Ed Sheeran hafði betur í Shape of You-máli Atli Ísleifsson skrifar 6. apríl 2022 10:07 Ed Sheeran yfirgefur dómshúsið í London í síðasta mánuði. EPA Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafði betur í höfundarréttarmáli þar sem hann var sakaður um lagastuld í tengslum við stórsmellinn Shape of You sem hann gaf út árið 2017. Dómur í málinu féll í morgun. Í dómnum segir kemur fram að sannað þyki að hann hafi ekki stolið laglínum úr lagi tónlistarmannsins Sami Chokri, Oh Why, frá árinu 2015. Chokri, sem kemur fram undir nafninu Sami Switch, leitaði til dómstóla þar sem hann sagði vildi meina að „Oh I“-krókurinn í lagi Sheerans væri mjög líkur „Oh Why“-króknum í samnefndu lagi Chokris. Sheeran sagðist í dómsal ekki muna eftir að hafa heyrt lagið Oh Why áður en honum var stefnt vegna málsins. Shape of You var mest selda lag Bretlands árið 2017 og er nú mest streymda lagið á Spotify. Meðhöfundar Sheerans, þeir John McDaid úr Snow Patrol og framleiðandinn Steven McCutcheon, höfnuðu sömuleiðis ásökunum um að hafa gerst sekir um lagastuld. Sheeran og félögum var stefnt árið 2018 og stóðu réttarhöld í ellefu daga í London í nýliðnum marsmánuði. Dómur féll svo í málinu í morgun. Hlusta má á lögin tvö að neðan. Bretland Tónlist Höfundarréttur Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í dómnum segir kemur fram að sannað þyki að hann hafi ekki stolið laglínum úr lagi tónlistarmannsins Sami Chokri, Oh Why, frá árinu 2015. Chokri, sem kemur fram undir nafninu Sami Switch, leitaði til dómstóla þar sem hann sagði vildi meina að „Oh I“-krókurinn í lagi Sheerans væri mjög líkur „Oh Why“-króknum í samnefndu lagi Chokris. Sheeran sagðist í dómsal ekki muna eftir að hafa heyrt lagið Oh Why áður en honum var stefnt vegna málsins. Shape of You var mest selda lag Bretlands árið 2017 og er nú mest streymda lagið á Spotify. Meðhöfundar Sheerans, þeir John McDaid úr Snow Patrol og framleiðandinn Steven McCutcheon, höfnuðu sömuleiðis ásökunum um að hafa gerst sekir um lagastuld. Sheeran og félögum var stefnt árið 2018 og stóðu réttarhöld í ellefu daga í London í nýliðnum marsmánuði. Dómur féll svo í málinu í morgun. Hlusta má á lögin tvö að neðan.
Bretland Tónlist Höfundarréttur Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira