Danir náðu þessu loksins fjörutíu árum á eftir okkur Íslendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 10:30 Gabriel Iffe Lundberg skýtur á körfuna í fyrsta NBA leik sínum með Phoenix Suns sem var á móti liði Oklahoma City Thunder. AP/Kyle Phillips Danski körfuboltamaðurinn Gabriel Lundberg skrifaði danska körfuboltasögu um helgina þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Phoenix Suns. Með því varð Lundberg fyrsti danski körfuboltamaðurinn til að spila í NBA-deildinni. Atburðir í Úkraínu hjálpuðu til að gera draum Lundberg að veruleika. Lundberg hafði hætt að spila með rússneska liðinu CSKA Moskvu eftir innrásina í Úkraínu og var því laus allra mála þegar Phoenix Suns bauð honum samning. Dreams really CAN come true. But believe in it - you never know what can happen. pic.twitter.com/OsmxKAW45g— Gabriel Iffe Lundberg (@IffeLundberg) April 4, 2022 Gabriel er 27 ára gamall bakvörður sem var með 9,1 stig, 2,5 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í Rússlandi en hann hefur áður spilað í Póllandi og á Spáni. Hann var þarna að fá samning hjá besta liði NBA en Phoenix Suns er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni í vetur. Lundberg var búinn að vera ónotaður varamaður í nokkrum leikjum en kom inn á í síðasta leik Phoenix Suns á móti Oklahoma City Thunder þar sem hann spilaði í fjórar mínútur, klikkaði á báðum skotum sínum en gaf eina stoðsendingu. Lars Erik Hansen er fæddur í Kaupmannahöfn og spilaði í NBA á áttunda áratugnum. Hann er hins vegar kanadískur ríkisborgari og spilaði á sínum tíma fyrir kanadíska landsliðið. Christian Drejer var valinn af New Jersey Nets í nýliðavalinu árið 2014 en komst ekki að hjá liðinu og endaði hjá Barcelona. Lundberg er því að skrifa söguna á þessu tímabili. Danir voru því meira en fjórum áratugum á eftir okkur Íslendingum að eignast körfuboltamann í NBA. Pétur Karl Guðmundsson spilaði sinn fyrsta NBA-leik 8. nóvember 1981 eða fyrir meira en fjörutíu árum og fjórum mánuðum síðan. Það liðu réttir tæpir 485 mánuðir á milli þess að Pétur spilaði sinn fyrsta leik og fyrsti Daninn kom inn á í sínum fyrsta leik. Pétur lék þá fyrir Portland Trail Blazers á móti Denver Nuggets en tveimur dögum síðar skoraði hann sín fyrstu stig í NBA í leik á móti Dallas Mavericks. Alls lék Pétur 150 deildarleiki í NBA með Portland Trail Blazers (68), Los Angeles Lakers (8) og San Antonio Spurs (74) og svo fjórtán leiki í úrslitakeppni með Lakers (12) og Spurs (2). Pétur var með 4,6 stig og 3,8 fráköst að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjunum. Síðasti leikur Péturs í NBA var með San Antonio Spurs á móti Dallas Mavericks 27. desember 1988. Hann skoraði því fyrstu og síðustu stigin sín í deildinni á móti Dallas. Pétur varð að hætta að spila eftir þetta síðasta tímabil með Spurs vegna meiðsla. Iffe Lundberg had a lot of positive things to say about his new teammates on the Suns and their culture: pic.twitter.com/voRaVuTDMR— Gerald Bourguet (@GeraldBourguet) March 29, 2022 NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Með því varð Lundberg fyrsti danski körfuboltamaðurinn til að spila í NBA-deildinni. Atburðir í Úkraínu hjálpuðu til að gera draum Lundberg að veruleika. Lundberg hafði hætt að spila með rússneska liðinu CSKA Moskvu eftir innrásina í Úkraínu og var því laus allra mála þegar Phoenix Suns bauð honum samning. Dreams really CAN come true. But believe in it - you never know what can happen. pic.twitter.com/OsmxKAW45g— Gabriel Iffe Lundberg (@IffeLundberg) April 4, 2022 Gabriel er 27 ára gamall bakvörður sem var með 9,1 stig, 2,5 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í Rússlandi en hann hefur áður spilað í Póllandi og á Spáni. Hann var þarna að fá samning hjá besta liði NBA en Phoenix Suns er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni í vetur. Lundberg var búinn að vera ónotaður varamaður í nokkrum leikjum en kom inn á í síðasta leik Phoenix Suns á móti Oklahoma City Thunder þar sem hann spilaði í fjórar mínútur, klikkaði á báðum skotum sínum en gaf eina stoðsendingu. Lars Erik Hansen er fæddur í Kaupmannahöfn og spilaði í NBA á áttunda áratugnum. Hann er hins vegar kanadískur ríkisborgari og spilaði á sínum tíma fyrir kanadíska landsliðið. Christian Drejer var valinn af New Jersey Nets í nýliðavalinu árið 2014 en komst ekki að hjá liðinu og endaði hjá Barcelona. Lundberg er því að skrifa söguna á þessu tímabili. Danir voru því meira en fjórum áratugum á eftir okkur Íslendingum að eignast körfuboltamann í NBA. Pétur Karl Guðmundsson spilaði sinn fyrsta NBA-leik 8. nóvember 1981 eða fyrir meira en fjörutíu árum og fjórum mánuðum síðan. Það liðu réttir tæpir 485 mánuðir á milli þess að Pétur spilaði sinn fyrsta leik og fyrsti Daninn kom inn á í sínum fyrsta leik. Pétur lék þá fyrir Portland Trail Blazers á móti Denver Nuggets en tveimur dögum síðar skoraði hann sín fyrstu stig í NBA í leik á móti Dallas Mavericks. Alls lék Pétur 150 deildarleiki í NBA með Portland Trail Blazers (68), Los Angeles Lakers (8) og San Antonio Spurs (74) og svo fjórtán leiki í úrslitakeppni með Lakers (12) og Spurs (2). Pétur var með 4,6 stig og 3,8 fráköst að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjunum. Síðasti leikur Péturs í NBA var með San Antonio Spurs á móti Dallas Mavericks 27. desember 1988. Hann skoraði því fyrstu og síðustu stigin sín í deildinni á móti Dallas. Pétur varð að hætta að spila eftir þetta síðasta tímabil með Spurs vegna meiðsla. Iffe Lundberg had a lot of positive things to say about his new teammates on the Suns and their culture: pic.twitter.com/voRaVuTDMR— Gerald Bourguet (@GeraldBourguet) March 29, 2022
NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira