Kjartan Magnússon er ríkur af reynslu Haraldur Ólafsson skrifar 18. mars 2022 09:31 Sá sem hér heldur um penna hefur verið nágranni Kjartans Magnússonar um árabil. Leiðir okkar hafa legið saman í félagsstarfi af ýmsu tagi. Í slíku starfi er áberandi að Kjartan er vel fær um að setja sig inn í flókin mál þar sem háar tölur þekja blöð, og að hann nennir því líka. Hann hefur auk þess getu til að sjá mál frá fleiri en einu sjónarhorni og vilja til að leiða þau til lykta af réttsýni og sanngirni eins og framast er unnt. Samstarf við fólk sem fylgir honum ekki í skoðunum reynist honum auðveldara en mörgum öðrum. Oft hafa málefni hverfisins og Reykjavíkurborgar borið á góma og aldrei er komið að tómum kofum hjá Kjartani, svo vel þekkir hann til hinna ólíklegustu mála, sögu þeirra, og sjónarmiða sem þeim tengjast. Það sem mestu skiptir þó er að hann áttar sig á verkefnum líðandi stundar, hvar rekstur hefur hugsanlega farið út af sporinu og skynjar skyldur kjörinna fulltrúa í þeim efnum. Seta Kjartans í borgarstjórn verður án vafa jákvæð og til styrkingar fyrir stjórn borgarinnar, hvort sem hann verður í meiri- eða minnihluta. Eflaust er margt gott fólk í framboði í þessum kosningum og úr mörgu að velja þegar kemur að því að fá inn nýtt blóð í borgarstjórn, en það er enginn annar eins reynslubolti og Kjartan Magnússon og tilvalið að velja hann í annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er prófessor í veðurfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Sá sem hér heldur um penna hefur verið nágranni Kjartans Magnússonar um árabil. Leiðir okkar hafa legið saman í félagsstarfi af ýmsu tagi. Í slíku starfi er áberandi að Kjartan er vel fær um að setja sig inn í flókin mál þar sem háar tölur þekja blöð, og að hann nennir því líka. Hann hefur auk þess getu til að sjá mál frá fleiri en einu sjónarhorni og vilja til að leiða þau til lykta af réttsýni og sanngirni eins og framast er unnt. Samstarf við fólk sem fylgir honum ekki í skoðunum reynist honum auðveldara en mörgum öðrum. Oft hafa málefni hverfisins og Reykjavíkurborgar borið á góma og aldrei er komið að tómum kofum hjá Kjartani, svo vel þekkir hann til hinna ólíklegustu mála, sögu þeirra, og sjónarmiða sem þeim tengjast. Það sem mestu skiptir þó er að hann áttar sig á verkefnum líðandi stundar, hvar rekstur hefur hugsanlega farið út af sporinu og skynjar skyldur kjörinna fulltrúa í þeim efnum. Seta Kjartans í borgarstjórn verður án vafa jákvæð og til styrkingar fyrir stjórn borgarinnar, hvort sem hann verður í meiri- eða minnihluta. Eflaust er margt gott fólk í framboði í þessum kosningum og úr mörgu að velja þegar kemur að því að fá inn nýtt blóð í borgarstjórn, en það er enginn annar eins reynslubolti og Kjartan Magnússon og tilvalið að velja hann í annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er prófessor í veðurfræði.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar