Halldór Jóhann: Ekki auðveldur leikur Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 27. mars 2022 20:19 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur við sjö marka sigur á móti Víking í kvöld. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur þegar liðið gerði sjö marka sigur á móti Víking í kvöld. Selfyssingar sem voru einu marki undir í hálfleik mættu tvíeldir í þann seinni og sigruðu 25-32. „Mér líður mjög vel. Sjö marka sigur, ég hefði alltaf tekið það fyrir leik. Fyrri hálfleikurinn var kannski ekki nógu góður af okkar hálfu en seinni hálfleikurinn var góður. Ég er mjög sáttur við þessi tvö stig, þetta er ekki auðveldir leikir, þar sem þú ætlast til þess að þú vinnir en ég er bara sáttur,“ sagði Halldór eftir leikinn. Selfyssingar virtust heldur andlausir í fyrri hálfleik og vantaði kraft í þá. Þeir komu mun kraftmeiri í seinni hálfleikinn og unnu verðskuldaðann sjö marka sigur. „Það vantaði spirit í okkur. Varnarlega vorum við rosa mjúkir og ekki að hóta, við vorum að láta þá spila rosalega mikið meðfram okkur. Ég ætla ekki að taka það af Víking, þeir spiluðu fyrri hálfleikinn mjög vel og settu góða pressu. Sóknarlega vorum við ágætir, skorum 14 mörk en vorum ekki hundrað prósent í fyrri. Vorum að hlaupa illa hraðaupphlaup og seinni bylgju en breyttum í seinni og vorum fljótir að koma okkur í fjögurra marka forystu. Svo koma þessi sjö mörk í lokin.“ Halldór segir að það hafi vantað upp og varnarleikinn hjá þeim í fyrri hálfleik sem þeir fóru yfir í hálfleiknum og löguðu í þeim seinni. „Við vorum að spila langt undir pari varnarlega í fyrri hálfleik og við þurftum að fara aðeins yfir það. Við vorum að hlaupa of mikið og hafa áhyggjur af alltof mörgum hlutum og vorum bara að vinna okkar vinnu ekki nægilega vel. Við fórum vel yfir það og svo voru ákveðnir þættir sóknarlega sem að við vildum gera betur. Fyrst og fremst komum við miklu öflugri sem lið inn í seinni hálfleikinn og það gerir það af verkum að við vinnum þennan leik með sjö mörkum.“ Í næstu umferð tekur Selfoss á móti ÍBV og vill Halldór að þeir haldi standard og eigi góðan leik. „Að við spilum góðan leik. Við erum með gott lið og ég vill að við höldum standard og að það séu ekki miklar sveilfur í leik okkar. Ef við spilum góðan leik þá eigum við fína möguleika á móti ÍBV. Þeir eru með sterkt lið en ef við erum ekki á okkar besta degi þá verður það mjög erfitt.“ UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á Selfyssingar geta komið sér nær því að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með sigri gegn föllnum Víkingum. 27. mars 2022 17:15 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur þegar liðið gerði sjö marka sigur á móti Víking í kvöld. Selfyssingar sem voru einu marki undir í hálfleik mættu tvíeldir í þann seinni og sigruðu 25-32. „Mér líður mjög vel. Sjö marka sigur, ég hefði alltaf tekið það fyrir leik. Fyrri hálfleikurinn var kannski ekki nógu góður af okkar hálfu en seinni hálfleikurinn var góður. Ég er mjög sáttur við þessi tvö stig, þetta er ekki auðveldir leikir, þar sem þú ætlast til þess að þú vinnir en ég er bara sáttur,“ sagði Halldór eftir leikinn. Selfyssingar virtust heldur andlausir í fyrri hálfleik og vantaði kraft í þá. Þeir komu mun kraftmeiri í seinni hálfleikinn og unnu verðskuldaðann sjö marka sigur. „Það vantaði spirit í okkur. Varnarlega vorum við rosa mjúkir og ekki að hóta, við vorum að láta þá spila rosalega mikið meðfram okkur. Ég ætla ekki að taka það af Víking, þeir spiluðu fyrri hálfleikinn mjög vel og settu góða pressu. Sóknarlega vorum við ágætir, skorum 14 mörk en vorum ekki hundrað prósent í fyrri. Vorum að hlaupa illa hraðaupphlaup og seinni bylgju en breyttum í seinni og vorum fljótir að koma okkur í fjögurra marka forystu. Svo koma þessi sjö mörk í lokin.“ Halldór segir að það hafi vantað upp og varnarleikinn hjá þeim í fyrri hálfleik sem þeir fóru yfir í hálfleiknum og löguðu í þeim seinni. „Við vorum að spila langt undir pari varnarlega í fyrri hálfleik og við þurftum að fara aðeins yfir það. Við vorum að hlaupa of mikið og hafa áhyggjur af alltof mörgum hlutum og vorum bara að vinna okkar vinnu ekki nægilega vel. Við fórum vel yfir það og svo voru ákveðnir þættir sóknarlega sem að við vildum gera betur. Fyrst og fremst komum við miklu öflugri sem lið inn í seinni hálfleikinn og það gerir það af verkum að við vinnum þennan leik með sjö mörkum.“ Í næstu umferð tekur Selfoss á móti ÍBV og vill Halldór að þeir haldi standard og eigi góðan leik. „Að við spilum góðan leik. Við erum með gott lið og ég vill að við höldum standard og að það séu ekki miklar sveilfur í leik okkar. Ef við spilum góðan leik þá eigum við fína möguleika á móti ÍBV. Þeir eru með sterkt lið en ef við erum ekki á okkar besta degi þá verður það mjög erfitt.“
UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á Selfyssingar geta komið sér nær því að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með sigri gegn föllnum Víkingum. 27. mars 2022 17:15 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á Selfyssingar geta komið sér nær því að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með sigri gegn föllnum Víkingum. 27. mars 2022 17:15