Ed Sheeran hafði betur í Shape of You-máli Atli Ísleifsson skrifar 6. apríl 2022 10:07 Ed Sheeran yfirgefur dómshúsið í London í síðasta mánuði. EPA Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafði betur í höfundarréttarmáli þar sem hann var sakaður um lagastuld í tengslum við stórsmellinn Shape of You sem hann gaf út árið 2017. Dómur í málinu féll í morgun. Í dómnum segir kemur fram að sannað þyki að hann hafi ekki stolið laglínum úr lagi tónlistarmannsins Sami Chokri, Oh Why, frá árinu 2015. Chokri, sem kemur fram undir nafninu Sami Switch, leitaði til dómstóla þar sem hann sagði vildi meina að „Oh I“-krókurinn í lagi Sheerans væri mjög líkur „Oh Why“-króknum í samnefndu lagi Chokris. Sheeran sagðist í dómsal ekki muna eftir að hafa heyrt lagið Oh Why áður en honum var stefnt vegna málsins. Shape of You var mest selda lag Bretlands árið 2017 og er nú mest streymda lagið á Spotify. Meðhöfundar Sheerans, þeir John McDaid úr Snow Patrol og framleiðandinn Steven McCutcheon, höfnuðu sömuleiðis ásökunum um að hafa gerst sekir um lagastuld. Sheeran og félögum var stefnt árið 2018 og stóðu réttarhöld í ellefu daga í London í nýliðnum marsmánuði. Dómur féll svo í málinu í morgun. Hlusta má á lögin tvö að neðan. Bretland Tónlist Höfundarréttur Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í dómnum segir kemur fram að sannað þyki að hann hafi ekki stolið laglínum úr lagi tónlistarmannsins Sami Chokri, Oh Why, frá árinu 2015. Chokri, sem kemur fram undir nafninu Sami Switch, leitaði til dómstóla þar sem hann sagði vildi meina að „Oh I“-krókurinn í lagi Sheerans væri mjög líkur „Oh Why“-króknum í samnefndu lagi Chokris. Sheeran sagðist í dómsal ekki muna eftir að hafa heyrt lagið Oh Why áður en honum var stefnt vegna málsins. Shape of You var mest selda lag Bretlands árið 2017 og er nú mest streymda lagið á Spotify. Meðhöfundar Sheerans, þeir John McDaid úr Snow Patrol og framleiðandinn Steven McCutcheon, höfnuðu sömuleiðis ásökunum um að hafa gerst sekir um lagastuld. Sheeran og félögum var stefnt árið 2018 og stóðu réttarhöld í ellefu daga í London í nýliðnum marsmánuði. Dómur féll svo í málinu í morgun. Hlusta má á lögin tvö að neðan.
Bretland Tónlist Höfundarréttur Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira