„Langar mest að gráta“ Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2022 11:15 Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata sýnist sem svo að það sé orðin einhvers konar leikjafræði stjórnarliða að drepa mál um afglæpavæðingu til að halda samstarfinu huggulegu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. „Ég kann ekki að setja í orð vonbrigði mín en langar mest að fara að gráta,“ segir Halldóra en hún segir þetta án skýringa. Þetta hafi komið fram í morgun þegar þingmenn fengu í hendur uppfærða þingmálaskrá en þar kemur fram áætlun ráðherra um hvaða mál þeir ætla að leggja fram. Málið svæft í nefnd „Þar kemur fram að búið er að fella málið niður,“ segir Halldóra í samtali við Vísi. Þetta séu gríðarleg vonbrigði. Hún segist vera með sitt mál í heilbrigðisnefnd til umfjöllunar og búið er að fá inn fyrstu gesti. Halldóra Mogensen reynir ekki að leyna vonbrigðum sínum en nú er komið á daginn að mál um afglæpavæðingu fíkniefna verði ekki lagt fram á þessu þingi.vísir/vilhelm „En það er svo auðvelt fyrir stjórnarliða að neita að afgreiða okkar mál, Pírata, með þeim rökum að heilbrigðisráðherra ætli að leggja fram frumvarp,“ segir Halldóra sem er farin að þekkja það ferli, of vel. Eða er ekki bara verið að drepa málið? „Jahhh, þetta hefur gerst áður, líka þegar Svandís Svavarsdóttir var heilbrigðisráðherra á síðasta kjörtímabili. Þau létu málið sofna inni í nefnd. Ég barðist fyrir því að fá málið út úr nefndinni en það var ekki áhugi fyrir því að fá málið þaðan þó klárlega væri búið að taka það til meðferðar í nefndinni.“ Leikjafræði til að drepa málið Halldóra segir að meirihlutinn hafi þannig drepið fullt af sínum eigin málum og þetta hafi verið eitt þeirra. En er þetta ekki bara leikjafræði, að drepa með þessum hætti mál sem umdeild eru meðal stjórnarliða? „Ég er farin að hallast að því. Ég er alltaf bjartsýn og vildi halda í trúna að Svandís hafi raunverulega ætlað að afla málinu stuðnings og klára það. Þá hafði ég bundið vonir við að Willum Þór myndi taka þetta mál í sínar hendur og klára það fyrir alvöru. En svo gerist þetta og þá er maður farin að halda að þetta sé einhver leikjafræði, því miður.“ Halldóra segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hvar andstaðan við málið liggi, hvar fiskur sé undir steini en skoðanakannanir hafi sýnt að um 60 prósent þjóðarinnar eru á því að gera breytingar enda liggi fyrir að núverandi stefna sé stórskaðleg. Alþingi Fíkn Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
„Ég kann ekki að setja í orð vonbrigði mín en langar mest að fara að gráta,“ segir Halldóra en hún segir þetta án skýringa. Þetta hafi komið fram í morgun þegar þingmenn fengu í hendur uppfærða þingmálaskrá en þar kemur fram áætlun ráðherra um hvaða mál þeir ætla að leggja fram. Málið svæft í nefnd „Þar kemur fram að búið er að fella málið niður,“ segir Halldóra í samtali við Vísi. Þetta séu gríðarleg vonbrigði. Hún segist vera með sitt mál í heilbrigðisnefnd til umfjöllunar og búið er að fá inn fyrstu gesti. Halldóra Mogensen reynir ekki að leyna vonbrigðum sínum en nú er komið á daginn að mál um afglæpavæðingu fíkniefna verði ekki lagt fram á þessu þingi.vísir/vilhelm „En það er svo auðvelt fyrir stjórnarliða að neita að afgreiða okkar mál, Pírata, með þeim rökum að heilbrigðisráðherra ætli að leggja fram frumvarp,“ segir Halldóra sem er farin að þekkja það ferli, of vel. Eða er ekki bara verið að drepa málið? „Jahhh, þetta hefur gerst áður, líka þegar Svandís Svavarsdóttir var heilbrigðisráðherra á síðasta kjörtímabili. Þau létu málið sofna inni í nefnd. Ég barðist fyrir því að fá málið út úr nefndinni en það var ekki áhugi fyrir því að fá málið þaðan þó klárlega væri búið að taka það til meðferðar í nefndinni.“ Leikjafræði til að drepa málið Halldóra segir að meirihlutinn hafi þannig drepið fullt af sínum eigin málum og þetta hafi verið eitt þeirra. En er þetta ekki bara leikjafræði, að drepa með þessum hætti mál sem umdeild eru meðal stjórnarliða? „Ég er farin að hallast að því. Ég er alltaf bjartsýn og vildi halda í trúna að Svandís hafi raunverulega ætlað að afla málinu stuðnings og klára það. Þá hafði ég bundið vonir við að Willum Þór myndi taka þetta mál í sínar hendur og klára það fyrir alvöru. En svo gerist þetta og þá er maður farin að halda að þetta sé einhver leikjafræði, því miður.“ Halldóra segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hvar andstaðan við málið liggi, hvar fiskur sé undir steini en skoðanakannanir hafi sýnt að um 60 prósent þjóðarinnar eru á því að gera breytingar enda liggi fyrir að núverandi stefna sé stórskaðleg.
Alþingi Fíkn Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09