„Í þessum hópi gæti hver sem er verið með bandið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. apríl 2022 14:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið fyrirliði landsliðsins frá því að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn landsliðsþjálfari í byrjun árs 2021. Getty/Oliver Hardt Ekki var að heyra á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur að nein togstreita hefði myndast varðandi fyrirliðahlutverkið í íslenska landsliðinu í fótbolta við endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í hópinn. Sara var fyrirliði í tíð fyrri landsliðsþjálfara en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópi hjá Þorsteini Halldórssyni sem tók við liðinu í byrjun árs 2021. Þorsteinn gerði Gunnhildi Yrsu að fyrirliða og saman sátu þau fyrir svörum í Belgrad í dag, degi fyrir leikinn við Hvíta-Rússland í undankeppni HM. Þorsteinn var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði rætt við Söru og Gunnhildi um fyrirliðahlutverkið í ljósi endurkomu Söru en svarið var stutt: „Nei, ég hef ekki rætt neinar breytingar á því.“ „Allar leiðtogar“ Gunnhildur svaraði því sömuleiðis að málið hefði ekki verið rætt neitt sérstaklega: „Steini ákveður það bara. Sara Björk er heimsklassaleikmaður og leiðtogi, og fyrir mér gæti hver sem er borið fyrirliðabandið í þessu liði því það eru allar leiðtogar. Það góða við þetta lið er að það skiptir ekki máli hver er með bandið, það eru allar tilbúnar að stíga upp og taka þátt í að vera leiðtogar. Auðvitað er heiður að vera með bandið en í þessum hópi gæti hver sem er verið með það og myndi standa sig frábærlega. Við verðum bara að sjá til hvað gerist,“ sagði Gunnhildur. „Orkubolti og gefur okkur mikið“ Hún sagði alveg ljóst að það væri frábært fyrir landsliðið að hafa endurheimt Söru sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember. „Það er geggjað að fá Söru aftur til baka. Það er geggjað fyrir hópinn og geggjað fyrir samkeppnina. Hún er náttúrulega orkubolti og gefur okkur mikið. Hefur mikla reynslu. Við fögnum því náttúrulega að fá hana og það mun bara bæta okkur að hafa meiri samkeppni,“ sagði Gunnhildur sem leikur á miðjunni líkt og Sara en fagnar bara meiri samkeppni: „Það taka allar því hlutverki sem þær fá í hverjum leik. Þetta er góður hópur og við munum alltaf styðja hver aðra, hver sem byrjar inn á eða er á bekknum. Við erum allar í þessu saman og viljum ná sem lengst.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Sara var fyrirliði í tíð fyrri landsliðsþjálfara en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópi hjá Þorsteini Halldórssyni sem tók við liðinu í byrjun árs 2021. Þorsteinn gerði Gunnhildi Yrsu að fyrirliða og saman sátu þau fyrir svörum í Belgrad í dag, degi fyrir leikinn við Hvíta-Rússland í undankeppni HM. Þorsteinn var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði rætt við Söru og Gunnhildi um fyrirliðahlutverkið í ljósi endurkomu Söru en svarið var stutt: „Nei, ég hef ekki rætt neinar breytingar á því.“ „Allar leiðtogar“ Gunnhildur svaraði því sömuleiðis að málið hefði ekki verið rætt neitt sérstaklega: „Steini ákveður það bara. Sara Björk er heimsklassaleikmaður og leiðtogi, og fyrir mér gæti hver sem er borið fyrirliðabandið í þessu liði því það eru allar leiðtogar. Það góða við þetta lið er að það skiptir ekki máli hver er með bandið, það eru allar tilbúnar að stíga upp og taka þátt í að vera leiðtogar. Auðvitað er heiður að vera með bandið en í þessum hópi gæti hver sem er verið með það og myndi standa sig frábærlega. Við verðum bara að sjá til hvað gerist,“ sagði Gunnhildur. „Orkubolti og gefur okkur mikið“ Hún sagði alveg ljóst að það væri frábært fyrir landsliðið að hafa endurheimt Söru sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember. „Það er geggjað að fá Söru aftur til baka. Það er geggjað fyrir hópinn og geggjað fyrir samkeppnina. Hún er náttúrulega orkubolti og gefur okkur mikið. Hefur mikla reynslu. Við fögnum því náttúrulega að fá hana og það mun bara bæta okkur að hafa meiri samkeppni,“ sagði Gunnhildur sem leikur á miðjunni líkt og Sara en fagnar bara meiri samkeppni: „Það taka allar því hlutverki sem þær fá í hverjum leik. Þetta er góður hópur og við munum alltaf styðja hver aðra, hver sem byrjar inn á eða er á bekknum. Við erum allar í þessu saman og viljum ná sem lengst.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira