Húsnæðisloforð ríkisstjórnarinnar: Ekkert að marka Kristrún Frostadóttir skrifar 5. apríl 2022 17:31 Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði í síðasta mánuði í sérstakri umræðu á Alþingi um húsnæðismál: „Sá ráðherra er hér stendur leggur mikla áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land og hefur lagt inn tillögur í fjármálaáætlun fyrir árin 2023–2027 um verulega aukningu fjármuna til að fjölga uppbyggingu íbúða fyrir tilstuðlan opinbers húsnæðisstuðnings… við erum með framtíðarsýn, við erum með plan og það skýrist.“ Í grein í Morgunblaðinu á sama tíma boðaði formaður Framsóknarflokksins stofnun stýrihóps til að móta húsnæðisstefnu fyrir Ísland. Stefnuna átti svo að leggja fyrir Alþingi til samþykktar í formi þingsályktunar. Slík stefna er lykilatriði í komandi kjarasamningum, sér í lagi ef koma á í veg fyrir að verðbólguskrið fari af stað. Í greininni sagði innviðaráðherra: „Ef mín áform ganga eftir verður lagður grundvöllur að því að hér á landi verði hægt að stórauka húsnæðisuppbyggingu á næstu árum og jafnvel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins opinbera í formi fjölbreytts húsnæðisstuðnings. Við erum með skýr markmið.“ Þetta plan hefur nú skýrst. Og það plan heitir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem ákvarðar fjármögnun verkefna á kjörtímabilinu. Fjármagn í húsnæðismál dregst saman á tímabilinu, til ársins 2027. Í áætluninni má finna viðbótar 500 milljónir króna til að mæta fjölgun leigjenda á tímabilinu – ekki aukinn stuðning við hópinn heldur til að mæta fjölgun. Að öðru leyti dregst húsnæðisstuðningurinn saman. Stofnframlög til að byggja almennar íbúðir dragast saman um 2 milljarða króna. Stofnframlög sem eru undirstaða framboðsaðgerða stjórnvalda. Stjórnvalda sem hafa ítrekað talað um að framboðshliðin á íbúðamarkaði sé brostin. Inntur eftir viðbrögðum við hvers vegna algjört ósamræmi sé á milli yfirlýsinga innviðaráðherra og þess fjármagns sem veitt er í áætlunum stjórnvalda sagði fjármálaráðherra á Alþingi að ekki væri tímabært að setja tölu á hversu sterkt stjórnvöld eigi að stíga niður í húsnæðismálum. Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð innviðaráðherra sem hefur ítrekað varpað fram tölusettu markmiði: 7000 íbúðir með aðkomu hins opinbera yfir 5 ára tímabili. Það eru 1400 íbúðir á ári. Langt umfram þann fjölda sem núverandi húsnæðisstuðningur hins opinbera stendur undir, hvað þá eftir að skorið verður niður í þeim málaflokki m.v núverandi áætlun stjórnvalda. Þessar innistæðulausu yfirlýsingar eru grafalvarlegt mál. Annað hvort er innviðaráðherra viljandi að afvegaleiða þjóðina þegar velferðarumbótum er lofað sem enginn stuðningur er við í fjármálaráðuneytinu, eða hann er ekki læs á fjármálaáætlun eigin ríkisstjórnar og þar með hver raunverulega stjórnar. Hvort er verra? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Húsnæðismál Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði í síðasta mánuði í sérstakri umræðu á Alþingi um húsnæðismál: „Sá ráðherra er hér stendur leggur mikla áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land og hefur lagt inn tillögur í fjármálaáætlun fyrir árin 2023–2027 um verulega aukningu fjármuna til að fjölga uppbyggingu íbúða fyrir tilstuðlan opinbers húsnæðisstuðnings… við erum með framtíðarsýn, við erum með plan og það skýrist.“ Í grein í Morgunblaðinu á sama tíma boðaði formaður Framsóknarflokksins stofnun stýrihóps til að móta húsnæðisstefnu fyrir Ísland. Stefnuna átti svo að leggja fyrir Alþingi til samþykktar í formi þingsályktunar. Slík stefna er lykilatriði í komandi kjarasamningum, sér í lagi ef koma á í veg fyrir að verðbólguskrið fari af stað. Í greininni sagði innviðaráðherra: „Ef mín áform ganga eftir verður lagður grundvöllur að því að hér á landi verði hægt að stórauka húsnæðisuppbyggingu á næstu árum og jafnvel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins opinbera í formi fjölbreytts húsnæðisstuðnings. Við erum með skýr markmið.“ Þetta plan hefur nú skýrst. Og það plan heitir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem ákvarðar fjármögnun verkefna á kjörtímabilinu. Fjármagn í húsnæðismál dregst saman á tímabilinu, til ársins 2027. Í áætluninni má finna viðbótar 500 milljónir króna til að mæta fjölgun leigjenda á tímabilinu – ekki aukinn stuðning við hópinn heldur til að mæta fjölgun. Að öðru leyti dregst húsnæðisstuðningurinn saman. Stofnframlög til að byggja almennar íbúðir dragast saman um 2 milljarða króna. Stofnframlög sem eru undirstaða framboðsaðgerða stjórnvalda. Stjórnvalda sem hafa ítrekað talað um að framboðshliðin á íbúðamarkaði sé brostin. Inntur eftir viðbrögðum við hvers vegna algjört ósamræmi sé á milli yfirlýsinga innviðaráðherra og þess fjármagns sem veitt er í áætlunum stjórnvalda sagði fjármálaráðherra á Alþingi að ekki væri tímabært að setja tölu á hversu sterkt stjórnvöld eigi að stíga niður í húsnæðismálum. Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð innviðaráðherra sem hefur ítrekað varpað fram tölusettu markmiði: 7000 íbúðir með aðkomu hins opinbera yfir 5 ára tímabili. Það eru 1400 íbúðir á ári. Langt umfram þann fjölda sem núverandi húsnæðisstuðningur hins opinbera stendur undir, hvað þá eftir að skorið verður niður í þeim málaflokki m.v núverandi áætlun stjórnvalda. Þessar innistæðulausu yfirlýsingar eru grafalvarlegt mál. Annað hvort er innviðaráðherra viljandi að afvegaleiða þjóðina þegar velferðarumbótum er lofað sem enginn stuðningur er við í fjármálaráðuneytinu, eða hann er ekki læs á fjármálaáætlun eigin ríkisstjórnar og þar með hver raunverulega stjórnar. Hvort er verra? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun