Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 21:31 Styttan var inni í einhvers konar eldflaug fyrir utan listasafnið. Aðsend/Regína Hrönn Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. Sunna Ástþórsdóttir safnstjóri í Nýlistasafninu segir í samtali við fréttastofu að styttan hafi birst fyrir utan safnið í dag. Hún staðfestir að stuldur styttunnar hafi ekki verið í samráði við Nýlistasafnið en getur að öðru leyti ekki tjáð sig um málið; það sé allt saman í skoðun. „Ég er búin að vera í samtali við eigandann og aðstandendur verksins, við áttum mjög gott samtal í dag og við ætlum að halda áfram að leysa þetta í sameiningu,“ segir Sunna. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, tekur í sama streng og segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist hitta Sunnu hjá Nýlistasafninu eftir helgi. Hann geti þó að öðru leyti ekki tjáð sig um ástæðu stuldarins eða hverjir staðið hafi að honum. „Ég er bara glaður að hún skuli hafa komið í leitirnar. Það er aðalatriðið og í mínum huga skiptir það mestu máli. Svo leysum við hitt sem þarf að leysa, það þarf að fara yfir málið,“ segir Kristinn. Hann bætir við að skilaboðin séu þó nokkuð skýr við styttuna. Eigandi styttunnar og safnstjóri á listasafninu hyggjast ræða málið betur eftir helgi.Aðsend Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku. Það var Guðríðar- og Laugarbrekkuhópurinn sem stóð að gerð styttunnar en í honum voru Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Skúli Alexandersson heitinn, fyrrverandi alþingismaður, Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur og bóndi og Guðrún G. Bergmann rithöfundur og framkvæmdastjóri. Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Menning Söfn Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira
Sunna Ástþórsdóttir safnstjóri í Nýlistasafninu segir í samtali við fréttastofu að styttan hafi birst fyrir utan safnið í dag. Hún staðfestir að stuldur styttunnar hafi ekki verið í samráði við Nýlistasafnið en getur að öðru leyti ekki tjáð sig um málið; það sé allt saman í skoðun. „Ég er búin að vera í samtali við eigandann og aðstandendur verksins, við áttum mjög gott samtal í dag og við ætlum að halda áfram að leysa þetta í sameiningu,“ segir Sunna. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, tekur í sama streng og segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist hitta Sunnu hjá Nýlistasafninu eftir helgi. Hann geti þó að öðru leyti ekki tjáð sig um ástæðu stuldarins eða hverjir staðið hafi að honum. „Ég er bara glaður að hún skuli hafa komið í leitirnar. Það er aðalatriðið og í mínum huga skiptir það mestu máli. Svo leysum við hitt sem þarf að leysa, það þarf að fara yfir málið,“ segir Kristinn. Hann bætir við að skilaboðin séu þó nokkuð skýr við styttuna. Eigandi styttunnar og safnstjóri á listasafninu hyggjast ræða málið betur eftir helgi.Aðsend Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku. Það var Guðríðar- og Laugarbrekkuhópurinn sem stóð að gerð styttunnar en í honum voru Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Skúli Alexandersson heitinn, fyrrverandi alþingismaður, Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur og bóndi og Guðrún G. Bergmann rithöfundur og framkvæmdastjóri.
Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Menning Söfn Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira