Íslensk garðyrkja er á mikilli siglingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. mars 2022 14:01 Staða íslenskrar garðyrkju hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðyrkjubændur bera sig vel enda hefur staða garðyrkjunnar sjaldan eða aldrei verið eins góð og í dag. Mikið hefur verið byggt af nýjum gróðurhúsum og útflutningur á íslenskum grænmeti er alltaf að verða meiri og meiri. Umræða og vitundarvakning um íslenska garðyrkju hefur verið mjög áberandi upp á síðkastið, ekki síst gagnvart gæðum íslensks grænmetis. Garðyrkja er hærra skrifuð en hún hefur verið í mörg ár og sést það meðal annars í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá því í haust. Mikið hefur verið byggt af nýjum gróðurhúsum eins og í Reykholti í Bláskógabyggð og framleiðsla aukin. Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands er allavega mjög sáttur við stöðu mála. „Það á að leggja töluverða áherslu á ylræktað grænmeti og útiræktað grænmeti, þannig að við finnum það að við erum farin að tikka hjá samfélaginu. Tækifærin eru alveg augljós og ég tala nú ekki um ef stuðningur ríkisins verður meiri en hann er í dag. Þá skapast augljós tækifæri fyrir fleiri að koma inn í greinina og það er náttúrulega það sem við sækjumst eftir en innflutningur á grænmeti á Íslandi er töluverður. Við höfum orkuna, landið og náttúruna og allt með okkur til að vera algjörlega sjálfbær í þessu,“ segir Axel. Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands. Hann er blómabóndi á Espiflöt í Reykholti.Ívar Sæland Axel segir að garðyrkjubændur séu greinilega í tísku í dag hjá þjóðinni? „Já, ég myndi segja það og ættum að vera það um ókomna tíð, við erum virkilega flottur og skemmtilegur hópur af landsbyggðafólki, sem hefur gaman af því að vinna með náttúrunni.“ En er verið að flytja eitthvað af íslensku grænmeti til útlanda? „Já, meðal annars gúrkur, það er verið að flytja þær aðeins út og reyndar hefur útflutningur til Grænlands alltaf verið ágætur, bæði í gúrkum, tómötum og salati,“ segir Axel. Fátt jafnast á við íslenskar gulrætur beint úr görðum garðyrkjubænda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Umræða og vitundarvakning um íslenska garðyrkju hefur verið mjög áberandi upp á síðkastið, ekki síst gagnvart gæðum íslensks grænmetis. Garðyrkja er hærra skrifuð en hún hefur verið í mörg ár og sést það meðal annars í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá því í haust. Mikið hefur verið byggt af nýjum gróðurhúsum eins og í Reykholti í Bláskógabyggð og framleiðsla aukin. Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands er allavega mjög sáttur við stöðu mála. „Það á að leggja töluverða áherslu á ylræktað grænmeti og útiræktað grænmeti, þannig að við finnum það að við erum farin að tikka hjá samfélaginu. Tækifærin eru alveg augljós og ég tala nú ekki um ef stuðningur ríkisins verður meiri en hann er í dag. Þá skapast augljós tækifæri fyrir fleiri að koma inn í greinina og það er náttúrulega það sem við sækjumst eftir en innflutningur á grænmeti á Íslandi er töluverður. Við höfum orkuna, landið og náttúruna og allt með okkur til að vera algjörlega sjálfbær í þessu,“ segir Axel. Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands. Hann er blómabóndi á Espiflöt í Reykholti.Ívar Sæland Axel segir að garðyrkjubændur séu greinilega í tísku í dag hjá þjóðinni? „Já, ég myndi segja það og ættum að vera það um ókomna tíð, við erum virkilega flottur og skemmtilegur hópur af landsbyggðafólki, sem hefur gaman af því að vinna með náttúrunni.“ En er verið að flytja eitthvað af íslensku grænmeti til útlanda? „Já, meðal annars gúrkur, það er verið að flytja þær aðeins út og reyndar hefur útflutningur til Grænlands alltaf verið ágætur, bæði í gúrkum, tómötum og salati,“ segir Axel. Fátt jafnast á við íslenskar gulrætur beint úr görðum garðyrkjubænda.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira