Tiger lék á Augusta og gæti snúið aftur á Masters í næstu viku Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 09:31 Tiger Woods kann afar vel við sig á Augusta-vellinum en þar mun hann hafa tekið æfingahring í gær. Getty Það ríkir spenna og eftirvænting í golfheiminum eftir að það sást til Tigers Woods klára 18 holur á Augusta-vellinum þar sem Masters risamótið hefst í næstu viku. Hinn 46 ára gamli Tiger, sem svo lengi var efsti maður heimslistans í golfi, hefur verið að jafna sig af meiðslum í fæti eftir bílslysið sem hann lenti í fyrir 14 mánuðum. Samkvæmt bandarískum miðlum mætti Tiger á Augusta-völlinn í gær og lék 18 holur en með honum í för voru Charlie sonur hans og PGA-kylfingurinn Justin Thomas. Svo virðist sem að hann hafi viljað taka æfingahring með Thomas, sem er náinn vinur Woods-fjölskyldunnar, til að sjá hvort að hann réði við það að taka þátt á mótinu. „Hann lék allar holurnar. Mér fannst hann líta vel út,“ sagði heimildamaður ESPN. Tiger er á blaði yfir þá 91 kylfinga sem skráðir eru vegna Masters í næstu viku en hann hefur unnið mótið fimm sinnum, síðast árið 2019. Það verður svo að koma í ljós hvort að hann nýtir sér það. Hann hefur alls unnið 15 risamót á ferlinum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Bílslys Tigers Woods Masters-mótið Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Tiger, sem svo lengi var efsti maður heimslistans í golfi, hefur verið að jafna sig af meiðslum í fæti eftir bílslysið sem hann lenti í fyrir 14 mánuðum. Samkvæmt bandarískum miðlum mætti Tiger á Augusta-völlinn í gær og lék 18 holur en með honum í för voru Charlie sonur hans og PGA-kylfingurinn Justin Thomas. Svo virðist sem að hann hafi viljað taka æfingahring með Thomas, sem er náinn vinur Woods-fjölskyldunnar, til að sjá hvort að hann réði við það að taka þátt á mótinu. „Hann lék allar holurnar. Mér fannst hann líta vel út,“ sagði heimildamaður ESPN. Tiger er á blaði yfir þá 91 kylfinga sem skráðir eru vegna Masters í næstu viku en hann hefur unnið mótið fimm sinnum, síðast árið 2019. Það verður svo að koma í ljós hvort að hann nýtir sér það. Hann hefur alls unnið 15 risamót á ferlinum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Bílslys Tigers Woods Masters-mótið Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira