Læknar um stöðuna á Landspítala: „Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2022 22:43 Hópur lækna segir að alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans komi fram í nýrri skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins. Vísir Hópur lækna segir að alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans komi fram í nýrri skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins. Skýrslan, sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem eru framundan á Landspítala. Læknarnir skrifa í skoðanagrein, sem birtist á Vísi í dag, að tekið sé fram í skýrslunni að rúmanýtingahlutfall Landspítala árið 2019 hafi verið 97% en talið sé æskilegt að meðalnýting sjúkrahúsa fari ekki yfir 85% svo hægt sé að bregðast við sveiflum í starfseminni, eins og til dæmis í heimsfaraldri, án þess að öryggi sjúklinga sé ógnað. Þá sé jafnframt bent á að Landspítali hafi ekki möguleika á að vísa sjúklingum á önnur sambærileg sjúkrahús til að mæta álagi í starfseminni, eins og gangi og gerist hjá viðmiðunarsjúkrahúsum erlendis. Vantaði 111 sjúkrarúm árið 2019 „Fram [kemur] að miðað við rekstur sjúkrahússins árið 2019 vanti 88 fleiri rými til að ná 85% rúmanýtingarmarkmiði og 23 legurými til að tryggja að sjúklingar bíði ekki innlagðir á bráðamóttökunni lengur en gæðaviðmið segja fyrir um. Alls er því reiknað með að árið 2019 hafi vantað 111 sjúkrarúm,“ segir í greininni. Fimm læknar eru skrifaðir fyrir greininni: Elías Sæbjörn Eyþórsson sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala, Theodór Skúli Sigurðsson sérfræðilæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala og formaður Félags sjúkrahúslækna, Hjalti Már Björnsson yfirlæknir og lektor í bráðalækningum, Steinunn Þórðardóttir yfirlæknir í öldrunarlækningum á Landspítala og formaður Læknafélags Íslands og Martin Ingi Sigurðsson prófessor og yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Þau benda á að í skýrslunni sjálfri komi fram að ekki sé gert ráð fyrir neinni aukningu á heilbrigðisþjónustuframleiðslu, starfsmannafjölda eða kostnaði sem beinum áhrifum af því að fjölga rýmum til að mæta skortinum. Þá sé heldur ekki gert ráð fyrir því að sjúklingum muni fjölga í beinum tengslum við þetta. „Skýrsluhöfundar gera því ekki ráð fyrir að neina viðbótarmönnun heilbrigðisstarfsmanna þurfi til að opna þessi 111 legurými sem sannarlega skortir, heldur einungis húsnæði og búnað til að sinna sjúklingunum,“ skrifa læknarnir. „Hið rétta er að legurými á sjúkrahúsi innifelur í sér að til staðar sé mönnun til að hjúkra og lækna þeim sjúklingum sem leggjast í þau. Sú mönnun þarf að vera til staðar hvort sem sjúklingur er í legurýminu eða ekki, en telji skýrsluhöfundar að unnt sé að opna legurými án þess að huga að mönnun þeirra er um mikinn miskilning að ræða.“ Þurfi 500 legurými til viðbótar á næstu tuttugu árum Þeir segja að ljóst sé að álag á bráðamóttöku og mörgum legudeildum sjúkrahússins sé við og í mörgum tilvikum langt umfram öryggismörk. Því sé ekki eðlilegt að gera ráð fyrir að manna 111 viðbótarrými með þeim starfsmönnum sem þegar starfi við sjúkrahúsið. Væri slíkt mögulegt segjast læknarnir vissir að 111 rýmin væru þegar opin. „Þessa skekkju í grunnforsendum þarf svo að hafa í huga við áframhaldandi lestur skýrslunnar. Í kafla 4.3.3. kemur fram að legurýmum muni þurfa að fjölga um 518 - úr 624 árið 2019 í 1.120 árið 2040. Myndir sem fylgja skýrslunni sýna ranglega þörfina aukast línulega á næstu 20 árum. Hið rétta er að þörfin fyrir 111 af þessum 518 legurýmum sem vantar var þegar til staðar árið 2019,“ skrifa læknarnir. „Alvarlegra er þó að spá um starfsmannafjölda og kostnaðaraukningu sem lögð er fram við áætlanagerð til ársins 2040 tekur ekki með í reikninginn það stökk sem þarf til að brúa uppsafnaðan skort á legurýmum og starfsfólki sem þegar var ljós árið 2019.“ Þeir segja að allir sem vinni að öryggismenningu viti að öryggi kosti. „Við tryggjum ekki öryggi landsmanna með tilliti til björgunarþjónustu með því að byggja tómar slökkvistöðvar og kaupa sjúkrabíla án þess að gera ráð fyrir að á þeim starfi sérþjálfað starfsfólk. Ljóst er að stórkostlegt átak í mönnun þarf tafarlaust til að tryggja að Landspítali geti sinnt núverandi hlutverki sínu samhliða uppbyggingu sjúkrahúss til framtíðar.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Læknarnir skrifa í skoðanagrein, sem birtist á Vísi í dag, að tekið sé fram í skýrslunni að rúmanýtingahlutfall Landspítala árið 2019 hafi verið 97% en talið sé æskilegt að meðalnýting sjúkrahúsa fari ekki yfir 85% svo hægt sé að bregðast við sveiflum í starfseminni, eins og til dæmis í heimsfaraldri, án þess að öryggi sjúklinga sé ógnað. Þá sé jafnframt bent á að Landspítali hafi ekki möguleika á að vísa sjúklingum á önnur sambærileg sjúkrahús til að mæta álagi í starfseminni, eins og gangi og gerist hjá viðmiðunarsjúkrahúsum erlendis. Vantaði 111 sjúkrarúm árið 2019 „Fram [kemur] að miðað við rekstur sjúkrahússins árið 2019 vanti 88 fleiri rými til að ná 85% rúmanýtingarmarkmiði og 23 legurými til að tryggja að sjúklingar bíði ekki innlagðir á bráðamóttökunni lengur en gæðaviðmið segja fyrir um. Alls er því reiknað með að árið 2019 hafi vantað 111 sjúkrarúm,“ segir í greininni. Fimm læknar eru skrifaðir fyrir greininni: Elías Sæbjörn Eyþórsson sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala, Theodór Skúli Sigurðsson sérfræðilæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala og formaður Félags sjúkrahúslækna, Hjalti Már Björnsson yfirlæknir og lektor í bráðalækningum, Steinunn Þórðardóttir yfirlæknir í öldrunarlækningum á Landspítala og formaður Læknafélags Íslands og Martin Ingi Sigurðsson prófessor og yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Þau benda á að í skýrslunni sjálfri komi fram að ekki sé gert ráð fyrir neinni aukningu á heilbrigðisþjónustuframleiðslu, starfsmannafjölda eða kostnaði sem beinum áhrifum af því að fjölga rýmum til að mæta skortinum. Þá sé heldur ekki gert ráð fyrir því að sjúklingum muni fjölga í beinum tengslum við þetta. „Skýrsluhöfundar gera því ekki ráð fyrir að neina viðbótarmönnun heilbrigðisstarfsmanna þurfi til að opna þessi 111 legurými sem sannarlega skortir, heldur einungis húsnæði og búnað til að sinna sjúklingunum,“ skrifa læknarnir. „Hið rétta er að legurými á sjúkrahúsi innifelur í sér að til staðar sé mönnun til að hjúkra og lækna þeim sjúklingum sem leggjast í þau. Sú mönnun þarf að vera til staðar hvort sem sjúklingur er í legurýminu eða ekki, en telji skýrsluhöfundar að unnt sé að opna legurými án þess að huga að mönnun þeirra er um mikinn miskilning að ræða.“ Þurfi 500 legurými til viðbótar á næstu tuttugu árum Þeir segja að ljóst sé að álag á bráðamóttöku og mörgum legudeildum sjúkrahússins sé við og í mörgum tilvikum langt umfram öryggismörk. Því sé ekki eðlilegt að gera ráð fyrir að manna 111 viðbótarrými með þeim starfsmönnum sem þegar starfi við sjúkrahúsið. Væri slíkt mögulegt segjast læknarnir vissir að 111 rýmin væru þegar opin. „Þessa skekkju í grunnforsendum þarf svo að hafa í huga við áframhaldandi lestur skýrslunnar. Í kafla 4.3.3. kemur fram að legurýmum muni þurfa að fjölga um 518 - úr 624 árið 2019 í 1.120 árið 2040. Myndir sem fylgja skýrslunni sýna ranglega þörfina aukast línulega á næstu 20 árum. Hið rétta er að þörfin fyrir 111 af þessum 518 legurýmum sem vantar var þegar til staðar árið 2019,“ skrifa læknarnir. „Alvarlegra er þó að spá um starfsmannafjölda og kostnaðaraukningu sem lögð er fram við áætlanagerð til ársins 2040 tekur ekki með í reikninginn það stökk sem þarf til að brúa uppsafnaðan skort á legurýmum og starfsfólki sem þegar var ljós árið 2019.“ Þeir segja að allir sem vinni að öryggismenningu viti að öryggi kosti. „Við tryggjum ekki öryggi landsmanna með tilliti til björgunarþjónustu með því að byggja tómar slökkvistöðvar og kaupa sjúkrabíla án þess að gera ráð fyrir að á þeim starfi sérþjálfað starfsfólk. Ljóst er að stórkostlegt átak í mönnun þarf tafarlaust til að tryggja að Landspítali geti sinnt núverandi hlutverki sínu samhliða uppbyggingu sjúkrahúss til framtíðar.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira