Sköpum umhverfi sem eykur atvinnuþátttöku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:30 Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun frá því í febrúar sl. voru 10.211 einstaklingar í atvinnuleit. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,2% en um 5% á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Vinnuveitendur hafa nefnt að misjafnlega gengur að ráða í auglýst störf af ýmsum ástæðum en ég tel að við getum gert betur og haft áhrif á það með því að hugsa út fyrir kassann. Þegar við viljum að eitthvað breytist þá þurfum við að vera óhrædd að koma með hugmyndir að breyttu verklagi sem geta aukið virkni og minnkað atvinnuleysi. Fjölbreyttur hópur einstaklinga er í atvinnuleit með mismunandi styrkleika og þarfir. Margir vilja fara í fullt starf, einhverjir hlutastarf, aðrir hafa skerta starfsgetu og svo mætti áfram telja. Framsækið verklag sem virkaði Á Suðurnesjum hefur hlutfall atvinnuleitenda verið hærra en annars staðar á landinu um nokkurt skeið. Í heimsfaraldrinum fór atvinnuleysi um tíma í um 24% í Reykjanesbæ. Þá voru góð ráð dýr. Ákveðið var að þróa nýtt tímabundið verklag í gegnum átakið „Hefjum störf“ í sveitarfélaginu þar sem ráðinn var atvinnumiðlari sem á örfáum mánuðum aðstoðaði yfir hundrað manns að komast í vinnu. Sveitarfélagið hafði þannig frumkvæði að samvinnu við Vinnumálastofnun og atvinnulífið á svæðinu, hringt var í einstaklinga og fyrirtæki, komið á tengingum milli aðila út frá samtali um áhugasvið og hæfni og einstaklingum fylgt eftir í vinnu. Auk þess voru á annan tug einstaklinga sem hófu starfsendurhæfingu hjá VIRK og voru því komnir á réttan stað í kerfinu þar sem hægt er að byggja þá upp á nýjan leik. Til mikils að vinna Ég tel að með því að innleiða samvinnuverklag líkt og þetta og gera það að almennu verklagi munum við skapa umhverfi sem fjölgar tækifærum til atvinnuþátttöku og virkni. Virkni hefur gríðarleg áhrif á vellíðan og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd svo það er til mikils að vinna. Við getum gert enn betur og ég velti fyrir mér hvort þau viðspyrnuúrræði sem stóðu til boða í heimsfaraldrinum hafi verið skammtímalausnir eða hvort þau voru í raun dulbúin tækifæri til innleiðingar á breyttu verklagi til framtíðar. Ég hvatti því félags- og vinnumarkaðsráðherra, í ræðu á Alþingi á dögunum, að kynna sér það verklag sem fór af stað í Reykjanesbæ. Það er einlæg von mín að Vinnumálastofnun, sveitarfélög og atvinnulífið taki höndum saman og efli samvinnu sína til framtíðar til að bjóða öllum þeim sem geta unnið vinnu. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun frá því í febrúar sl. voru 10.211 einstaklingar í atvinnuleit. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,2% en um 5% á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Vinnuveitendur hafa nefnt að misjafnlega gengur að ráða í auglýst störf af ýmsum ástæðum en ég tel að við getum gert betur og haft áhrif á það með því að hugsa út fyrir kassann. Þegar við viljum að eitthvað breytist þá þurfum við að vera óhrædd að koma með hugmyndir að breyttu verklagi sem geta aukið virkni og minnkað atvinnuleysi. Fjölbreyttur hópur einstaklinga er í atvinnuleit með mismunandi styrkleika og þarfir. Margir vilja fara í fullt starf, einhverjir hlutastarf, aðrir hafa skerta starfsgetu og svo mætti áfram telja. Framsækið verklag sem virkaði Á Suðurnesjum hefur hlutfall atvinnuleitenda verið hærra en annars staðar á landinu um nokkurt skeið. Í heimsfaraldrinum fór atvinnuleysi um tíma í um 24% í Reykjanesbæ. Þá voru góð ráð dýr. Ákveðið var að þróa nýtt tímabundið verklag í gegnum átakið „Hefjum störf“ í sveitarfélaginu þar sem ráðinn var atvinnumiðlari sem á örfáum mánuðum aðstoðaði yfir hundrað manns að komast í vinnu. Sveitarfélagið hafði þannig frumkvæði að samvinnu við Vinnumálastofnun og atvinnulífið á svæðinu, hringt var í einstaklinga og fyrirtæki, komið á tengingum milli aðila út frá samtali um áhugasvið og hæfni og einstaklingum fylgt eftir í vinnu. Auk þess voru á annan tug einstaklinga sem hófu starfsendurhæfingu hjá VIRK og voru því komnir á réttan stað í kerfinu þar sem hægt er að byggja þá upp á nýjan leik. Til mikils að vinna Ég tel að með því að innleiða samvinnuverklag líkt og þetta og gera það að almennu verklagi munum við skapa umhverfi sem fjölgar tækifærum til atvinnuþátttöku og virkni. Virkni hefur gríðarleg áhrif á vellíðan og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd svo það er til mikils að vinna. Við getum gert enn betur og ég velti fyrir mér hvort þau viðspyrnuúrræði sem stóðu til boða í heimsfaraldrinum hafi verið skammtímalausnir eða hvort þau voru í raun dulbúin tækifæri til innleiðingar á breyttu verklagi til framtíðar. Ég hvatti því félags- og vinnumarkaðsráðherra, í ræðu á Alþingi á dögunum, að kynna sér það verklag sem fór af stað í Reykjanesbæ. Það er einlæg von mín að Vinnumálastofnun, sveitarfélög og atvinnulífið taki höndum saman og efli samvinnu sína til framtíðar til að bjóða öllum þeim sem geta unnið vinnu. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar