Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. mars 2022 07:01 Krafa um einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess, heyrir í raun til algerra undantekninga í dag enda má nánast telja á fingrum annarra handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem flestir eru væntanlega sammála um að skipta okkur Íslendinga mjög miklu máli. Þess í stað fer vægi ríkjanna við ákvarðanir innan sambandsins í langflestum tilfellum fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra eins og lesa má um á vefsíðu þess. Með hverjum nýjum sáttmála Evrópusambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf sambandsins, var það gert í um 40 málaflokkum á einu bretti. Þetta hafa ríki Evrópusambandsins ítrekað samþykkt að lokum þrátt fyrir sum þeirra hafi í fyrstu lagzt gegn því. Einkum þau fámennari. Mikill þrýstingur er innan sambandsins á það að áfram verði haldið á þessari braut og einróma samþykki afnumið enn frekar. Stærstu ríkin ráða ferðinni Langflestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins eru háðar því að 55% ríkjanna standi að baki þeim með 65% íbúa sambandsins en fjögur stærstu ríki Evrópusambandsins, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, hafa 58% íbúanna á bak við sig. Jafnvel þó öll hin ríkin 23 tækju sig saman þyrfti þau engu að síður í langflestum tilfellum tvö af stærstu ríkjunum fjórum í lið með sér til þess að hægt væri að taka ákvarðanir. Til samanburðar væri Ísland langfámennasta ríkið innan sambandsins með 0,08% íbúafjöldans. Hins vegar skiptir ekki síður máli að einungis þarf fjögur ríki til þess að hindra ákvarðanatöku í ráðherraráðinu svo framarlega að þau hafi yfir 35% íbúafjöldans innan Evrópusambandsins á bak við sig. Með öðrum orðum geta stærstu ríkin fjögur stöðvað hvaða mál sem er í ráðinu fyrir utan þau fáu tilfelli þar sem enn er krafizt einróma samþykkis og þar sem einfaldur meirihluti gildir. Raunar nægir Þýzkalandi og Frakklandi nánast hvaða tvö ríki sem eru þar sem þau vantar einungis um 1,6% til þess að ná yfir 35% íbúafjöldans. Væri ekki fulltrúi Íslands Viðmiðið er að sama skapi fyrst og fremst íbúafjöldi ríkjanna í tilfelli þings Evrópusambandsins. Þannig hefur Þýzkaland 96 þingmenn af um 700 en til samanburðar hefði Ísland sex þingmenn innan þess. Þar er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldlega meirihlutinn. Ljóst er að vægi Íslands yrði dropi í hafið við slíkar aðstæður og margfalt minna en fámennasti þingflokkurinn hefur á Alþingi. Við þetta bætist að þingmennirnir myndu ólíklega eiga samstarf þar sem að þeir myndu dreifast á ólíka þingflokka. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni eins og sumir hafa fullyrt að væri raunin. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í 3. tölulið, 17. greinar Lissabon-sáttmálans (TEU) að þeim sé með öllu óheimilt að fylgja fyrirmælum frá ríkisstjórnum ríkjanna. Með öðrum orðum er deginum ljósara að þó Íslendingur sæti í framkvæmdastjórninni, tilnefndur af hérlendum stjórnvöldum, gæti hann ekki á nokkurn hátt talizt fulltrúi íslenzkra hagsmuna. Sitja ekki við sama borð Fjölmennustu ríki Evrópusambandsins eru þannig bæði í lykil- og yfirburðastöðu þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þess. Bæði varðandi það að samþykkja mál og að hindra samþykkt þeirra. Við þetta bætist að fulltrúar stærstu ríkjanna samræma iðulega áherzlur sínar fyrir afgreiðslu mála innan sambandsins. Enginn skortur er á því að fámennari ríki, en þó margfalt fjölmennari en Ísland, hafi orðið undir í ráðherraráðinu og þar með talið í stórum hagsmunamálum fyrir þau. Til að mynda í sjávarútvegsmálum. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið kann að hljóma vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur Evrópusambandssinna breyttist fyrir um 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í sambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Krafa um einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess, heyrir í raun til algerra undantekninga í dag enda má nánast telja á fingrum annarra handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem flestir eru væntanlega sammála um að skipta okkur Íslendinga mjög miklu máli. Þess í stað fer vægi ríkjanna við ákvarðanir innan sambandsins í langflestum tilfellum fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra eins og lesa má um á vefsíðu þess. Með hverjum nýjum sáttmála Evrópusambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf sambandsins, var það gert í um 40 málaflokkum á einu bretti. Þetta hafa ríki Evrópusambandsins ítrekað samþykkt að lokum þrátt fyrir sum þeirra hafi í fyrstu lagzt gegn því. Einkum þau fámennari. Mikill þrýstingur er innan sambandsins á það að áfram verði haldið á þessari braut og einróma samþykki afnumið enn frekar. Stærstu ríkin ráða ferðinni Langflestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins eru háðar því að 55% ríkjanna standi að baki þeim með 65% íbúa sambandsins en fjögur stærstu ríki Evrópusambandsins, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, hafa 58% íbúanna á bak við sig. Jafnvel þó öll hin ríkin 23 tækju sig saman þyrfti þau engu að síður í langflestum tilfellum tvö af stærstu ríkjunum fjórum í lið með sér til þess að hægt væri að taka ákvarðanir. Til samanburðar væri Ísland langfámennasta ríkið innan sambandsins með 0,08% íbúafjöldans. Hins vegar skiptir ekki síður máli að einungis þarf fjögur ríki til þess að hindra ákvarðanatöku í ráðherraráðinu svo framarlega að þau hafi yfir 35% íbúafjöldans innan Evrópusambandsins á bak við sig. Með öðrum orðum geta stærstu ríkin fjögur stöðvað hvaða mál sem er í ráðinu fyrir utan þau fáu tilfelli þar sem enn er krafizt einróma samþykkis og þar sem einfaldur meirihluti gildir. Raunar nægir Þýzkalandi og Frakklandi nánast hvaða tvö ríki sem eru þar sem þau vantar einungis um 1,6% til þess að ná yfir 35% íbúafjöldans. Væri ekki fulltrúi Íslands Viðmiðið er að sama skapi fyrst og fremst íbúafjöldi ríkjanna í tilfelli þings Evrópusambandsins. Þannig hefur Þýzkaland 96 þingmenn af um 700 en til samanburðar hefði Ísland sex þingmenn innan þess. Þar er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldlega meirihlutinn. Ljóst er að vægi Íslands yrði dropi í hafið við slíkar aðstæður og margfalt minna en fámennasti þingflokkurinn hefur á Alþingi. Við þetta bætist að þingmennirnir myndu ólíklega eiga samstarf þar sem að þeir myndu dreifast á ólíka þingflokka. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni eins og sumir hafa fullyrt að væri raunin. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í 3. tölulið, 17. greinar Lissabon-sáttmálans (TEU) að þeim sé með öllu óheimilt að fylgja fyrirmælum frá ríkisstjórnum ríkjanna. Með öðrum orðum er deginum ljósara að þó Íslendingur sæti í framkvæmdastjórninni, tilnefndur af hérlendum stjórnvöldum, gæti hann ekki á nokkurn hátt talizt fulltrúi íslenzkra hagsmuna. Sitja ekki við sama borð Fjölmennustu ríki Evrópusambandsins eru þannig bæði í lykil- og yfirburðastöðu þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þess. Bæði varðandi það að samþykkja mál og að hindra samþykkt þeirra. Við þetta bætist að fulltrúar stærstu ríkjanna samræma iðulega áherzlur sínar fyrir afgreiðslu mála innan sambandsins. Enginn skortur er á því að fámennari ríki, en þó margfalt fjölmennari en Ísland, hafi orðið undir í ráðherraráðinu og þar með talið í stórum hagsmunamálum fyrir þau. Til að mynda í sjávarútvegsmálum. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið kann að hljóma vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur Evrópusambandssinna breyttist fyrir um 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í sambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar