Benedikt: Bæði lið að spila hörkuvörn Árni Jóhannsson skrifar 9. apríl 2022 22:31 Þjálfari Njarðvíkinga gat verið ánægður með sína menn í kvöld þó margt hafi væntanlega mátt fara betur. Hulda Margrét „Það er ekki langt síðan að þeir skoruðu 125 stig á okkur“, sagði þjálfari Njarðvíkinga, Benedikt Guðmundsson, meðal annars þegar hann gerði upp leik sinna manna í kvöld. Hann var ánægður með varnarleik sinna manna og var á því að það hafi skila 67-74 sigri Njarðvíkinga á KR fyrr í kvöld. Leikið var í 8-liða úrslitum Subway deildar karla að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Benedikt var sammála blaðamanni að þessi leikur hafi verið skrýtinn og sagði að það hafi verið góður varnarleikur að lokum sem skilaði sigri sinna manna. „Ofsalega „scrappy“ leikur. Þetta var allt þungt og stirt og í þessi fáu skipti sem við náðum að keyra hraðann aðeins upp þá komu, ég ætla ekki að segja auðveld stig, en allavega aðeins þægilegri stig heldur en í hnoðinu og þunglamalegheitin þegar við vorum að stilla upp á hálfum velli. Ég veit ekki, ég verð að vera á því að vörnin hafi klárað þetta. Bæði lið voru náttúrlega að spila hörku vörn.“ „Bæði lið hafa líka farið vel yfir hvort annað, þannig að það er ekkert skrýtið að það sé skorað aðeins minna en eigum við ekki að segja að vörnin hafi klárað þetta. Ég get komið með miklu gáfulegra svar á morgun þegar ég er búinn að fara yfir leikinn. Ég var ánægður með vörnina, við höldum þeim í 67 stigum en það er ekki langt síðan þeir skoruðu 125 stig á okkur.“ Aldur Njarðvíkinga hefur verið til umtals og var Benedikt spurður að því hvort það gæti haft áhrif á hversu þungt þetta var eða var þetta meira ákafinn í úrslitakeppni sem skipti máli? „Ég held að aldurinn fari nú ekki að segja til sín í leik tvö í úrslitakeppninni. Ég held bara að andrúmsloftið sem myndast í úrslitakeppninni sem hafi gert þetta að ljótum leik í raun og veru. Stundum fer þetta bara í það. Þetta verður meiri barátta og slagsmál. Það var þannig lína líka. Menn fengu að koma við hvorn annan og það voru átök. Þetta var ekki það sem maður lagði upp með þegar maður kom hingað en þetta er náttúrlega ekki fyrsti leikurinn sem fer ekki nákvæmlega eins og maður leggur upp með.“ Benedikt var mjög ánægður með stuðning síns fólks í kvöld. „Mér fannst stuðningurinn báðum megin vera virkilega góður. Var ekki bara nánast fullt, ég tek svo lítið eftir áhorfendum. Mér sýndist bara vera þvílík stemmning og mér fannst okkar stuðningsmenn eiga í fullu tréi við fjölmenna Miðju, gömlu góðu Miðjuna, sem getur heldur betur unnið leiki. Ég þekki það.“ Að lokum var Benedikt spurður út í það hvað hann ætlaði að segja við sína menn strax eftir leik. „Ég er bara að fara að fara yfir endurheimtina. Nú snýst þetta um að vera eins ferskur og maður getur á þriðjudaginn. Við förum síðan bara yfir leikinn á morgun. Eins og þú segir, gamalt lið og endurheimtin skiptir miklu máli.“ UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Benedikt var sammála blaðamanni að þessi leikur hafi verið skrýtinn og sagði að það hafi verið góður varnarleikur að lokum sem skilaði sigri sinna manna. „Ofsalega „scrappy“ leikur. Þetta var allt þungt og stirt og í þessi fáu skipti sem við náðum að keyra hraðann aðeins upp þá komu, ég ætla ekki að segja auðveld stig, en allavega aðeins þægilegri stig heldur en í hnoðinu og þunglamalegheitin þegar við vorum að stilla upp á hálfum velli. Ég veit ekki, ég verð að vera á því að vörnin hafi klárað þetta. Bæði lið voru náttúrlega að spila hörku vörn.“ „Bæði lið hafa líka farið vel yfir hvort annað, þannig að það er ekkert skrýtið að það sé skorað aðeins minna en eigum við ekki að segja að vörnin hafi klárað þetta. Ég get komið með miklu gáfulegra svar á morgun þegar ég er búinn að fara yfir leikinn. Ég var ánægður með vörnina, við höldum þeim í 67 stigum en það er ekki langt síðan þeir skoruðu 125 stig á okkur.“ Aldur Njarðvíkinga hefur verið til umtals og var Benedikt spurður að því hvort það gæti haft áhrif á hversu þungt þetta var eða var þetta meira ákafinn í úrslitakeppni sem skipti máli? „Ég held að aldurinn fari nú ekki að segja til sín í leik tvö í úrslitakeppninni. Ég held bara að andrúmsloftið sem myndast í úrslitakeppninni sem hafi gert þetta að ljótum leik í raun og veru. Stundum fer þetta bara í það. Þetta verður meiri barátta og slagsmál. Það var þannig lína líka. Menn fengu að koma við hvorn annan og það voru átök. Þetta var ekki það sem maður lagði upp með þegar maður kom hingað en þetta er náttúrlega ekki fyrsti leikurinn sem fer ekki nákvæmlega eins og maður leggur upp með.“ Benedikt var mjög ánægður með stuðning síns fólks í kvöld. „Mér fannst stuðningurinn báðum megin vera virkilega góður. Var ekki bara nánast fullt, ég tek svo lítið eftir áhorfendum. Mér sýndist bara vera þvílík stemmning og mér fannst okkar stuðningsmenn eiga í fullu tréi við fjölmenna Miðju, gömlu góðu Miðjuna, sem getur heldur betur unnið leiki. Ég þekki það.“ Að lokum var Benedikt spurður út í það hvað hann ætlaði að segja við sína menn strax eftir leik. „Ég er bara að fara að fara yfir endurheimtina. Nú snýst þetta um að vera eins ferskur og maður getur á þriðjudaginn. Við förum síðan bara yfir leikinn á morgun. Eins og þú segir, gamalt lið og endurheimtin skiptir miklu máli.“
UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13