Opna Sirkus á ný Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 1. apríl 2022 23:01 Einn vinsælasti veitingastaður og bar Reykjavíkur til margra ára, Sirkus, hefur snúið aftur eftir fimmtán ára hlé. Skemmtistaðurinn Sirkus opnaði á ný í Reykjavík í kvöld en hann hefur ekki verið starfræktur þar í fimmtán ár. Í millitíðinni var staðurinn til húsa hjá frændum okkar í Færeyjum og um skamman tíma á Seyðisfirði. Sirkus opnar nú á nýjum stað við Lækjargötu en hann var áður á Klapparstíg, líkt og flestir reykvískir djammarar í flokknum 35 ára og eldri muna. Fréttastofa kíkti við á Sirkus í kvöldfréttum þar sem útvaldir voru komnir saman í opnunarpartí. Fréttamaður rakst þar á Jóel Briem sem stendur að opnun staðarins ásamt Guðfinni Karlssyni eða Finna á Prikinu líkt og hann er oft kallaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Jóel Briem annar eigandi Sirkus.Vísir/Egill Jóel segir rétta tímann vera nú til að opna Sirkus á ný og að fullkomið húsnæði hafi fundist undir starfsemina. „Við erum bara rosalega glöð,“ segir hann. Hann segir að um sama gamla Sirkus sé að ræða en þó hafi staðurinn þróast aðeins. Í þetta skiptið verður einnig boðið upp á indverskan mat og í kjallaranum er aðstaða til að kasta pílum og leika ballskák. Almenningi var hleypt inn á endurlífgaðan Sirkus klukkan sjö í kvöld og tónlist verður spiluð og bjórum dælt til klukkan þrjú í nótt. Plötusnúðurinn KGB þeytir skífum og óhætt er að gera ráð fyrir að fólk komi til með að skemmta sér vel fram á rauða nótt. „Það verður bara rosalegt stuð held ég og vonandi koma bara sem flestir,“ segir Jóel að lokum. Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Skemmtistaðurinn Sirkus opnaði á ný í Reykjavík í kvöld en hann hefur ekki verið starfræktur þar í fimmtán ár. Í millitíðinni var staðurinn til húsa hjá frændum okkar í Færeyjum og um skamman tíma á Seyðisfirði. Sirkus opnar nú á nýjum stað við Lækjargötu en hann var áður á Klapparstíg, líkt og flestir reykvískir djammarar í flokknum 35 ára og eldri muna. Fréttastofa kíkti við á Sirkus í kvöldfréttum þar sem útvaldir voru komnir saman í opnunarpartí. Fréttamaður rakst þar á Jóel Briem sem stendur að opnun staðarins ásamt Guðfinni Karlssyni eða Finna á Prikinu líkt og hann er oft kallaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Jóel Briem annar eigandi Sirkus.Vísir/Egill Jóel segir rétta tímann vera nú til að opna Sirkus á ný og að fullkomið húsnæði hafi fundist undir starfsemina. „Við erum bara rosalega glöð,“ segir hann. Hann segir að um sama gamla Sirkus sé að ræða en þó hafi staðurinn þróast aðeins. Í þetta skiptið verður einnig boðið upp á indverskan mat og í kjallaranum er aðstaða til að kasta pílum og leika ballskák. Almenningi var hleypt inn á endurlífgaðan Sirkus klukkan sjö í kvöld og tónlist verður spiluð og bjórum dælt til klukkan þrjú í nótt. Plötusnúðurinn KGB þeytir skífum og óhætt er að gera ráð fyrir að fólk komi til með að skemmta sér vel fram á rauða nótt. „Það verður bara rosalegt stuð held ég og vonandi koma bara sem flestir,“ segir Jóel að lokum.
Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira