Vara við fuglaflensu sem berist líklega til landsins með vorinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2022 10:48 Fuglaflensan mun líklega berast hingað til lands með farfuglum í vor. Getty Ekkert lát er á útbreiðslu skæðrar fuglaflensu í Evrópu, bæði í alifuglum og villtum fuglum. Sérstakar reglur um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að flensan berist í íslenska fugla hafa verið setttar í gildi. Samkvæmt nýjum reglum þurfa fuglaeigendur að gæta sérstakra sóttvarna til að fyrirbyggja að fuglaflensuveirur berist í fuglana þeirra úr villtum fuglum. Mörg tilfelli af fuglaflensu, í flestum tilfellum H5N1 afbrigði veirunnar, hafa verið á svæðum þar sem íslenskir farfuglr hafa vetursetu eða fara um á leið sinni til landsins. Fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun að nær öruggt sé að farfuglar beri veiruna með sér til landsins í ár. Rannsóknir á dauða svartbaka í Austur-Kanada í lok síðasta árs sýndu fram á að skæðar fuglaflensuveirur bárust með villtum fulum þangað frá Evrópu í fyrrasumar eða haust, líklegast með farfuglum sem komu við á Íslandi og Grænlandi. Gera má ráð fyrir að þetta endurtaki sig í ár og er því mikilvægt að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. Þá þurfi að muna hina þrjá mikilvægu þættina í sóttvörnum: Aðskilnað, þrif og sótthreinsun. Það feli einna helst í sér aðskilnað villtra fugla frá fuglum í haldi, til dæmis með því að hafa fuglana inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum og tryggja að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Þá er almenningur hvattur til að tilkynna dauða villtra fugla ef ekki er augljóst að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að gera það með því að skrá ábendingu á heimasíðu MAST. Öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla, er skylt að fylgja eftirfarandi reglum: 1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi. Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglum þurfa fuglaeigendur að gæta sérstakra sóttvarna til að fyrirbyggja að fuglaflensuveirur berist í fuglana þeirra úr villtum fuglum. Mörg tilfelli af fuglaflensu, í flestum tilfellum H5N1 afbrigði veirunnar, hafa verið á svæðum þar sem íslenskir farfuglr hafa vetursetu eða fara um á leið sinni til landsins. Fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun að nær öruggt sé að farfuglar beri veiruna með sér til landsins í ár. Rannsóknir á dauða svartbaka í Austur-Kanada í lok síðasta árs sýndu fram á að skæðar fuglaflensuveirur bárust með villtum fulum þangað frá Evrópu í fyrrasumar eða haust, líklegast með farfuglum sem komu við á Íslandi og Grænlandi. Gera má ráð fyrir að þetta endurtaki sig í ár og er því mikilvægt að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. Þá þurfi að muna hina þrjá mikilvægu þættina í sóttvörnum: Aðskilnað, þrif og sótthreinsun. Það feli einna helst í sér aðskilnað villtra fugla frá fuglum í haldi, til dæmis með því að hafa fuglana inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum og tryggja að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Þá er almenningur hvattur til að tilkynna dauða villtra fugla ef ekki er augljóst að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að gera það með því að skrá ábendingu á heimasíðu MAST. Öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla, er skylt að fylgja eftirfarandi reglum: 1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi.
1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi.
Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira