eins og sérfræðingar frá Eflu sýndu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er það alfarið í höndum bæjaryfirvalda í Árborg hvað verður gert í húsnæðismálum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nokkrir foreldrar létu álit sitt í ljós á íbúafundinum um ástand núverandi skólahúsnæðis á Eyrarbakka. Ef marka má skoðanir íbúa á fundinum þá vill mikill meirihluti að það verði byggt nýtt skólahúsnæði á Eyrarbakka. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri. En skólahúsið sjálft vaðandi í myglu er þar fyrir utan ekki boðlegur húsakostur fyrir skólastarf á 21 öldinni,“ sagði Guðmundur Brynjólfsson, foreldri barns í skólanum. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri," var m.a. þess, sem Guðmundur Brynjólfsson sagði, sem á barn í skólanum. Gísli Halldór halldórsson, bæjarstjóri punktar niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira