Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 19:21 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tók á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í höfuðstöðvum NATO í morgun. President Joe Biden and NATO AP/Brendan Smialowsk Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins streymdu til Brussel í dag til neyðarfunda vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir mánuði. Þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu. NATO hefði áhyggjur af fölskum ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna. Slíkar ásakanir þeirra hafi áður verið fyrirsláttur til að nota slík vopn sjálfir, sem myndi algerlega breyta gangi stríðsins. Dmitry Polyanskiy aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands í Lundúnum gefur í skyn að Úkraínumenn hafi sjálfir skotið á íbúðarhús, leikskóla og sjúkrahús og kenni Rússum um sem aldrei hafi skotið á óbreytta borgara. Þá ættu Vesturlönd að vara sig á afskiptum af stríðinu. „Það er ekki rétt að hóta Rússum og reyna að grípa inn í. Þegar kjarnorkuveldi er annars vegar þarf vissulega að vega og meta allar mögulegar afleiðingar atferlis ykkar," sagði sendiherrann í viðtali í dag. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varðandi hernaðaruppbyggingu í austurhluta bandalagsins varanlega.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO sagði að loknum leiðtogaundinum í dag að bandalagið hefði áhyggjur af ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO-ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna í stríðinu. Það væri alrangt en Rússar kenndu gjarnan öðrum um það sem þeir hefðu sjálfir í undirbúningi. NATO undirbyggi sig fyrir hið versta. „Æðsti herforingi okkar, Walters, hefur virkjað einingar NATO á sviði lífefna-, geislunar- og kjarnorkuvarna. Bandamenn okkar hafa gert viðbótarráðstafanir á sviði efna-, lífefna- og kjarnorkuvarna til að efla núverandi varnir og ný orrustufylki. Við höfum því gert ráðstafanir til stuðnings Úkraínu og okkur til verndar," sagði Stoltenberg eftir leiðtogafundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Joe Biden forseti Bandaríkjanna heilsar Emmanuel Macron forseta Frakklands rétt fyrir hefðbundna hópmyndatöku leiðtoga NATO ríkjanna í dag.AP/Thibault Camus Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafundinn og segir mikla einingu hafa ríkt með leiðtogunum. Það hefði verið áhrifaríkt að hlusta á Zelenskyy ávarpa fundinn en NATO væri staðráðið í að blanda sér ekki með beinum hætti í stríðið. „En það liggur líka fyrir að bandalagsríkin hafa öll verið að leggja ýmislegt að mörkum. Bæði á sviði hergagna en líka auðvitað mannúðarmála og annarra mála. Þar er kannski þunginn í því sem við Íslendingar höfum gert hefur verið,“ segir Katrín. Þá sé Stoltenberg ekki á leið úr embætti framkvæmdastjóra NATO í stól seðlabankastjóra í Noregi eins og til hafi staðið. „Það var tekin ákvörðun um að framlengja skipunartíma Jens Stoltenbergs framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Einfaldlega vegna þessarar stöðu sem uppi er," segir Katrín Jakobsdóttir. NATO Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins streymdu til Brussel í dag til neyðarfunda vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir mánuði. Þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu. NATO hefði áhyggjur af fölskum ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna. Slíkar ásakanir þeirra hafi áður verið fyrirsláttur til að nota slík vopn sjálfir, sem myndi algerlega breyta gangi stríðsins. Dmitry Polyanskiy aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands í Lundúnum gefur í skyn að Úkraínumenn hafi sjálfir skotið á íbúðarhús, leikskóla og sjúkrahús og kenni Rússum um sem aldrei hafi skotið á óbreytta borgara. Þá ættu Vesturlönd að vara sig á afskiptum af stríðinu. „Það er ekki rétt að hóta Rússum og reyna að grípa inn í. Þegar kjarnorkuveldi er annars vegar þarf vissulega að vega og meta allar mögulegar afleiðingar atferlis ykkar," sagði sendiherrann í viðtali í dag. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varðandi hernaðaruppbyggingu í austurhluta bandalagsins varanlega.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO sagði að loknum leiðtogaundinum í dag að bandalagið hefði áhyggjur af ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO-ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna í stríðinu. Það væri alrangt en Rússar kenndu gjarnan öðrum um það sem þeir hefðu sjálfir í undirbúningi. NATO undirbyggi sig fyrir hið versta. „Æðsti herforingi okkar, Walters, hefur virkjað einingar NATO á sviði lífefna-, geislunar- og kjarnorkuvarna. Bandamenn okkar hafa gert viðbótarráðstafanir á sviði efna-, lífefna- og kjarnorkuvarna til að efla núverandi varnir og ný orrustufylki. Við höfum því gert ráðstafanir til stuðnings Úkraínu og okkur til verndar," sagði Stoltenberg eftir leiðtogafundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Joe Biden forseti Bandaríkjanna heilsar Emmanuel Macron forseta Frakklands rétt fyrir hefðbundna hópmyndatöku leiðtoga NATO ríkjanna í dag.AP/Thibault Camus Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafundinn og segir mikla einingu hafa ríkt með leiðtogunum. Það hefði verið áhrifaríkt að hlusta á Zelenskyy ávarpa fundinn en NATO væri staðráðið í að blanda sér ekki með beinum hætti í stríðið. „En það liggur líka fyrir að bandalagsríkin hafa öll verið að leggja ýmislegt að mörkum. Bæði á sviði hergagna en líka auðvitað mannúðarmála og annarra mála. Þar er kannski þunginn í því sem við Íslendingar höfum gert hefur verið,“ segir Katrín. Þá sé Stoltenberg ekki á leið úr embætti framkvæmdastjóra NATO í stól seðlabankastjóra í Noregi eins og til hafi staðið. „Það var tekin ákvörðun um að framlengja skipunartíma Jens Stoltenbergs framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Einfaldlega vegna þessarar stöðu sem uppi er," segir Katrín Jakobsdóttir.
NATO Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22
Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45