Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar 1. janúar 2026 12:30 Við búum í frábærri borg. Hér er gott og fjölbreytt skóla- og frístundastarf, velferðarþjónusta sem er aðdráttarafl fyrir fólk úr öðrum sveitarfélögum, húsnæðisuppbygging er í sögulegu hámarki sem og uppbygging nýrra leikskóla. Stuðningur við íþróttastarf er með því mesta sem gerist í alþjóðlegum samanburði, sundlaugar borgarinnar laða að sér heimamenn og erlenda ferðamenn í tugþúsundatali í hverri viku og eru nú komnar á skrá UNESCO yfir merkar menningarminjar. Borgin býður lengsta opnunartíma sundlauga á landinu og það er til dæmis opið í dag – sund á nýársdag er frábær byrjun á árinu! Mikil ánægja Borgin hefur tekið stakkaskiptum til hins betra á undanförnum áratugum og breyst úr grámyglulegri bílaborg í kraumandi menningarborg sem t.d. býður barnafjölskyldum betri þjónustu varðandi leikskóla, frístundastuðning, almenningsíþróttir og velferðarþjónustu en víða þekkist í öðrum löndum. Ánægja foreldra með starfið á leikskóla barna sinna mælist ítrekað yfir 90% og langflestir foreldrar fá leikskólapláss í sínu hverfi. Á þessu hausti var byrjað að taka á móti börnum frá 16 mánaða aldri og mikil uppbygging er framundan á allra næstu árum þegar nýjum plássum munu fjölga um nærri 1800 eða rúmlega 30%. Á næstu vikum kynnum við nýjar tillögur um bætt starfsumhverfi leikskóla þar sem við ætlum að bæta daglegt líf barnmargra fjölskyldna samhliða því að styðja betur við bakið á leikskólastjórnendum m.a. í tengslum við húsnæðis- og viðhaldsmál. Frístundastyrkurinn hefur hækkað um helming á kjörtímabilinu og er nú nýting hans meiri en nokkru sinni fyrr eða um 82%. Framlög til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku hafa margfaldast og ný fjölmenningarstefna leggur grunn að enn frekari umbótum í þeim málaflokki. Húsnæðisuppbygging og betri almenningssamgöngur Mikill kraftur er í húsnæðisuppbygging borgarinnar og eftir því sem þéttingarverkefni klárast eykst áherslan á uppbyggingu á nýjum svæðum, s.s. í Höllunum við Úlfarsárdal, Ártúnshöfða, Keldnalandi og víðar þar sem við leggjum sérstaka áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, efnaminna fólk og blandaða byggð. Almenningssamgöngur eru að verða ákjósanlegri valkostur fyrir fleiri með bættri þjónustu Strætó, styttri biðtíma og fjölgun ferða. Bílastæðum fjölgar með nýjum bílastæðahúsum sem síður gera kröfur um að nýta dýrmætt borgarland ofanjarðar. Við höfum tækifæri til að ná meiri sátt í flugvallarmálinu með því að verja innanlands- og sjúkraflug en draga úr óþarfa flugumferð á sama tíma og hægt er að hefja löngu tímabæra uppbyggingu húsnæðis fyrir ungt fólk í hjarta borgarinnar. Ég er stoltur af öllu því öfluga starfsfólki borgarinnar sem sinnir störfum sínum af fagmennsku og dugnaði alla daga ársins. Metum það sem vel er gert um leið og við höldum áfram að bæta það sem betur má fara. Áfram Reykjavík – gleðilegt ár! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Við búum í frábærri borg. Hér er gott og fjölbreytt skóla- og frístundastarf, velferðarþjónusta sem er aðdráttarafl fyrir fólk úr öðrum sveitarfélögum, húsnæðisuppbygging er í sögulegu hámarki sem og uppbygging nýrra leikskóla. Stuðningur við íþróttastarf er með því mesta sem gerist í alþjóðlegum samanburði, sundlaugar borgarinnar laða að sér heimamenn og erlenda ferðamenn í tugþúsundatali í hverri viku og eru nú komnar á skrá UNESCO yfir merkar menningarminjar. Borgin býður lengsta opnunartíma sundlauga á landinu og það er til dæmis opið í dag – sund á nýársdag er frábær byrjun á árinu! Mikil ánægja Borgin hefur tekið stakkaskiptum til hins betra á undanförnum áratugum og breyst úr grámyglulegri bílaborg í kraumandi menningarborg sem t.d. býður barnafjölskyldum betri þjónustu varðandi leikskóla, frístundastuðning, almenningsíþróttir og velferðarþjónustu en víða þekkist í öðrum löndum. Ánægja foreldra með starfið á leikskóla barna sinna mælist ítrekað yfir 90% og langflestir foreldrar fá leikskólapláss í sínu hverfi. Á þessu hausti var byrjað að taka á móti börnum frá 16 mánaða aldri og mikil uppbygging er framundan á allra næstu árum þegar nýjum plássum munu fjölga um nærri 1800 eða rúmlega 30%. Á næstu vikum kynnum við nýjar tillögur um bætt starfsumhverfi leikskóla þar sem við ætlum að bæta daglegt líf barnmargra fjölskyldna samhliða því að styðja betur við bakið á leikskólastjórnendum m.a. í tengslum við húsnæðis- og viðhaldsmál. Frístundastyrkurinn hefur hækkað um helming á kjörtímabilinu og er nú nýting hans meiri en nokkru sinni fyrr eða um 82%. Framlög til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku hafa margfaldast og ný fjölmenningarstefna leggur grunn að enn frekari umbótum í þeim málaflokki. Húsnæðisuppbygging og betri almenningssamgöngur Mikill kraftur er í húsnæðisuppbygging borgarinnar og eftir því sem þéttingarverkefni klárast eykst áherslan á uppbyggingu á nýjum svæðum, s.s. í Höllunum við Úlfarsárdal, Ártúnshöfða, Keldnalandi og víðar þar sem við leggjum sérstaka áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, efnaminna fólk og blandaða byggð. Almenningssamgöngur eru að verða ákjósanlegri valkostur fyrir fleiri með bættri þjónustu Strætó, styttri biðtíma og fjölgun ferða. Bílastæðum fjölgar með nýjum bílastæðahúsum sem síður gera kröfur um að nýta dýrmætt borgarland ofanjarðar. Við höfum tækifæri til að ná meiri sátt í flugvallarmálinu með því að verja innanlands- og sjúkraflug en draga úr óþarfa flugumferð á sama tíma og hægt er að hefja löngu tímabæra uppbyggingu húsnæðis fyrir ungt fólk í hjarta borgarinnar. Ég er stoltur af öllu því öfluga starfsfólki borgarinnar sem sinnir störfum sínum af fagmennsku og dugnaði alla daga ársins. Metum það sem vel er gert um leið og við höldum áfram að bæta það sem betur má fara. Áfram Reykjavík – gleðilegt ár! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar