Að nota Úkraínu sem stökkpall Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 14. mars 2022 09:31 Réttilega hefur innrás rússneska hersins í Úkraínu átt sviðsljósið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er langt um liðið síðan viðlíka hörmungar hafa átt sér stað í Evrópu. En formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni. Í opnu bréfi til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra ber hann saman innrás Pútíns í Úkraínu við meint mannréttindabrot Ísraels gegn Palestínumönnum. Ég vil einungis tjá mig stuttlega um þetta mál því ég tel að nú eigi íbúar Úkraínu fyrst og fremst athygli okkar skilið. En bréfið er engu að síður þess eðlis að það krefst leiðréttingar. Ef Pútín á sér einhverja hliðstæðu í Mið-Austurlöndum þá er það ekki Ísrael, heldur eru það yfir tveir tugir hryðjuverkasamtaka sem hafa það að yfirlýstu markmiði að útrýma Ísrael, rétt eins og Pútín ætlar sér nú að þurrka út Úkraínu. Ef leiðtogar Palestínumanna samsömuðu sig með Úkraínumönnum mætti gera ráð fyrir að þeir lýstu yfir stuðningi við þá. Hins vegar hafa palestínsk yfirvöld verið algjörlega þögul um innrásina í Úkraínu. Þegar betur er að gáð er það lítil furða því bæði Palestína og Rússland eiga aðild að nýstofnuðum hagsmunasamtökum fasistaríkja sem hafa stillt sér upp á móti Vesturlöndum. Ísraelsher hefur ekki stundað það að drepa vopnlausa mótmælendur líkt og fullyrt er í bréfinu. Langflestir þeirra sem féllu í umræddum átökum voru hryðjuverkamenn, meðal annars vopnaðir eldsprengjum, sveðjum og vírklippum. Ísrael hefur auk þess ekki rænt palestínsku landi. Frá 1948 til 1995 var landsvæðið í heild sinni yfirráðasvæði Ísraels samkvæmt alþjóðalögum, en á tímabili voru hlutar Ísraels ólöglega hernumdir af Jórdönum og Egyptum líkt og Pútín hefur undanfarin átta ár hernumið hluta Úkraínu. Ísraelsk yfirvöld afsöluðu sér eigin svæðum árið 1995 sem urðu þá að palestínskum sjálfstjórnarsvæðum. Skömmu síðar kusu Palestínumenn yfir sig hryðjuverkasamtök sem hafa upp frá því beitt þá miklu harðræði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, hefur setið í embætti sínu í sautján ár þrátt fyrir að hafa aðeins verið kosinn til fjögurra ára. Jafnframt viðhefur Ísrael ekki aðskilnaðarstefnu gegn Palestínumönnum. Verndarveggir og girðingar á ákveðnum svæðum í Ísrael eru einungis nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Það er vissulega jákvætt að formaður Íslands-Palestínu – gamall kommúnisti og herstöðvaandstæðingur – taki afstöðu gegn Pútín. En bréf hans er að öðru leyti ekki í samræmi við staðreyndir og auk þess dregur hann upp samanburð með algjörlega öfugum formerkjum. Að lokum má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefni. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Réttilega hefur innrás rússneska hersins í Úkraínu átt sviðsljósið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er langt um liðið síðan viðlíka hörmungar hafa átt sér stað í Evrópu. En formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni. Í opnu bréfi til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra ber hann saman innrás Pútíns í Úkraínu við meint mannréttindabrot Ísraels gegn Palestínumönnum. Ég vil einungis tjá mig stuttlega um þetta mál því ég tel að nú eigi íbúar Úkraínu fyrst og fremst athygli okkar skilið. En bréfið er engu að síður þess eðlis að það krefst leiðréttingar. Ef Pútín á sér einhverja hliðstæðu í Mið-Austurlöndum þá er það ekki Ísrael, heldur eru það yfir tveir tugir hryðjuverkasamtaka sem hafa það að yfirlýstu markmiði að útrýma Ísrael, rétt eins og Pútín ætlar sér nú að þurrka út Úkraínu. Ef leiðtogar Palestínumanna samsömuðu sig með Úkraínumönnum mætti gera ráð fyrir að þeir lýstu yfir stuðningi við þá. Hins vegar hafa palestínsk yfirvöld verið algjörlega þögul um innrásina í Úkraínu. Þegar betur er að gáð er það lítil furða því bæði Palestína og Rússland eiga aðild að nýstofnuðum hagsmunasamtökum fasistaríkja sem hafa stillt sér upp á móti Vesturlöndum. Ísraelsher hefur ekki stundað það að drepa vopnlausa mótmælendur líkt og fullyrt er í bréfinu. Langflestir þeirra sem féllu í umræddum átökum voru hryðjuverkamenn, meðal annars vopnaðir eldsprengjum, sveðjum og vírklippum. Ísrael hefur auk þess ekki rænt palestínsku landi. Frá 1948 til 1995 var landsvæðið í heild sinni yfirráðasvæði Ísraels samkvæmt alþjóðalögum, en á tímabili voru hlutar Ísraels ólöglega hernumdir af Jórdönum og Egyptum líkt og Pútín hefur undanfarin átta ár hernumið hluta Úkraínu. Ísraelsk yfirvöld afsöluðu sér eigin svæðum árið 1995 sem urðu þá að palestínskum sjálfstjórnarsvæðum. Skömmu síðar kusu Palestínumenn yfir sig hryðjuverkasamtök sem hafa upp frá því beitt þá miklu harðræði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, hefur setið í embætti sínu í sautján ár þrátt fyrir að hafa aðeins verið kosinn til fjögurra ára. Jafnframt viðhefur Ísrael ekki aðskilnaðarstefnu gegn Palestínumönnum. Verndarveggir og girðingar á ákveðnum svæðum í Ísrael eru einungis nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Það er vissulega jákvætt að formaður Íslands-Palestínu – gamall kommúnisti og herstöðvaandstæðingur – taki afstöðu gegn Pútín. En bréf hans er að öðru leyti ekki í samræmi við staðreyndir og auk þess dregur hann upp samanburð með algjörlega öfugum formerkjum. Að lokum má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefni. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun