Staða ólígarkans sem kjörræðismaður Íslands ekki í hættu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. mars 2022 11:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir málin til skoðunar innan ráðuneytisins en ekkert hafi komið í ljós sem bendir til þess að ríkið hafi beitt sér sérstaklega fyrir því að refsiaðgerðir Evrópusambandsins bitnuðu ekki á Moshensky. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir ekki standa til að svipta hvítrússeskan ólígarka titli kjörræðissmanns gagnvart Íslandi. Ekkert nýtt hafi komið fram um hans viðskiptahætti eða samband við einræðisherra Hvíta-Rússlands á síðustu dögum. Það er hvítrússneski ólígarkinn Aleksander Moshensky sem er kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi. Umfjöllun Stundarinnar um hann hefur vakið gríðarlega athygli en þar eru íslensk stjórnvöld sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að Moshensky yrði ekki beittur refsiaðgerðum af Evrópusambandinu. Þetta á að hafa gerst fyrir tíð núverandi utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, síðast árið 2020. Þórdís segir það tilvik hafa verið skoðað innan ráðuneytisins og í ljós komið að það hafi ekki beitt sér sérstaklega fyrir því að Moshensky yrði ekki á lista Evrópusambandsins yfir Hvítrússa sem yrðu beittir refsiaðgerðum. „Síðan þá veit ég ekki til þess að þetta hafi nokkuð borið á góma. Ekki síðan ég kom inn í ráðuneytið. Og vil bara að það sé alveg skýrt að ég held ekki hlífiskildi yfir nokkrum manni sem á erindi á einhvern þvingunarlista,“ segir Þórdís. Hún nefnir að Moshensky sé heldur ekki á sambærilegum lista Bandaríkjamanna eða Breta. Ekkert nýtt komið fram um Moshensky „Ég er tiltölulega nýbúin að undirrita reglugerð um refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi, eða Belarus, þar sem eru nöfn og lögaðilar á þeim lista, þar sem hann er ekki. Þannig að það hefur í raun ekkert nýtt komið fram um hans stöðu sem að kallar á það að við förum að beita okkur fyrir því að hann sé á einhverjum lista,“ segir Þórdís. Moshensky hefur átt í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og ljóst að refsiaðgerðir gegn honum myndu skaða innkomu ríkisins talsvert. „Það hefði afleiðingar ef það myndu breytast mjög þessi viðskiptasambönd, sem er væntanlega ástæðan fyrir því að menn vildu vita hvort hann yrði á lista vegna þess að það hefði afleiðingar. Hann er umsvifamikill viðskiptamaður í Belarus og hefur verið lengi,“ segir ráðherrann. Í umfjöllun Stundarinnar er einnig bent á í aðdraganda þess að Moshensky hafi verið skipaður kjörræðismaður Íslands árið 2006 hafi ráðuneytið sjálft gert litlar sem engar sjálfstæðar skoðanir á honum. Þórdís segir stöðu hans sem kjörræðismaður ekki í hættu eins og er. „Það er ekki verið að endurskoða hana núna, nei.“ Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Engin ákvörðun tekin um stöðu hvítrússneska ólígarksins Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort hvítrússneski ólígarkinn verði áfram á skrá yfir kjörræðismenn Íslands. Þetta segir utanríkisráðherra sem eftir helgi verður boðaður á fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins. 19. mars 2022 21:30 Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 19. mars 2022 13:12 Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Það er hvítrússneski ólígarkinn Aleksander Moshensky sem er kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi. Umfjöllun Stundarinnar um hann hefur vakið gríðarlega athygli en þar eru íslensk stjórnvöld sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að Moshensky yrði ekki beittur refsiaðgerðum af Evrópusambandinu. Þetta á að hafa gerst fyrir tíð núverandi utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, síðast árið 2020. Þórdís segir það tilvik hafa verið skoðað innan ráðuneytisins og í ljós komið að það hafi ekki beitt sér sérstaklega fyrir því að Moshensky yrði ekki á lista Evrópusambandsins yfir Hvítrússa sem yrðu beittir refsiaðgerðum. „Síðan þá veit ég ekki til þess að þetta hafi nokkuð borið á góma. Ekki síðan ég kom inn í ráðuneytið. Og vil bara að það sé alveg skýrt að ég held ekki hlífiskildi yfir nokkrum manni sem á erindi á einhvern þvingunarlista,“ segir Þórdís. Hún nefnir að Moshensky sé heldur ekki á sambærilegum lista Bandaríkjamanna eða Breta. Ekkert nýtt komið fram um Moshensky „Ég er tiltölulega nýbúin að undirrita reglugerð um refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi, eða Belarus, þar sem eru nöfn og lögaðilar á þeim lista, þar sem hann er ekki. Þannig að það hefur í raun ekkert nýtt komið fram um hans stöðu sem að kallar á það að við förum að beita okkur fyrir því að hann sé á einhverjum lista,“ segir Þórdís. Moshensky hefur átt í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og ljóst að refsiaðgerðir gegn honum myndu skaða innkomu ríkisins talsvert. „Það hefði afleiðingar ef það myndu breytast mjög þessi viðskiptasambönd, sem er væntanlega ástæðan fyrir því að menn vildu vita hvort hann yrði á lista vegna þess að það hefði afleiðingar. Hann er umsvifamikill viðskiptamaður í Belarus og hefur verið lengi,“ segir ráðherrann. Í umfjöllun Stundarinnar er einnig bent á í aðdraganda þess að Moshensky hafi verið skipaður kjörræðismaður Íslands árið 2006 hafi ráðuneytið sjálft gert litlar sem engar sjálfstæðar skoðanir á honum. Þórdís segir stöðu hans sem kjörræðismaður ekki í hættu eins og er. „Það er ekki verið að endurskoða hana núna, nei.“
Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Engin ákvörðun tekin um stöðu hvítrússneska ólígarksins Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort hvítrússneski ólígarkinn verði áfram á skrá yfir kjörræðismenn Íslands. Þetta segir utanríkisráðherra sem eftir helgi verður boðaður á fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins. 19. mars 2022 21:30 Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 19. mars 2022 13:12 Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Engin ákvörðun tekin um stöðu hvítrússneska ólígarksins Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort hvítrússneski ólígarkinn verði áfram á skrá yfir kjörræðismenn Íslands. Þetta segir utanríkisráðherra sem eftir helgi verður boðaður á fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins. 19. mars 2022 21:30
Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 19. mars 2022 13:12
Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03