Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim Davíð Bergmann skrifar 18. mars 2022 17:01 Erum við að búa til bótaþega með því að takast ekki á við vanda ungs fólks? Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim eða inn í heim Tryggingastofnunar. Í byrjun mars kom athyglisverð grein í Fréttablaðinu um stöðu ungmenna hér á landi eftir Eysteinn Eyjólfsson, verkefnastjóra almannatengsla og útgáfumála hjá VIRK „Mikilvægt að sinna ungu fólki sem dettur úr skóla og vinnu“ Það sem ég furða mig á að það eru engin viðbrögð að hálfu hins opinbera og ég hef ekki orðið var við að nokkur hafi almennt sýnt þessu máli áhuga. Ég sendi áskorun á Velferðarnefnd Alþingis um þessar vangaveltur mínar að þetta væri eitthvað sem yrði að bregðast við strax. Svörin voru annað hvort þetta er þekkt vandamál eða „já, við erum alveg að fara kynna nýja áætlun um eitthvað þetta „klassíska!“ Ég tel það grafalvarlegt að ellefu prósent nítján ára einstaklinga hér á landi séu hvorki í skóla né vinnu. Hvar eru þessir krakkar ef þau eru ekki í skóla eða vinnu? Á sama tíma er ekki verið að auka fjárframlög til að mynda til Fjölsmiðjunnar sem er einmitt virkni úrræði fyrir svona einstaklinga. Hvað kostar það þjóðarbúið að gera ekkert? Ef einhvern tímann ætti að auka og styrkja slík úrræði þá er það núna og það mun margborga sig til framtíðar. Það er ekki trúverðugt þegar verið er að væla yfir fjölgun ungra tryggingaþega ef við bregðumst ekki við strax því það er mannanna verk hvernig er komið fyrir þessum einstaklingum og það er mannanna verk að laga þetta og það strax. Er hugsanlegt að við séum farin að sjúkdómsvæða börnin okkar að óþörfu? Það líður ekki sú vika að ekki sé talað um kvíða og þunglyndi hjá ungu fólki hér á landi. Hver orsökin eru get ég ekki sett fingurinn á en þeir sem dirfast að hafa skoðun á því eiga á hættu að vera upphrópaðir og útilokaðir frá umræðunni. Hvort það er samfélagsmiðlum eða einfaldlega hraða samfélagsins um að kenna eða hver er skýringin get ég ekki fullyrt um hér, hins vegar held ég að við höfum farið offari í greiningum og geðlyfjanotkun barna síðustu áratugi. Mig minnir að við séum í öðru sæti á eftir Bandaríkjamönnum í þeirri notkun á heimsvísu. Á þeim árum sem ég hef verið að vinna í þessum vettvangi eða síðan 1994 þegar ég byrjaði Útideildinni sálugu finnst mér við hafa gleymt að leggja áherslu á verklega þætti. Félagsleg einangrun ungs fólks og mótlæti í lífinu verður ekki einungis leyst með því að kafa í naflan á þeim á skrifstofutíma og reka úr þeim garnirnar og gefa lyf þess fyrir utan. Ég held að ég hafi heyrt allar afsakanir veraldar fyrir að fólk geti ekki gert hlutina eða þegar það er verið að biðja um afslátt fyrir að gera ekki hlutina vegna þess að viðkomandi sé með hina og þessa greininguna. Þessa þróun tel ég hættulega og við þurfum að fara snúa okkur aftur til gömlu gildanna og leggja minni áherslu á að leysa allt með pilluáti og endalausum samtölum. Hvernig væri að kenna fólki að vinna? Að þekkja ekki muninn á sléttuskrúfjárni frá stjörnu getur ekki verið góð þróun eða vera algjörlega ósjálfbjarga kannski vegna þess að maður hafi sjúkdómsmerkimiða Þegar ég heyri að það verði að leggja meira í sálfræði þetta eða hitt hugsa ég líka og hvað svo? Það þarf meira. Það verður að vera eitthvað þarna út sem tekur á móti þessum einstaklingum annars er það „one way ticket í heim Tryggingastofnunar“ með greiningu upp á vasann. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Erum við að búa til bótaþega með því að takast ekki á við vanda ungs fólks? Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim eða inn í heim Tryggingastofnunar. Í byrjun mars kom athyglisverð grein í Fréttablaðinu um stöðu ungmenna hér á landi eftir Eysteinn Eyjólfsson, verkefnastjóra almannatengsla og útgáfumála hjá VIRK „Mikilvægt að sinna ungu fólki sem dettur úr skóla og vinnu“ Það sem ég furða mig á að það eru engin viðbrögð að hálfu hins opinbera og ég hef ekki orðið var við að nokkur hafi almennt sýnt þessu máli áhuga. Ég sendi áskorun á Velferðarnefnd Alþingis um þessar vangaveltur mínar að þetta væri eitthvað sem yrði að bregðast við strax. Svörin voru annað hvort þetta er þekkt vandamál eða „já, við erum alveg að fara kynna nýja áætlun um eitthvað þetta „klassíska!“ Ég tel það grafalvarlegt að ellefu prósent nítján ára einstaklinga hér á landi séu hvorki í skóla né vinnu. Hvar eru þessir krakkar ef þau eru ekki í skóla eða vinnu? Á sama tíma er ekki verið að auka fjárframlög til að mynda til Fjölsmiðjunnar sem er einmitt virkni úrræði fyrir svona einstaklinga. Hvað kostar það þjóðarbúið að gera ekkert? Ef einhvern tímann ætti að auka og styrkja slík úrræði þá er það núna og það mun margborga sig til framtíðar. Það er ekki trúverðugt þegar verið er að væla yfir fjölgun ungra tryggingaþega ef við bregðumst ekki við strax því það er mannanna verk hvernig er komið fyrir þessum einstaklingum og það er mannanna verk að laga þetta og það strax. Er hugsanlegt að við séum farin að sjúkdómsvæða börnin okkar að óþörfu? Það líður ekki sú vika að ekki sé talað um kvíða og þunglyndi hjá ungu fólki hér á landi. Hver orsökin eru get ég ekki sett fingurinn á en þeir sem dirfast að hafa skoðun á því eiga á hættu að vera upphrópaðir og útilokaðir frá umræðunni. Hvort það er samfélagsmiðlum eða einfaldlega hraða samfélagsins um að kenna eða hver er skýringin get ég ekki fullyrt um hér, hins vegar held ég að við höfum farið offari í greiningum og geðlyfjanotkun barna síðustu áratugi. Mig minnir að við séum í öðru sæti á eftir Bandaríkjamönnum í þeirri notkun á heimsvísu. Á þeim árum sem ég hef verið að vinna í þessum vettvangi eða síðan 1994 þegar ég byrjaði Útideildinni sálugu finnst mér við hafa gleymt að leggja áherslu á verklega þætti. Félagsleg einangrun ungs fólks og mótlæti í lífinu verður ekki einungis leyst með því að kafa í naflan á þeim á skrifstofutíma og reka úr þeim garnirnar og gefa lyf þess fyrir utan. Ég held að ég hafi heyrt allar afsakanir veraldar fyrir að fólk geti ekki gert hlutina eða þegar það er verið að biðja um afslátt fyrir að gera ekki hlutina vegna þess að viðkomandi sé með hina og þessa greininguna. Þessa þróun tel ég hættulega og við þurfum að fara snúa okkur aftur til gömlu gildanna og leggja minni áherslu á að leysa allt með pilluáti og endalausum samtölum. Hvernig væri að kenna fólki að vinna? Að þekkja ekki muninn á sléttuskrúfjárni frá stjörnu getur ekki verið góð þróun eða vera algjörlega ósjálfbjarga kannski vegna þess að maður hafi sjúkdómsmerkimiða Þegar ég heyri að það verði að leggja meira í sálfræði þetta eða hitt hugsa ég líka og hvað svo? Það þarf meira. Það verður að vera eitthvað þarna út sem tekur á móti þessum einstaklingum annars er það „one way ticket í heim Tryggingastofnunar“ með greiningu upp á vasann. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun