Langþráðir samningar í höfn Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 9. apríl 2022 07:01 Loksins hafa náðst langtímasamningar milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur hjúkrunarheimila. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti tilkynningu þess efnis í dag. Um er að ræða samninga til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir. Nauðsynlegar aðgerðir Samningarnir kveða á um að auka á fjármagn til hjúkrunarheimila og bæta þjónustu við íbúa. Hér er um að ræða brýnt verkefni til þess að bæta þjónustu og tryggja öryggi íbúa. Auk þess á að efla þjónustu við þá einstaklinga sem þurfa hvað mesta umönnun með auknum framlögum í útlagasjóð. Í samningunum er einnig kveðið á um að styrkja úrræði fyrir yngri einstaklinga sem þurfa á þjónustu hjúkrunarheimila að halda og þá sem glíma við geð- og fíknisjúkdóma. Þá er í samningunum tryggð aukafjárveiting til lítilla hjúkrunarheimila. Samningarnir eru við rekstraraðila allra þeirra 45 hjúkrunarheimila sem starfa víðs vegar um landið samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands og eru unnir í sátt. Næstu misseri verður síðan áfram unnið að skilgreindum verkefnum sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi heimilanna og efla gæðastarf. Hjúkrunarheimili framtíðarinnar Samkvæmt samningunum á að vinna að verkefnum sem bæta rekstrarumhverfi hjúkrunarheimilanna til framtíðar. Samhliða samningnum hafa samningsaðilar samþykkt að setjast að borðinu með heilbrigðisráðuneytinu til að ræða þróun starfsemi hjúkrunarheimila með vinnuhópnum um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi til hjúkrunarheimila. Þar er verið að horfa til lengri tíma varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum og hvernig sú þjónusta muni þróast til framtíðar. Breyttar kröfur eru um gæði og þjónustu og greiðslur þurfa að vera í samræmi við það. Þá ætlar heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að settur verði á fót vinnuhópur undir stjórn fjármálaráðuneytis um fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila í samvinnu við Heilbrigðisráðuneyti, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga. Áfram veginn Þá er það er skýr vilji allra þeirra sem koma að samningsborðinu að bæta rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar, það horfir til bjartari tíma í málefnum hjúkrunarheimila. Með þessum langþráðu samningum hafa náðst þýðingarmikil markmið um stöðugleika og fyrirsjánleika í rekstri hjúkrunarheimila næstu árin. Þetta eru ánægjulegar fréttir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Hjúkrunarheimili Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Loksins hafa náðst langtímasamningar milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur hjúkrunarheimila. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti tilkynningu þess efnis í dag. Um er að ræða samninga til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir. Nauðsynlegar aðgerðir Samningarnir kveða á um að auka á fjármagn til hjúkrunarheimila og bæta þjónustu við íbúa. Hér er um að ræða brýnt verkefni til þess að bæta þjónustu og tryggja öryggi íbúa. Auk þess á að efla þjónustu við þá einstaklinga sem þurfa hvað mesta umönnun með auknum framlögum í útlagasjóð. Í samningunum er einnig kveðið á um að styrkja úrræði fyrir yngri einstaklinga sem þurfa á þjónustu hjúkrunarheimila að halda og þá sem glíma við geð- og fíknisjúkdóma. Þá er í samningunum tryggð aukafjárveiting til lítilla hjúkrunarheimila. Samningarnir eru við rekstraraðila allra þeirra 45 hjúkrunarheimila sem starfa víðs vegar um landið samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands og eru unnir í sátt. Næstu misseri verður síðan áfram unnið að skilgreindum verkefnum sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi heimilanna og efla gæðastarf. Hjúkrunarheimili framtíðarinnar Samkvæmt samningunum á að vinna að verkefnum sem bæta rekstrarumhverfi hjúkrunarheimilanna til framtíðar. Samhliða samningnum hafa samningsaðilar samþykkt að setjast að borðinu með heilbrigðisráðuneytinu til að ræða þróun starfsemi hjúkrunarheimila með vinnuhópnum um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi til hjúkrunarheimila. Þar er verið að horfa til lengri tíma varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum og hvernig sú þjónusta muni þróast til framtíðar. Breyttar kröfur eru um gæði og þjónustu og greiðslur þurfa að vera í samræmi við það. Þá ætlar heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að settur verði á fót vinnuhópur undir stjórn fjármálaráðuneytis um fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila í samvinnu við Heilbrigðisráðuneyti, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga. Áfram veginn Þá er það er skýr vilji allra þeirra sem koma að samningsborðinu að bæta rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar, það horfir til bjartari tíma í málefnum hjúkrunarheimila. Með þessum langþráðu samningum hafa náðst þýðingarmikil markmið um stöðugleika og fyrirsjánleika í rekstri hjúkrunarheimila næstu árin. Þetta eru ánægjulegar fréttir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun