Álag á bestu kylfingum heims í dag og sigurvegari krýndur í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2022 10:57 Indverska golfstjarnan Anirban Lahiri hefur naumt forskot á fjölda kylfinga. AP Photo/Gerald Herbert Indverjinn Anirban Lahiri fer með naumt forskot inn í lokadag The Players en til stendur að ljúka þriðja og fjórða hring mótsins í dag, áður en of dimmt verður til að spila í Flórída. Veðrið í Flórída hefur sett stórt strik í reikninginn á mótinu og reynt hefur á færustu kylfinga heims við erfiðar aðstæður. Enginn af þeim 71 kylfingi sem eftir standa náði að ljúka þriðja hring í gær og því hefst keppni að nýju klukkan 12 að íslenskum tíma, og er sýnt frá mótinu á Stöð 2 Golf. Keppni á lokahringnum á svo að hefjast klukkan 17. Lahiri er búinn með ellefu holur á þriðja hring og hefur samtals leikið á -9 höggum. Fast á hæla hans koma Bandaríkjamennirnir Tom Hoge og Harold Varner sem leikið hafa á -8 höggum og eru tveimur holum á eftir Lahiri. Staðan á mótinu Á milli 1. og 31. sætis er aðeins fimm högga munur en á meðal kylfinganna í 18.-31. sæti er Justin Thomas sem á sjö holur eftir á þriðja hring. Kólumbíumaðurinn Sebastian Munoz hafði leikið fjórtán holur á -6 höggum þegar keppni var hætt í gær, og er samtals á -7 höggum ásamt Paul Casey og Sam Burns sem eiga seinni níu holurnar eftir á þriðja hring í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 12 á Stöð 2 Golf og áætlað er að keppni á lokahringnum hefjist þar klukkan 17 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Veðrið í Flórída hefur sett stórt strik í reikninginn á mótinu og reynt hefur á færustu kylfinga heims við erfiðar aðstæður. Enginn af þeim 71 kylfingi sem eftir standa náði að ljúka þriðja hring í gær og því hefst keppni að nýju klukkan 12 að íslenskum tíma, og er sýnt frá mótinu á Stöð 2 Golf. Keppni á lokahringnum á svo að hefjast klukkan 17. Lahiri er búinn með ellefu holur á þriðja hring og hefur samtals leikið á -9 höggum. Fast á hæla hans koma Bandaríkjamennirnir Tom Hoge og Harold Varner sem leikið hafa á -8 höggum og eru tveimur holum á eftir Lahiri. Staðan á mótinu Á milli 1. og 31. sætis er aðeins fimm högga munur en á meðal kylfinganna í 18.-31. sæti er Justin Thomas sem á sjö holur eftir á þriðja hring. Kólumbíumaðurinn Sebastian Munoz hafði leikið fjórtán holur á -6 höggum þegar keppni var hætt í gær, og er samtals á -7 höggum ásamt Paul Casey og Sam Burns sem eiga seinni níu holurnar eftir á þriðja hring í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 12 á Stöð 2 Golf og áætlað er að keppni á lokahringnum hefjist þar klukkan 17 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira