Elsusjóður – menntasjóður endókvenna Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. mars 2022 07:02 Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. Þau áhrif eru ekki minni á skólagöngu ungra stúlkna, kvenna og annarra einstaklinga sem þjást af endó. Alvarleg endómetríósa hefur gríðarlega neikvæð áhrif á lífsgæði og virkni þeirra sem hana fá. Það er enn alvarlegra í ljósi þess að það tekur langan tíma að greina sjúkdóminn, 5 til 7 ár, og þó greining fáist er algerlega óvíst að endókonur geti fengið lækningu með skurðaðgerð og/eða lyfjagjöf. Lífshlaup Elsu Guðmundsdóttur var markað af glímunni við endómetríósis. Hún ritaði einu sinni um reynslu sína og lýsti lífi sínu sem slitróttu en glíman við endó hafði mikil áhrif á tækifæri hennar til náms og þátttöku á vinnumarkaði. Í grein árið 2014 skrifaði Elsa, m.a.: ,,Drífa sig, fara í vinnuna, brosa, vera hress. Taka meiri verkjalyf, loka skrifstofunni á meðan verstu verkirnir ganga yfir, leggjast fram á borðið, lúta líkamanum og bíða. Nú bankar einhver, rísa upp og brosa, ekki láta á sjá, ekki taka of marga veikindadaga, verð að standa mig, klára verkefnið, klára skýrsluna, bíta á jaxlinn og vinna í gegnum verkina. Alltaf veik, „hún er alltaf veik“, heyrist pískrað, líkaminn veikburða, veigalítill, „drífðu þig í líkamsrækt“, „farðu í göngutúra, það er svo hressandi“, sem í lauslegri þýðingu þýðir; hættu að væla, vertu ekki svona mikill aumingi, rífðu þig upp úr þessum vesaldóm.” Elsa féll frá árið 2019. Í hennar nafni hefur Elsusjóður - menntasjóður endókvenna verið stofnaður. Stofnframlag sjóðsins er dánargjöf hennar og stofnandi sjóðsins er Björgólfur Thorsteinsson eftirlifandi maki Elsu. Tilgangur Elsusjóðs er að veita námsstyrki til háskólanema sem eru með endómetríósu, til að draga úr hindrunum þeirra í námi vegna sjúkdómsins. Mig langar að nota þetta tækifæri og hvetja þau sem eru aflögufær, fólk og fyrirtæki, til að leggja þessu mikilvæga málefni lið. Samtök um endómetríósu, stofnandi sjóðsins og stjórnarkonur vona að Elsusjóður haldi minningu Elsu Guðmundsdóttur á lofti og bæti um leið lífsgæði háskólanema sem glíma við þennan illvíga sjúkdóm. Höfundur situr í stjórn Elsusjóðs – menntasjóðs endókvenna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. Þau áhrif eru ekki minni á skólagöngu ungra stúlkna, kvenna og annarra einstaklinga sem þjást af endó. Alvarleg endómetríósa hefur gríðarlega neikvæð áhrif á lífsgæði og virkni þeirra sem hana fá. Það er enn alvarlegra í ljósi þess að það tekur langan tíma að greina sjúkdóminn, 5 til 7 ár, og þó greining fáist er algerlega óvíst að endókonur geti fengið lækningu með skurðaðgerð og/eða lyfjagjöf. Lífshlaup Elsu Guðmundsdóttur var markað af glímunni við endómetríósis. Hún ritaði einu sinni um reynslu sína og lýsti lífi sínu sem slitróttu en glíman við endó hafði mikil áhrif á tækifæri hennar til náms og þátttöku á vinnumarkaði. Í grein árið 2014 skrifaði Elsa, m.a.: ,,Drífa sig, fara í vinnuna, brosa, vera hress. Taka meiri verkjalyf, loka skrifstofunni á meðan verstu verkirnir ganga yfir, leggjast fram á borðið, lúta líkamanum og bíða. Nú bankar einhver, rísa upp og brosa, ekki láta á sjá, ekki taka of marga veikindadaga, verð að standa mig, klára verkefnið, klára skýrsluna, bíta á jaxlinn og vinna í gegnum verkina. Alltaf veik, „hún er alltaf veik“, heyrist pískrað, líkaminn veikburða, veigalítill, „drífðu þig í líkamsrækt“, „farðu í göngutúra, það er svo hressandi“, sem í lauslegri þýðingu þýðir; hættu að væla, vertu ekki svona mikill aumingi, rífðu þig upp úr þessum vesaldóm.” Elsa féll frá árið 2019. Í hennar nafni hefur Elsusjóður - menntasjóður endókvenna verið stofnaður. Stofnframlag sjóðsins er dánargjöf hennar og stofnandi sjóðsins er Björgólfur Thorsteinsson eftirlifandi maki Elsu. Tilgangur Elsusjóðs er að veita námsstyrki til háskólanema sem eru með endómetríósu, til að draga úr hindrunum þeirra í námi vegna sjúkdómsins. Mig langar að nota þetta tækifæri og hvetja þau sem eru aflögufær, fólk og fyrirtæki, til að leggja þessu mikilvæga málefni lið. Samtök um endómetríósu, stofnandi sjóðsins og stjórnarkonur vona að Elsusjóður haldi minningu Elsu Guðmundsdóttur á lofti og bæti um leið lífsgæði háskólanema sem glíma við þennan illvíga sjúkdóm. Höfundur situr í stjórn Elsusjóðs – menntasjóðs endókvenna
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun