Stigamet Durant dugði ekki til gegn Hawks Atli Arason skrifar 3. apríl 2022 09:30 Kevin Durant gerði 55 stig er Brooklyn Nets tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt. Al Bello/Getty Images Það voru fimm leikir í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kevin Durant setti nýtt persónulegt stigamet sem var þó ekki nóg þegar Brooklyn Nets tapaði gegn Atlanta Hawks. Brooklyn Nets 115 – 122 Atlanta Hawks Kevin Durant hefur átt marga stórleiki í NBA en aldrei áður hefur hann skorað 55 stig líkt hann gerði í þessum leik. Durant gerði átta þriggja stiga körfur sem er líka persónulegt met hjá honum. Það dugði þó ekki til þar sem Nets tapaði leiknum með sjö stigum. Trae Young átti góðan leik fyrir Hawks með 36 stig, tíu stoðsendingar og sex fráköst. Með ósigrinum er endanlega ljóst að Nets þarf að fara í gegnum undankeppni til að vera með í úrslitakeppninni en liðið er í tíunda sæti austurdeildar. Hawks er í áttunda sæti, einum sigri á undan Nets og liðið á enn þá veika von um að tryggja sér beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni. Cleveland Cavaliers 119 – 101 New York Knicks Knicks komust aldrei yfir á heimavelli í 18 stiga tapi gegn Cavaliers. Darius Garland var stigahæstur með 22 stig en Garland gaf einnig 13 stoðsendingar. Obi Toppin gerði flest stig fyrir Knicks, alls 20 stig. Cleveland er í sjöunda sæti austurdeildarinnar sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar. Cavaliers eru þó einungis tveimur sigrum á eftir Bulls í sjötta sæti en efstu sex sætin fara beint í úrslitakeppnina. New York Knicks er í 12 sæti sömu deildar og mun liðið ekki vera með í úrslitakeppninni í ár. Miami Heat 127 – 109 Chicago Bulls Heat vann alla fjóra leikhlutana gegn Bulls til þess að styrkja stöðu sína í efsta sæti austurdeildarinnar. Heat er nú með tvo sigurleiki á NBA meistara Bucks sem eru í öðru sæti. Bulls eru í sjötta sæti austursins og gætu þurft tvo sigurleiki í viðbót til að gulltryggja sæti sitt í efstu deild. Jimmy Butler var stigahæsti leikmaður Heat með 22 stig, sex stoðsendingar og sjö fráköst en Zach LaVine, leikmaður Bulls, var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig. Charlotte Hornets 114 – 144 Philadelphia 76ers Öflug frammistaða í síðari hálfleik skilaði 76ers 30 stiga sigri á Hornets. Sjö leikmenn heimamanna í Sixers enduðu í tveggja stafa tölu í stigaskori en Joel Embiid var besti leikmaður vallarins með 29 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Miles Bridges var stigahæstur hjá Hornets með 20 stig. 76ers er í fjórða sæti austurdeildar og með sigri á Cleveland Cavaliers í næsta leik gulltryggir 76ers sæti sitt í úrslitakeppninni. Hornets er í níunda sæti austurdeildar þegar 4 leikir eru eftir af deildarkeppninni. Utah Jazz 107 – 111 Golden State Warriors Warriors tókst að koma til baka eftir að hafa verið 21 stigi undir gegn Jazz og sigruðu leikinn að lokum með fjórum stigum. Með sigrinum hefur Warrios gulltryggt sæti sitt í úrslitakeppninni en liðið er nú í þriðja sæti vesturdeildar. Jazz er í fimmta sæti vestursins, þremur sigurleikjum á eftir Warriors. Jazz þarf a.m.k. tvo sigurleiki til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Donovan Mitchell og Mike Conley gerðu báðir 26 fyrir Jazz en Klay Thompson, leikmaður Warriors, var stigahæstur allra með 36 stig. NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Brooklyn Nets 115 – 122 Atlanta Hawks Kevin Durant hefur átt marga stórleiki í NBA en aldrei áður hefur hann skorað 55 stig líkt hann gerði í þessum leik. Durant gerði átta þriggja stiga körfur sem er líka persónulegt met hjá honum. Það dugði þó ekki til þar sem Nets tapaði leiknum með sjö stigum. Trae Young átti góðan leik fyrir Hawks með 36 stig, tíu stoðsendingar og sex fráköst. Með ósigrinum er endanlega ljóst að Nets þarf að fara í gegnum undankeppni til að vera með í úrslitakeppninni en liðið er í tíunda sæti austurdeildar. Hawks er í áttunda sæti, einum sigri á undan Nets og liðið á enn þá veika von um að tryggja sér beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni. Cleveland Cavaliers 119 – 101 New York Knicks Knicks komust aldrei yfir á heimavelli í 18 stiga tapi gegn Cavaliers. Darius Garland var stigahæstur með 22 stig en Garland gaf einnig 13 stoðsendingar. Obi Toppin gerði flest stig fyrir Knicks, alls 20 stig. Cleveland er í sjöunda sæti austurdeildarinnar sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar. Cavaliers eru þó einungis tveimur sigrum á eftir Bulls í sjötta sæti en efstu sex sætin fara beint í úrslitakeppnina. New York Knicks er í 12 sæti sömu deildar og mun liðið ekki vera með í úrslitakeppninni í ár. Miami Heat 127 – 109 Chicago Bulls Heat vann alla fjóra leikhlutana gegn Bulls til þess að styrkja stöðu sína í efsta sæti austurdeildarinnar. Heat er nú með tvo sigurleiki á NBA meistara Bucks sem eru í öðru sæti. Bulls eru í sjötta sæti austursins og gætu þurft tvo sigurleiki í viðbót til að gulltryggja sæti sitt í efstu deild. Jimmy Butler var stigahæsti leikmaður Heat með 22 stig, sex stoðsendingar og sjö fráköst en Zach LaVine, leikmaður Bulls, var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig. Charlotte Hornets 114 – 144 Philadelphia 76ers Öflug frammistaða í síðari hálfleik skilaði 76ers 30 stiga sigri á Hornets. Sjö leikmenn heimamanna í Sixers enduðu í tveggja stafa tölu í stigaskori en Joel Embiid var besti leikmaður vallarins með 29 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Miles Bridges var stigahæstur hjá Hornets með 20 stig. 76ers er í fjórða sæti austurdeildar og með sigri á Cleveland Cavaliers í næsta leik gulltryggir 76ers sæti sitt í úrslitakeppninni. Hornets er í níunda sæti austurdeildar þegar 4 leikir eru eftir af deildarkeppninni. Utah Jazz 107 – 111 Golden State Warriors Warriors tókst að koma til baka eftir að hafa verið 21 stigi undir gegn Jazz og sigruðu leikinn að lokum með fjórum stigum. Með sigrinum hefur Warrios gulltryggt sæti sitt í úrslitakeppninni en liðið er nú í þriðja sæti vesturdeildar. Jazz er í fimmta sæti vestursins, þremur sigurleikjum á eftir Warriors. Jazz þarf a.m.k. tvo sigurleiki til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Donovan Mitchell og Mike Conley gerðu báðir 26 fyrir Jazz en Klay Thompson, leikmaður Warriors, var stigahæstur allra með 36 stig.
NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira