Úthverfin ekki útundan Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 13. mars 2022 20:02 Líkt og fjölmargir Reykvíkingar hef ég valið mér að búa í úthverfi. Það eru ýmis lífsgæði fólgin í því að búa í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í útjarðri borgarinnar. Nálægð við náttúru og veðursæld veitir einstök tækifæri til að njóta útivistar og hreyfingar undir berum himni. Viðhald á göngustígum og eignum borgarinnar Það er þó margt sem mætti gera til að styrkja úthverfi borgarinnar. Komið er að viðhaldi á eignum borgarinnar og innviðum svo sem göngustígum. Gott ástand á stígum er allt í senn aðgengis-, öryggis- og umhverfismál. Einn versti óvinur rafskútunnar og samgönguhjólreiða eru mölbrotnir göngustígar, svo ekki sé talað um fólk sem ferðast um í hjólastól eða með barnavagn. Skólahúsnæði þarf að mæta gæða- og heilsukröfum og vinna þarf upp þann viðhaldshalla sem safnaðist upp á árunum eftir fjármálahrunið árið 2008. Greiðar leiðir Íbúar úthverfa þurfa að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Flest fjölskyldufólk vantar fleiri mínútur í sólarhringinn en tafsöm umferð er þar að auki ekki til hagsbóta fyrir umhverfið. Grunnþjónusta í nærumhverfi minnkar skutl en mikilvægt að foreldrar fái pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum og leikskólum í sínu hverfi og það án þess að bíða í óvissu á löngum biðlistum. Einnig skiptir máli að glæða úthverfin lífi með menningartengdri starfsemi og viðburðum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á hagkvæmu byggingarlandi Loks þarf að tryggja að þessi lífsgæði standi fleirum til boða með því að hefja uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir ungt fjölskyldufólk í útjaðri borgarinnar. Það má bæði gera með því að stækka og þétta þau úthverfi sem fyrir eru og með því að byggja nýtt hverfi að Keldum. Ég vil leggja áherslu á að úthverfin séu efld til muna, tryggja frelsi fólks til að velja sér hvar það vill búa og byggja sér upp heimili. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi til 4. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18. og 19. mars 2022 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Líkt og fjölmargir Reykvíkingar hef ég valið mér að búa í úthverfi. Það eru ýmis lífsgæði fólgin í því að búa í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í útjarðri borgarinnar. Nálægð við náttúru og veðursæld veitir einstök tækifæri til að njóta útivistar og hreyfingar undir berum himni. Viðhald á göngustígum og eignum borgarinnar Það er þó margt sem mætti gera til að styrkja úthverfi borgarinnar. Komið er að viðhaldi á eignum borgarinnar og innviðum svo sem göngustígum. Gott ástand á stígum er allt í senn aðgengis-, öryggis- og umhverfismál. Einn versti óvinur rafskútunnar og samgönguhjólreiða eru mölbrotnir göngustígar, svo ekki sé talað um fólk sem ferðast um í hjólastól eða með barnavagn. Skólahúsnæði þarf að mæta gæða- og heilsukröfum og vinna þarf upp þann viðhaldshalla sem safnaðist upp á árunum eftir fjármálahrunið árið 2008. Greiðar leiðir Íbúar úthverfa þurfa að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Flest fjölskyldufólk vantar fleiri mínútur í sólarhringinn en tafsöm umferð er þar að auki ekki til hagsbóta fyrir umhverfið. Grunnþjónusta í nærumhverfi minnkar skutl en mikilvægt að foreldrar fái pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum og leikskólum í sínu hverfi og það án þess að bíða í óvissu á löngum biðlistum. Einnig skiptir máli að glæða úthverfin lífi með menningartengdri starfsemi og viðburðum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á hagkvæmu byggingarlandi Loks þarf að tryggja að þessi lífsgæði standi fleirum til boða með því að hefja uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir ungt fjölskyldufólk í útjaðri borgarinnar. Það má bæði gera með því að stækka og þétta þau úthverfi sem fyrir eru og með því að byggja nýtt hverfi að Keldum. Ég vil leggja áherslu á að úthverfin séu efld til muna, tryggja frelsi fólks til að velja sér hvar það vill búa og byggja sér upp heimili. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi til 4. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18. og 19. mars 2022
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun