Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 20:01 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hélt út á götu í Kænugarði í nótt þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa til að hvetja heiminn til stuðnings við land hans. AP/forsetaembætti Úkraínu Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. Nú þegar mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið og gríðarlegar skemmdir orðið á mannvirkjum eftir stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir Rússa á borgir og bæi. Mariupol hefur orðið hvað verst úti þar sem manntjónið er líka mest. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni og fjölda borga og bæja í Úkraínu og þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið. Þó er talið að mannfallið sé mun meira í röðum Rússa og þeir hafi misst á bilinu 7-10 þúsund hermenn þeirra á meðal háttsetta hershöfðingja.AP/Andrew Marienko Rússum hefur þó algerlega mistekist ætlunarverkiðað steypa stjórn landsins og afvopna úkraínska herinn sem veitt hefur kröftuga mótspyrnu og hrakið rússneskar hersveitir áflótta víða. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði Vesturlöndum stuðninginn þegar hann ávarpaði NATO leiðtogana í dag. En hann gagnrýndi bandalagið fyrir að útvega þeim ekki öll þau vopn sem á þyrfti að halda gegn öflugum her Rússa. „Úkraína bað ykkur um flugvélar til að draga úr mannfallinu. Þið eigið þúsundir flugvéla en hafið ekki látið okkur fá eina einustu," sagði Zelenskyy og sagði Úkraínumenn reiðubúna að greiða fyrir flugvélarnar. Þá hefði NATO ekki látið af hendi einn einasta skriðdreka af þeim tuttugu þúsund sem ríki bandalagsins ættu. Rússar sprengdu vörugeymslu í Kænugarði í loft upp í dag. Slökkviliðsmenn borgarinnar hafa haft í nógu að snúast frá því innrásin hófst fyrir mánuði.AP//Vadim Ghirda „Í morgun var fosfórsprengjum beitt. Rússneskum fosfórsprengjum. Aftur voru fullorðnir og börn myrt. Ég vil að þið vitið að Bandalagið getur enn komið í veg fyrir dauða Úkraínumanna af völdum loftárása Rússa af völdum hersetu Rússa með því að útvega okkur vopnin sem við þurfum," sagði Zelenskyy. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Vesturlönd staðráðin í að verða ekki beinir þátttakendur í stríðinu. Bandalagsríkin vilji hins vegar styðja Úkraínumenn með öllum öðrum ráðum til að þeir hafi sigur gegn Rússum. „Við erum sammála um að fordæma tilefnislausa árásir Kremlarstjórnarinnar og að styðja fullveldi og landamærahelgi Úkraínu. Við erum staðráðin í að láta Rússa sæta viðurlögum í því skyni að binda enda á þetta hrottalega stríð," sagði Jens Stoltenberg. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Nú þegar mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið og gríðarlegar skemmdir orðið á mannvirkjum eftir stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir Rússa á borgir og bæi. Mariupol hefur orðið hvað verst úti þar sem manntjónið er líka mest. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni og fjölda borga og bæja í Úkraínu og þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið. Þó er talið að mannfallið sé mun meira í röðum Rússa og þeir hafi misst á bilinu 7-10 þúsund hermenn þeirra á meðal háttsetta hershöfðingja.AP/Andrew Marienko Rússum hefur þó algerlega mistekist ætlunarverkiðað steypa stjórn landsins og afvopna úkraínska herinn sem veitt hefur kröftuga mótspyrnu og hrakið rússneskar hersveitir áflótta víða. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði Vesturlöndum stuðninginn þegar hann ávarpaði NATO leiðtogana í dag. En hann gagnrýndi bandalagið fyrir að útvega þeim ekki öll þau vopn sem á þyrfti að halda gegn öflugum her Rússa. „Úkraína bað ykkur um flugvélar til að draga úr mannfallinu. Þið eigið þúsundir flugvéla en hafið ekki látið okkur fá eina einustu," sagði Zelenskyy og sagði Úkraínumenn reiðubúna að greiða fyrir flugvélarnar. Þá hefði NATO ekki látið af hendi einn einasta skriðdreka af þeim tuttugu þúsund sem ríki bandalagsins ættu. Rússar sprengdu vörugeymslu í Kænugarði í loft upp í dag. Slökkviliðsmenn borgarinnar hafa haft í nógu að snúast frá því innrásin hófst fyrir mánuði.AP//Vadim Ghirda „Í morgun var fosfórsprengjum beitt. Rússneskum fosfórsprengjum. Aftur voru fullorðnir og börn myrt. Ég vil að þið vitið að Bandalagið getur enn komið í veg fyrir dauða Úkraínumanna af völdum loftárása Rússa af völdum hersetu Rússa með því að útvega okkur vopnin sem við þurfum," sagði Zelenskyy. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Vesturlönd staðráðin í að verða ekki beinir þátttakendur í stríðinu. Bandalagsríkin vilji hins vegar styðja Úkraínumenn með öllum öðrum ráðum til að þeir hafi sigur gegn Rússum. „Við erum sammála um að fordæma tilefnislausa árásir Kremlarstjórnarinnar og að styðja fullveldi og landamærahelgi Úkraínu. Við erum staðráðin í að láta Rússa sæta viðurlögum í því skyni að binda enda á þetta hrottalega stríð," sagði Jens Stoltenberg.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira