Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 17:22 Sjúkratryggingar Íslands Vísir/Vilhelm Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Í fréttatilkynningu Sjúkratrygginga er haft eftir Maríu Heimisdóttur, forstjóra, að gögn um hópinn hafi borist í gær en um er að ræða tuttugu einstaklinga. Lagt var kapp á að klára alla skráningu samdægurs og tryggingin er virk frá og með deginum í dag. Þá er enn fremur sagt frá því í tilkynningu Sjúkratrygginga að gert sé ráð fyrir að vera með fulltrúa í miðstöðinni í Domus Medica til að taka þátt í móttöku flóttamannanna. Fulltrúarnir geti þá gefið upplýsingar um afgreiðslu hjálpartækja og lyfjakorta, greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og fleira sem þörf er á. Í gær var greint frá því að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa 377 einstaklingar sótt um vernd hér á landi og að á næstu vikum sé búist við 400 til 900 í viðbót. Í tilkynningu Sjúkratrygginga er tekið fram að flóttamenn, eins og aðrir, hafa alltaf aðgang að bráðaþjónustu óháð því hvort sjúkratrygging er frágengin. Í tilkynningunni er einnig sagt frá því að Sjúkratryggingar hafi verið í samstarfi við heilbrigðistryggingar í öðrum löndum enda flókið verkefni að tryggja milljónum manns þjónustu sem hafa flúið Úkraínu. Þá kemur fram að flestir flóttamannanna hyggist reyna að snúa aftur til síns heima um leið og stríðsátökunum lýkur. „Móttaka þessa flóttafólks er stórt verkefni fyrir samfélagið í heild, ekki síst heilbrigðiskerfið. Við höfum lagt kapp á að tryggja skjóta afgreiðslu þannig að þessi viðkvæmi hópur geti haft greitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, enda má reikna með að margir innan hópsins séu í brýnni þörf fyrir ýmis konar aðstoð,“ er haft eftir Maríu Heimisdóttur í tilkynningu Sjúkratrygginga. „Fjölmörg ungabörn eru í hópnum og þau ganga inn í öflugt ungbarnaeftirlit sem við höfum hér á landi. Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og við höfum átt frábært samstarf við Rauða krossinn, Útlendingastofnun, Heilsugæsluna, Þjóðskrá, íslenska sjálfboðaliða og alla aðra sem að þessu koma,“ segir María enn fremur. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í fréttatilkynningu Sjúkratrygginga er haft eftir Maríu Heimisdóttur, forstjóra, að gögn um hópinn hafi borist í gær en um er að ræða tuttugu einstaklinga. Lagt var kapp á að klára alla skráningu samdægurs og tryggingin er virk frá og með deginum í dag. Þá er enn fremur sagt frá því í tilkynningu Sjúkratrygginga að gert sé ráð fyrir að vera með fulltrúa í miðstöðinni í Domus Medica til að taka þátt í móttöku flóttamannanna. Fulltrúarnir geti þá gefið upplýsingar um afgreiðslu hjálpartækja og lyfjakorta, greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og fleira sem þörf er á. Í gær var greint frá því að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa 377 einstaklingar sótt um vernd hér á landi og að á næstu vikum sé búist við 400 til 900 í viðbót. Í tilkynningu Sjúkratrygginga er tekið fram að flóttamenn, eins og aðrir, hafa alltaf aðgang að bráðaþjónustu óháð því hvort sjúkratrygging er frágengin. Í tilkynningunni er einnig sagt frá því að Sjúkratryggingar hafi verið í samstarfi við heilbrigðistryggingar í öðrum löndum enda flókið verkefni að tryggja milljónum manns þjónustu sem hafa flúið Úkraínu. Þá kemur fram að flestir flóttamannanna hyggist reyna að snúa aftur til síns heima um leið og stríðsátökunum lýkur. „Móttaka þessa flóttafólks er stórt verkefni fyrir samfélagið í heild, ekki síst heilbrigðiskerfið. Við höfum lagt kapp á að tryggja skjóta afgreiðslu þannig að þessi viðkvæmi hópur geti haft greitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, enda má reikna með að margir innan hópsins séu í brýnni þörf fyrir ýmis konar aðstoð,“ er haft eftir Maríu Heimisdóttur í tilkynningu Sjúkratrygginga. „Fjölmörg ungabörn eru í hópnum og þau ganga inn í öflugt ungbarnaeftirlit sem við höfum hér á landi. Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og við höfum átt frábært samstarf við Rauða krossinn, Útlendingastofnun, Heilsugæsluna, Þjóðskrá, íslenska sjálfboðaliða og alla aðra sem að þessu koma,“ segir María enn fremur.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira