Óttast að umfjöllun hræði verðandi foreldra Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2022 11:54 Sigurður Guðjónsson, þvagfæraskurðlæknir. Samsett Skurðlæknir segir óvægna umræðu í kjölfar Kveiksþáttar um konu sem örkumlaðist við fæðingu skaðlega og geti fælt konur frá því að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Honum sárnar útreiðin sem heilbrigðisstarfsfólk hafi þurft að þola. Verkferlar verði að ráða för í kerfinu, ekki duttlungar einstaklinga. Grein eftir Sigurð Guðjónsson þvagfæraskurðlækni birtist á Vísi í gærkvöldi undir titlinum Ég styð ljósmæður. Greinin hefur hlotið mikla dreifingu en í henni gagnrýnir Sigurður meðal annars fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku, eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um mál konu sem örkumlaðist við fæðingu. Sigurður áréttar að læra eigi af slíkum tilfellum og hann finni mjög til með þeim konum sem í þeim hafi lent - en umfjöllun hafi verið einhliða og ófagleg. „Ég óttast það að þetta hræði verðandi foreldra mikið, svona umfjöllun. Og að koma hræddir inn í fæðingu er engum til góðs,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Gerendavæðing hættuleg þróun Þá hafi honum þótt aðkoma Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra, sem sagði sögu sína af erfiðri fæðingu í Kastljósi og taldi ekki hafa verið á sig hlustað, óviðeigandi. „Þá sárnar manni að svona sé komið fram við stéttir sem eru að reyna að hjálpa öðrum, gera fólk á einhvern hátt að gerendum og sjúklingar orðnir að þolendum. Sem mér finnst mjög hættuleg þróun.“ Rétt væri að benda á árangur þeirra 4000 fæðinga sem verða á Íslandi ár hvert og gæðasamanburð við önnur lönd í þeim efnum - sem komi vel út fyrir Ísland. „Ég held að verkferlar og fagleg vinnubrögð verði að stýra okkur í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki hægt að fara eftir öllum duttlungum einstaklinga,“ segir Sigurður. „Það þarf ekki að vera neinum að kenna þó að útkoman sé ekki sú besta í hvert skipti.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31 Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Grein eftir Sigurð Guðjónsson þvagfæraskurðlækni birtist á Vísi í gærkvöldi undir titlinum Ég styð ljósmæður. Greinin hefur hlotið mikla dreifingu en í henni gagnrýnir Sigurður meðal annars fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku, eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um mál konu sem örkumlaðist við fæðingu. Sigurður áréttar að læra eigi af slíkum tilfellum og hann finni mjög til með þeim konum sem í þeim hafi lent - en umfjöllun hafi verið einhliða og ófagleg. „Ég óttast það að þetta hræði verðandi foreldra mikið, svona umfjöllun. Og að koma hræddir inn í fæðingu er engum til góðs,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Gerendavæðing hættuleg þróun Þá hafi honum þótt aðkoma Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra, sem sagði sögu sína af erfiðri fæðingu í Kastljósi og taldi ekki hafa verið á sig hlustað, óviðeigandi. „Þá sárnar manni að svona sé komið fram við stéttir sem eru að reyna að hjálpa öðrum, gera fólk á einhvern hátt að gerendum og sjúklingar orðnir að þolendum. Sem mér finnst mjög hættuleg þróun.“ Rétt væri að benda á árangur þeirra 4000 fæðinga sem verða á Íslandi ár hvert og gæðasamanburð við önnur lönd í þeim efnum - sem komi vel út fyrir Ísland. „Ég held að verkferlar og fagleg vinnubrögð verði að stýra okkur í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki hægt að fara eftir öllum duttlungum einstaklinga,“ segir Sigurður. „Það þarf ekki að vera neinum að kenna þó að útkoman sé ekki sú besta í hvert skipti.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31 Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31
Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56