Bjartsýnn á að gömlu góðu tímarnir komi aftur á nýja heimavellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 15:45 Sigurður Hrannar Björnsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, Jannik Pohl, nýr leikmaður Fram, og Jón Þórir Sveinsson, þjálfari liðsins. stöð 2 sport Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, kveðst ánægður með að hafa krækt í danska framherjann Jannik Pohl en segir að Frammarar þurfi að styrkja sig frekar fyrir átökin í Bestu deild karla. Þeir leika í fyrsta sinn í efstu deild í sumar eftir tæplega áratugar fjarveru. Pohl var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Safamýrinni í dag. Hann lék síðast með Horsens í heimalandinu. Hann hefur einnig leikið í hollensku úrvalsdeildinni. „Með þessari undirskrift erum við að styrkja liðið. Við erum að fá leikmann með mikla reynslu úr dönsku og hollensku úrvalsdeildunum. Við teljum að þetta sé klárlega góð styrking,“ sagði Jón í samtali við Guðjón Guðmundsson eftir blaðamannafundinn. Að sögn Jóns ætlar Fram að sækja fleiri leikmenn áður en tímabilið hefst. „Ég reikna með að við þurfum að bæta einhverjum leikmönnum við okkur. Við höfum verið að leita og reyna en markaðurinn er eins og hann er. Við höfum ekki endilega þurft að stækka hópinn, sem er nokkuð stór og þar var mikil samkeppni um stöður í fyrra, en við viljum bæta við okkur leikmönnum sem við teljum að séu af Bestu deildar gæðum,“ sagði Jón en Fram vann Lengjudeildina með miklum yfirburðum í fyrra og setti nýtt stigamet. Jón segir að Fram hafi gert fína hluti á félagaskiptamarkaðnum á síðustu árum og vonar að það haldi áfram. „Okkur hefur gengið nokkuð vel á þessum markaði undanfarin ár. Við höfum bætt við okkur á hverju ári og það hefur passað vel fyrir okkur, liðið og hópinn. Við höfum líka reynt að horfa til þess að þetta séu ekki bara leikmenn sem eru góðir í fótbolta heldur falli vel inn í umhverfið hérna,“ sagði Jón. Klippa: Viðtal við þjálfara Fram Fram stendur nú í flutningum upp í Úlfarsárdal og Jón segir að það verði mikil lyftistöng fyrir félagið. „Það sameinar félagið. Við erum búnir að vera á tveimur stöðum og það er erfitt. Við fáum þarna alvöru aðstöðu með flottum heimavelli. Það var reyndar gæfuspor fyrir okkur að spila í Safamýri en við fáum enn betri heimavöll með flottari umgjörð upp í Úlfarsárdal. Þannig að það er mikil tilhlökkun að byrja þar og reyna að fá fólkið í hverfinu á völlinn og gera það að Frömmurum,“ sagði Jón. Hann var lykilmaður hjá Fram á gullaldarárum félagsins á 9. áratug síðustu aldar. Jón segir að Fram geti komist aftur á þann stall. „Jájá, klárlega. Það mun gerast á næstu árum en tekur tíma. Við erum í uppbyggingarfasa og gerum ekki stórar og miklar breytingar fyrir þetta tímabil. Við þurfum að horfa aðeins lengra fram til að komast þangað en það er klárlega eitthvað sem félag eins og Fram á að stefna á,“ sagði Jón. Viðtalið við Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram Sportpakkinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Pohl var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Safamýrinni í dag. Hann lék síðast með Horsens í heimalandinu. Hann hefur einnig leikið í hollensku úrvalsdeildinni. „Með þessari undirskrift erum við að styrkja liðið. Við erum að fá leikmann með mikla reynslu úr dönsku og hollensku úrvalsdeildunum. Við teljum að þetta sé klárlega góð styrking,“ sagði Jón í samtali við Guðjón Guðmundsson eftir blaðamannafundinn. Að sögn Jóns ætlar Fram að sækja fleiri leikmenn áður en tímabilið hefst. „Ég reikna með að við þurfum að bæta einhverjum leikmönnum við okkur. Við höfum verið að leita og reyna en markaðurinn er eins og hann er. Við höfum ekki endilega þurft að stækka hópinn, sem er nokkuð stór og þar var mikil samkeppni um stöður í fyrra, en við viljum bæta við okkur leikmönnum sem við teljum að séu af Bestu deildar gæðum,“ sagði Jón en Fram vann Lengjudeildina með miklum yfirburðum í fyrra og setti nýtt stigamet. Jón segir að Fram hafi gert fína hluti á félagaskiptamarkaðnum á síðustu árum og vonar að það haldi áfram. „Okkur hefur gengið nokkuð vel á þessum markaði undanfarin ár. Við höfum bætt við okkur á hverju ári og það hefur passað vel fyrir okkur, liðið og hópinn. Við höfum líka reynt að horfa til þess að þetta séu ekki bara leikmenn sem eru góðir í fótbolta heldur falli vel inn í umhverfið hérna,“ sagði Jón. Klippa: Viðtal við þjálfara Fram Fram stendur nú í flutningum upp í Úlfarsárdal og Jón segir að það verði mikil lyftistöng fyrir félagið. „Það sameinar félagið. Við erum búnir að vera á tveimur stöðum og það er erfitt. Við fáum þarna alvöru aðstöðu með flottum heimavelli. Það var reyndar gæfuspor fyrir okkur að spila í Safamýri en við fáum enn betri heimavöll með flottari umgjörð upp í Úlfarsárdal. Þannig að það er mikil tilhlökkun að byrja þar og reyna að fá fólkið í hverfinu á völlinn og gera það að Frömmurum,“ sagði Jón. Hann var lykilmaður hjá Fram á gullaldarárum félagsins á 9. áratug síðustu aldar. Jón segir að Fram geti komist aftur á þann stall. „Jájá, klárlega. Það mun gerast á næstu árum en tekur tíma. Við erum í uppbyggingarfasa og gerum ekki stórar og miklar breytingar fyrir þetta tímabil. Við þurfum að horfa aðeins lengra fram til að komast þangað en það er klárlega eitthvað sem félag eins og Fram á að stefna á,“ sagði Jón. Viðtalið við Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fram Sportpakkinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann