Eflum samgöngur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur Steinn Jóhannsson skrifar 10. apríl 2022 14:00 Á síðustu árum hefur orðið bylting í samgönguháttum í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað mikið sem kjósa umhverfisvænan fararmáta til og frá vinnu eða til að njóta útivistar, t.d. hjól, rafskutlur og rafhjól. Einnig hafði COVID þau áhrif að enn stærri hópur fór að njóta útivistar og notaði göngu- og hjólreiðastíga í meira mæli en áður. Hvernig getum við stutt betur við þessa þróun á komandi árum? Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á að styðja við, bæta og efla umhverfisvænar samgöngur. Í stefnu okkar segir: „Uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar verði flýtt eins og kostur er, sem og öðrum framkvæmdum í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem eru mannaflafrek og skila miklum loftslagsávinningi.“ Í samræmi við stefnuna er mikilvægt á næstu árum að breikka stíga og greina meira á milli hjólandi og gangandi vegfarenda þar sem þessi hópur fer ört stækkandi. Jafnframt þarf Hafnarfjörður að huga betur að uppbyggingu stofnleiða og tengja við önnur sveitarfélög. Huga þarf sérstaklega að því að tengja þessar stofnleiðir við Borgarlínuna. Einnig þarf að skoða betri tengingu fyrir þennan hóp að útivistarperlum í nágrenni bæjarins. Nægir þar að nefna Helgafellið og er tilvalið að gera göngu- og hjólastíg að bílastæðunum skammt frá Helgafellinu. Einnig þarf að huga að stíg samhliða Krísuvíkurveginum í samvinnu við Vegagerðina en vegurinn er einn vinsælasti á meðal hjólreiðamanna og oft er þeim mikil hætta búin af þungaflutningum sem koma frá Vatnsskarðsnámunni. Til viðbótar má nefna að skynsamleg framkvæmd væri að byggja stíg meðfram allri strandlengjunni þar sem golfvöllur Keilis er staðsettur. Áðurnefndar breytingar myndu auka aðdráttarafl Hafnarfjarðar, stuðla að umhverfisvænni samgöngum og styðja vel við lýðheilsustefnu stjórnvalda og stuðla að aukinni útivist. Það er þörf á byltingu í almenningssamgöngum og Samfylkingin mun beita sér fyrir því á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 21. sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið bylting í samgönguháttum í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað mikið sem kjósa umhverfisvænan fararmáta til og frá vinnu eða til að njóta útivistar, t.d. hjól, rafskutlur og rafhjól. Einnig hafði COVID þau áhrif að enn stærri hópur fór að njóta útivistar og notaði göngu- og hjólreiðastíga í meira mæli en áður. Hvernig getum við stutt betur við þessa þróun á komandi árum? Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á að styðja við, bæta og efla umhverfisvænar samgöngur. Í stefnu okkar segir: „Uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar verði flýtt eins og kostur er, sem og öðrum framkvæmdum í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem eru mannaflafrek og skila miklum loftslagsávinningi.“ Í samræmi við stefnuna er mikilvægt á næstu árum að breikka stíga og greina meira á milli hjólandi og gangandi vegfarenda þar sem þessi hópur fer ört stækkandi. Jafnframt þarf Hafnarfjörður að huga betur að uppbyggingu stofnleiða og tengja við önnur sveitarfélög. Huga þarf sérstaklega að því að tengja þessar stofnleiðir við Borgarlínuna. Einnig þarf að skoða betri tengingu fyrir þennan hóp að útivistarperlum í nágrenni bæjarins. Nægir þar að nefna Helgafellið og er tilvalið að gera göngu- og hjólastíg að bílastæðunum skammt frá Helgafellinu. Einnig þarf að huga að stíg samhliða Krísuvíkurveginum í samvinnu við Vegagerðina en vegurinn er einn vinsælasti á meðal hjólreiðamanna og oft er þeim mikil hætta búin af þungaflutningum sem koma frá Vatnsskarðsnámunni. Til viðbótar má nefna að skynsamleg framkvæmd væri að byggja stíg meðfram allri strandlengjunni þar sem golfvöllur Keilis er staðsettur. Áðurnefndar breytingar myndu auka aðdráttarafl Hafnarfjarðar, stuðla að umhverfisvænni samgöngum og styðja vel við lýðheilsustefnu stjórnvalda og stuðla að aukinni útivist. Það er þörf á byltingu í almenningssamgöngum og Samfylkingin mun beita sér fyrir því á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 21. sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar