Áttundi fimmtíu stiga leikurinn í NBA-deildinni í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 07:31 Saddiq Bey átti magnaðan leik með Detroit Pistons liðinu í nótt. AP/Phelan M. Ebenhack Hinn 22 ára gamli Saddiq Bey bættist í nótt í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað fimmtíu stig í einum leik í NBA deildinni í körfubolta á þessu tímabili. Saddiq Bey skoraði 51 stig fyrir Detroit Pistons liðið í 134-120 sigri á Orlando Magic. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem leikmaður nær að skora fimmtíu stig í leik og það er það mesta í NBA í hálfa öld. 5 1 POINTS x 3PM@SaddiqBey started off the night HOT, going off for 21 points in the first-quarter alone. He went on to set a career-high in points & 3PM with 51 points and 10 3PM. #Pistons WIN51 PTS | 9 REB | 4 AST | 3 STL | 10 3PM pic.twitter.com/dLOjeVFRNv— NBA (@NBA) March 18, 2022 Síðast voru átta fimmtíu stiga leikir í desember 1962 en þá voru þeir níu talsins. Bey er þrettándi leikmaðurinn á tímabilinu til að skora svo mikið í einum leik en alls hafa verið sautján slíkar stigaveislur. Bey var að skora öll þessi stig á móti sama liði og Kyrie Irving skoraði sextíu stig tveimur kvöldum fyrr. Hann sagðist eftir leik hafa horft á hvað Irving gerði á móti Orlando. „Ég sé svipmyndirnar og hann var mjög skilvirkur og gerði þetta í flæði leiksins. Það var frábær frammistaða til að horfa á og ég tel að það hafa verð margar frábærar frammistöður í NBA síðustu tvær vikur. Ég er þakklátur að hafa tækifærið til að spila í þessari deild,“ sagði Saddiq Bey. Saddiq Bey Tonight! 51 PTS (17-27 FGM) *career high* 9 REB 4 AST 3 STL 10 3PM *career high* @DetroitPistons WIN! pic.twitter.com/66jhZ8KaVS— NBA (@NBA) March 18, 2022 Marvin Bagley III bætti við 20 stigum og 11 fráköstum fyrir Detroit liðið en þarna voru tvö neðstu lið Austurdeildarinnar að mætast. Franz Wagner var stigahæstur hjá Orlando með 26 stig. „Enduruppbygging er alltaf ljót en það er líka fullt af fallegum stundum eins og í kvöld,“ sagði Dwane Casey, þjálfari Detroit. Bey hafði mest áður skorað 34 stig í einum leik. Hann endaði fyrri hálfleikinn á því að skora fimm stig á minna en fimm sekúndum og var kominn með þrjátíu stig í hálfleik. "That might be the only thing that cooled you off all night!"Saddiq Bey & his teammates celebrate his CAREER-HIGH 51 PTS & 10 3PM! pic.twitter.com/ApDORR8VLB— NBA (@NBA) March 18, 2022 NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Saddiq Bey skoraði 51 stig fyrir Detroit Pistons liðið í 134-120 sigri á Orlando Magic. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem leikmaður nær að skora fimmtíu stig í leik og það er það mesta í NBA í hálfa öld. 5 1 POINTS x 3PM@SaddiqBey started off the night HOT, going off for 21 points in the first-quarter alone. He went on to set a career-high in points & 3PM with 51 points and 10 3PM. #Pistons WIN51 PTS | 9 REB | 4 AST | 3 STL | 10 3PM pic.twitter.com/dLOjeVFRNv— NBA (@NBA) March 18, 2022 Síðast voru átta fimmtíu stiga leikir í desember 1962 en þá voru þeir níu talsins. Bey er þrettándi leikmaðurinn á tímabilinu til að skora svo mikið í einum leik en alls hafa verið sautján slíkar stigaveislur. Bey var að skora öll þessi stig á móti sama liði og Kyrie Irving skoraði sextíu stig tveimur kvöldum fyrr. Hann sagðist eftir leik hafa horft á hvað Irving gerði á móti Orlando. „Ég sé svipmyndirnar og hann var mjög skilvirkur og gerði þetta í flæði leiksins. Það var frábær frammistaða til að horfa á og ég tel að það hafa verð margar frábærar frammistöður í NBA síðustu tvær vikur. Ég er þakklátur að hafa tækifærið til að spila í þessari deild,“ sagði Saddiq Bey. Saddiq Bey Tonight! 51 PTS (17-27 FGM) *career high* 9 REB 4 AST 3 STL 10 3PM *career high* @DetroitPistons WIN! pic.twitter.com/66jhZ8KaVS— NBA (@NBA) March 18, 2022 Marvin Bagley III bætti við 20 stigum og 11 fráköstum fyrir Detroit liðið en þarna voru tvö neðstu lið Austurdeildarinnar að mætast. Franz Wagner var stigahæstur hjá Orlando með 26 stig. „Enduruppbygging er alltaf ljót en það er líka fullt af fallegum stundum eins og í kvöld,“ sagði Dwane Casey, þjálfari Detroit. Bey hafði mest áður skorað 34 stig í einum leik. Hann endaði fyrri hálfleikinn á því að skora fimm stig á minna en fimm sekúndum og var kominn með þrjátíu stig í hálfleik. "That might be the only thing that cooled you off all night!"Saddiq Bey & his teammates celebrate his CAREER-HIGH 51 PTS & 10 3PM! pic.twitter.com/ApDORR8VLB— NBA (@NBA) March 18, 2022
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti