Vucic sækist eftir endurkjöri og lofar friði og stöðugleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 12:26 Aleksander Vucic sækist eftir endurkjöri í foretakosningum í Serbíu. Serbar ganga til kosninga í dag, bæði í forseta- og þingkosningum. Getty/Pierre Crom Serbar ganga til kosninga í dag en verið er að kjósa bæði forseta og nýtt þing. Aleksandar Vucic forseti og flokkur hans Framfaraflokkurinn sækjast eftir endurkjöri gegn stjórnarandstöðunni sem heitið hefur því að berjast gegn spillingu og tryggja framgang loftslagsmála hjá stjórnvöldum. Vucic hefur setið á forsetastóli í fimm ár og sækist nú eftir endurkjöri. Hann hefur lofað serbneskum kjósendum friði og stöðugleika í skugga stríðs Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur vakið óhug meðal serbnesks almennings og nú ýtt á stjórnvöld að velja milli vestursins, að ganga til liðs við Evrópusambandið, eða halda í tengslin við Rússland. Kjörstaðir opnuðu klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma og loka klukkan sex í kvöld. Útgönguspár benda til að Vucic, sem er mikill íhaldsmaður, muni bera sigur úr bítum í kapphlaupinu við Zdravko Ponos, fyrrverandi herforingja sem býður sig fram fyrir miðjuflokkinn Bandalag til Sigurs, sem styður inngöngu í Evrópusambandið. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Faktor Plus, sem birtist í dagblaðinu Blic daily á miðvikudag, mun Framfaraflokkurinn sigra með 53,6 prósent atkvæða. Bandalag til Sigurs kemur næst á eftir með 13,7 prósent atkvvæða og stjórnarflokkur Sósíalista, sem hafa verið í ríkisstjórn með Framfaraflokknum, koma næstir með 10,2 prósent atkvæða. Þar á eftir koma Græningjar með 4,7 prósent. Aðrir flokkar ná ekki inn þingmanni en lágmarkið er 3 prósent atkvæða til að fá inn mann. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í þingkosningum árið 2020 sem fóru svo að Framfaraflokkurinn og samstarfsflokkar hans fengu 188 sæti af 250 þingsætum. Stríðið í Úkraínu hefur haft veruleg áhrif á Serbíu, sem hefur náin tengsl við Rússland. Serbía er enn að ná sér eftir Balkanstríðin og einangrunina sem fylgdi þeim á tíunda áratugi síðustu aldar. Serbar stóla mjög á jarðgasinnflutning frá Rússlandi og serbneski herinn hefur náin bönd við þann rússneska. Þá styðja yfirvöld í Rússlandi fast við bakið á yfirvöldum í Belgrad hvað varðar sjálfstæðistilburði Kósovó, ríkis eða héraðs suður af Serbíu. Serbía hefur stutt tvær ályktanir Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland var fordæmt fyrir innrásina í Úkraínu en hefur neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Serbía Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Vucic hefur setið á forsetastóli í fimm ár og sækist nú eftir endurkjöri. Hann hefur lofað serbneskum kjósendum friði og stöðugleika í skugga stríðs Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur vakið óhug meðal serbnesks almennings og nú ýtt á stjórnvöld að velja milli vestursins, að ganga til liðs við Evrópusambandið, eða halda í tengslin við Rússland. Kjörstaðir opnuðu klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma og loka klukkan sex í kvöld. Útgönguspár benda til að Vucic, sem er mikill íhaldsmaður, muni bera sigur úr bítum í kapphlaupinu við Zdravko Ponos, fyrrverandi herforingja sem býður sig fram fyrir miðjuflokkinn Bandalag til Sigurs, sem styður inngöngu í Evrópusambandið. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Faktor Plus, sem birtist í dagblaðinu Blic daily á miðvikudag, mun Framfaraflokkurinn sigra með 53,6 prósent atkvæða. Bandalag til Sigurs kemur næst á eftir með 13,7 prósent atkvvæða og stjórnarflokkur Sósíalista, sem hafa verið í ríkisstjórn með Framfaraflokknum, koma næstir með 10,2 prósent atkvæða. Þar á eftir koma Græningjar með 4,7 prósent. Aðrir flokkar ná ekki inn þingmanni en lágmarkið er 3 prósent atkvæða til að fá inn mann. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í þingkosningum árið 2020 sem fóru svo að Framfaraflokkurinn og samstarfsflokkar hans fengu 188 sæti af 250 þingsætum. Stríðið í Úkraínu hefur haft veruleg áhrif á Serbíu, sem hefur náin tengsl við Rússland. Serbía er enn að ná sér eftir Balkanstríðin og einangrunina sem fylgdi þeim á tíunda áratugi síðustu aldar. Serbar stóla mjög á jarðgasinnflutning frá Rússlandi og serbneski herinn hefur náin bönd við þann rússneska. Þá styðja yfirvöld í Rússlandi fast við bakið á yfirvöldum í Belgrad hvað varðar sjálfstæðistilburði Kósovó, ríkis eða héraðs suður af Serbíu. Serbía hefur stutt tvær ályktanir Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland var fordæmt fyrir innrásina í Úkraínu en hefur neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi.
Serbía Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira