Útúrsnúningar pírata afþakkaðir Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 9. apríl 2022 08:01 Það er ánægjulegt þegar skrifin manns ná til lesenda og mér virðist takast reglulega að fanga athygli píratans Hauks Viðars Alfreðssonar. Nú síðast birtir hann grein í tilefni þess að ég skrifaði um umkvartanir atvinnurekenda við mig varðandi flótta starfsfólks frá einkageiranum og yfir til hins opinbera. Ég varaði af því tilefni við almennri þróun í þá átt að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Ég ætla því einungis að endurtaka það sem ég sagði og vísa jafnframt til orða Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í sömu veru. Vilhjálmur bendir á að það séu „gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar [sem] standi undir rekstri hvers þjóðríkis.“ Undirstaða lífskjara er framleiðsla vöru og þjónustu. Ekki síst til útflutnings í okkar opna útflutningsdrifna hagkerfi. Þau verðmæti eru grunnurinn að því að við njótum heilbrigðisþjónustu og annarrar opinberrar þjónustu. Að benda á hið sjálfsagða um undirstöðu lífskjara okkar jafngildir því ekki að smætta t.d. heilbrigðisþjónustuna okkar. Enda sagði ég ekkert í þá veru. Það sama má segja um skrif Vilhjálms, en ég hef að vísu ekki rekist á greinaskrif Hauks um hann. Ef til vill vekur hann ekki sama áhuga hjá honum og undirrituð. Það er síðan hægt að velta fyrir sér ástæðunni fyrir því. Eftir að hafa yfirlætislega kallað framlag mitt „einfeldnislegt“ titlar Haukur sig mann sem „spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun“ svo orðalag hans sé rétt eftir haft. Ég tel að Haukur hafi alveg skilið hvað ég var að segja, að hann þekki vel þessi grunnatriði hagfræðinnar, og sé viljandi að snúa út úr skrifum mínum. Og þó ég taki áhuga hans á mér og mínum skrifum fagnandi, frábið ég mér útúrsnúninga af því tagi sem hann ber endurtekið á borð um afstöðu mína í ýmsum málum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. 7. apríl 2022 07:00 Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt þegar skrifin manns ná til lesenda og mér virðist takast reglulega að fanga athygli píratans Hauks Viðars Alfreðssonar. Nú síðast birtir hann grein í tilefni þess að ég skrifaði um umkvartanir atvinnurekenda við mig varðandi flótta starfsfólks frá einkageiranum og yfir til hins opinbera. Ég varaði af því tilefni við almennri þróun í þá átt að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Ég ætla því einungis að endurtaka það sem ég sagði og vísa jafnframt til orða Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í sömu veru. Vilhjálmur bendir á að það séu „gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar [sem] standi undir rekstri hvers þjóðríkis.“ Undirstaða lífskjara er framleiðsla vöru og þjónustu. Ekki síst til útflutnings í okkar opna útflutningsdrifna hagkerfi. Þau verðmæti eru grunnurinn að því að við njótum heilbrigðisþjónustu og annarrar opinberrar þjónustu. Að benda á hið sjálfsagða um undirstöðu lífskjara okkar jafngildir því ekki að smætta t.d. heilbrigðisþjónustuna okkar. Enda sagði ég ekkert í þá veru. Það sama má segja um skrif Vilhjálms, en ég hef að vísu ekki rekist á greinaskrif Hauks um hann. Ef til vill vekur hann ekki sama áhuga hjá honum og undirrituð. Það er síðan hægt að velta fyrir sér ástæðunni fyrir því. Eftir að hafa yfirlætislega kallað framlag mitt „einfeldnislegt“ titlar Haukur sig mann sem „spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun“ svo orðalag hans sé rétt eftir haft. Ég tel að Haukur hafi alveg skilið hvað ég var að segja, að hann þekki vel þessi grunnatriði hagfræðinnar, og sé viljandi að snúa út úr skrifum mínum. Og þó ég taki áhuga hans á mér og mínum skrifum fagnandi, frábið ég mér útúrsnúninga af því tagi sem hann ber endurtekið á borð um afstöðu mína í ýmsum málum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. 7. apríl 2022 07:00
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun