„Eruð þið að pína barnið til að segja þetta?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2022 14:38 Malín Brand yfirgaf söfnuðinn árið 2004. Malín Brand, fyrrverandi Vottur Jehóva, segist hafa sagt skilið við allt nema geðheisluna þegar hún yfirgaf söfnuðinn árið 2004. Malín er á meðal fyrrverandi Votta sem stigið hafa fram undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar fréttastofu um trúmál og lýst því trúarofbeldi. Malín boðar á Facebook-síðu sinni umfjöllun um árin hjá Vottunum. Hún hefur snert á dvöl sinni þar áður í viðtölum en segir frásögn sína nú vera hennar innlegg í umræðuna um trúarofbeldi. Hvort réttlætanlegt sé að „mannskemmandi sértrúarsöfnuðir“ njóti fjárhagslegs stuðnings hins opinbera. „Árið 2004 sagði ég skilið við söfnuðinn, eiginmanninn, mömmu, allt fólkið sem ég þekkti og já, eiginlega allt nema geðheilsuna. Henni hélt ég,“ segir Malín. Hún lýsir því að hún hafi alist upp í ríkisstyrktri heilaþvottastöð. Rætt var við Malín í Ísland í dag árið 2019 um reynslu hennar af Vottunum og fleiri mál. Vísar Malín þar til þess að skráð trúfélög fá greidd sóknargjöld frá ríkinu. Eftirlit með greiðslunum er lítið sem ekkert eins og fram kom í máli Halldórs Þormars Halldórssonar, fulltrúa sýslumannsins á Norðurlandi eystra, í dómsal á dögunum þar sem mál annars trúfélags var til umfjöllun. Trúfélagið Zuism sem hefur fengið tugi milljóna greiðslna án þess að nokkuð liggi fyrir um virkni og starfsemi félagsins. Nokkrir Íslendingar stigu fram í viðtali við fréttastofu um síðustu helgi. Þau lýstu útskúfun og útilokun innan vottanna, þeirri aðferð sem fólk er beitt ákveði það að yfirgefa söfnuðinn. Norðmenn úrskurðuðu nú í janúar að Vottarnir þar í landi skyldu sviptir ríkisstyrkjum vegna útskúfunar sóknarbarna sinna og að stjórnendur Votta Jehóva hafi brotið lög um trúfélög. Það var fréttaskýringaþátturinn Brennpunkt sem varpaði ljósi á afleiðingar útskúfunar Vottanna í Noregi. Malín rifjar upp þegar hún sem lítið barn gekk á milli húsa til að boða trúna, í fylgd annarra fullorðinna safnaðarmeðlima. Þar var hún vopnuð málgögnum Vottanna, blöðunum Varðturninum og Vaknið!. Hún hafi verið fimm ára gömul. „Ég man eftir því þegar ég opnaði á mér munninn og sagði: „Vissir þú að guð hefur lofað öllum mönnum að lifa í heimi þar sem allir eru vinir og engin stríð eru?“ Stundum náði ég ekki að klára þessa romsu áður en húsráðendur sögðu: „Jesús minn! Eruð þið að pína barnið til að segja þetta? Sjáið þið ekki að blessuð stúlkan er blá á vörunum af kulda og hríðskelfur!““ Sumir hafi hótað að hringja í Barnaverndarnefnd en aðrir gefið henni pening. Flestir hafi afþakkað blöðin. „Enginn hringdi í Barnaverndarnefnd. Því miður. Enginn gerði neitt. Og enn styrkir ríkið Votta Jehóva á Íslandi,“ segir Malín. Hún boðar frekari frásögn, meðal annars af líkamlegu ofbeldi innan safnaðarins sem og andlegu ofbeldi. Að neðan má sjá umfjöllun Kompáss á dögunum um trúarofbeldi. Trúmál Réttindi barna Barnavernd Tengdar fréttir Mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir útskúfunarmál í söfnuði Votta Jehóva, sem gerð voru skil í Kompás í gær, vekja þingheim til umhugsunar. 15. mars 2022 13:30 Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Malín boðar á Facebook-síðu sinni umfjöllun um árin hjá Vottunum. Hún hefur snert á dvöl sinni þar áður í viðtölum en segir frásögn sína nú vera hennar innlegg í umræðuna um trúarofbeldi. Hvort réttlætanlegt sé að „mannskemmandi sértrúarsöfnuðir“ njóti fjárhagslegs stuðnings hins opinbera. „Árið 2004 sagði ég skilið við söfnuðinn, eiginmanninn, mömmu, allt fólkið sem ég þekkti og já, eiginlega allt nema geðheilsuna. Henni hélt ég,“ segir Malín. Hún lýsir því að hún hafi alist upp í ríkisstyrktri heilaþvottastöð. Rætt var við Malín í Ísland í dag árið 2019 um reynslu hennar af Vottunum og fleiri mál. Vísar Malín þar til þess að skráð trúfélög fá greidd sóknargjöld frá ríkinu. Eftirlit með greiðslunum er lítið sem ekkert eins og fram kom í máli Halldórs Þormars Halldórssonar, fulltrúa sýslumannsins á Norðurlandi eystra, í dómsal á dögunum þar sem mál annars trúfélags var til umfjöllun. Trúfélagið Zuism sem hefur fengið tugi milljóna greiðslna án þess að nokkuð liggi fyrir um virkni og starfsemi félagsins. Nokkrir Íslendingar stigu fram í viðtali við fréttastofu um síðustu helgi. Þau lýstu útskúfun og útilokun innan vottanna, þeirri aðferð sem fólk er beitt ákveði það að yfirgefa söfnuðinn. Norðmenn úrskurðuðu nú í janúar að Vottarnir þar í landi skyldu sviptir ríkisstyrkjum vegna útskúfunar sóknarbarna sinna og að stjórnendur Votta Jehóva hafi brotið lög um trúfélög. Það var fréttaskýringaþátturinn Brennpunkt sem varpaði ljósi á afleiðingar útskúfunar Vottanna í Noregi. Malín rifjar upp þegar hún sem lítið barn gekk á milli húsa til að boða trúna, í fylgd annarra fullorðinna safnaðarmeðlima. Þar var hún vopnuð málgögnum Vottanna, blöðunum Varðturninum og Vaknið!. Hún hafi verið fimm ára gömul. „Ég man eftir því þegar ég opnaði á mér munninn og sagði: „Vissir þú að guð hefur lofað öllum mönnum að lifa í heimi þar sem allir eru vinir og engin stríð eru?“ Stundum náði ég ekki að klára þessa romsu áður en húsráðendur sögðu: „Jesús minn! Eruð þið að pína barnið til að segja þetta? Sjáið þið ekki að blessuð stúlkan er blá á vörunum af kulda og hríðskelfur!““ Sumir hafi hótað að hringja í Barnaverndarnefnd en aðrir gefið henni pening. Flestir hafi afþakkað blöðin. „Enginn hringdi í Barnaverndarnefnd. Því miður. Enginn gerði neitt. Og enn styrkir ríkið Votta Jehóva á Íslandi,“ segir Malín. Hún boðar frekari frásögn, meðal annars af líkamlegu ofbeldi innan safnaðarins sem og andlegu ofbeldi. Að neðan má sjá umfjöllun Kompáss á dögunum um trúarofbeldi.
Trúmál Réttindi barna Barnavernd Tengdar fréttir Mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir útskúfunarmál í söfnuði Votta Jehóva, sem gerð voru skil í Kompás í gær, vekja þingheim til umhugsunar. 15. mars 2022 13:30 Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir útskúfunarmál í söfnuði Votta Jehóva, sem gerð voru skil í Kompás í gær, vekja þingheim til umhugsunar. 15. mars 2022 13:30
Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00
Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01