Allt á að vera uppi á borðum Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 11. apríl 2022 07:31 Við Vinstri græn erum hreyfing sem styður og vill styrkja samfélagslegt eignarhald á sem flestum sviðum. Það er því algjörlega ljóst að þegar ráðist er í sölu ríkiseigna verður að ríkja fullkomið traust til söluferilsins og algjört gagnsæi, um það hljótum við öll að vera sammála. Ekki leið á löngu frá því að sölu á 22% hlut í Íslandsbanka lauk uns vísbendingar komu fram um að pottur kynni að hafa verið brotin. Það varð ljóst á ummælum forsætisráðherra strax í upphaf vikunnar að brugðist yrði við þeim aðstæðum sem upp voru komnar. Kaupendalistinn var birtur að frumkvæði stjórnvalda enda á almenningur rétt á slíkum upplýsinga þegar kemur að sölu á ríkiseignum, ekki síst þegar um ræðir banka. Listinn varð síst til að draga úr áhyggjum almennings. Sporin hræða og öll munum við hvernig misheppnaðar einkavæðingar banka fyrr á öldinni áttu stóran þátt í efnahagshruninu. Það er mitt mat og ég tel það vera eðlilegan og réttmætan upphafspunkt þessarar rannsóknar að hún fari fram hjá Ríkisendurskoðanda, það er sá aðili sem við treystum til úttektar þeirrar sem um ræðir fyrir hönd Alþingis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögum, enda hafa þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu margsinnis falið embætti hans að gera athuganir á hinum ýmsustu málum. Það er alveg ljóst að slík rannsókn er engin endastöð og ef í ljós kemur að úttektin frá Ríkisendurskoðun verður á einhvern hátt ekki nægjanlega yfirgripsmikil er eðlilegt að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd sem rannsaki málið. Þetta hafa þingmenn og ráðherrar sagt opinberlega enda er það mikið hagsmunamál fyrir land og þjóð að vel sé staðið að sölu ríkiseigna og brugðist hart við ef útaf ber. VG mun alltaf standa fyrir það að engu sé sópað undir teppið heldur sé allt uppi á borðum. Þá kemur ekki til álita að selja frekari hluti ríkisins í Íslandsbanka fyrr en farið hefur verið í saumana á þessu ferli og allar upplýsingar liggja fyrir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn erum hreyfing sem styður og vill styrkja samfélagslegt eignarhald á sem flestum sviðum. Það er því algjörlega ljóst að þegar ráðist er í sölu ríkiseigna verður að ríkja fullkomið traust til söluferilsins og algjört gagnsæi, um það hljótum við öll að vera sammála. Ekki leið á löngu frá því að sölu á 22% hlut í Íslandsbanka lauk uns vísbendingar komu fram um að pottur kynni að hafa verið brotin. Það varð ljóst á ummælum forsætisráðherra strax í upphaf vikunnar að brugðist yrði við þeim aðstæðum sem upp voru komnar. Kaupendalistinn var birtur að frumkvæði stjórnvalda enda á almenningur rétt á slíkum upplýsinga þegar kemur að sölu á ríkiseignum, ekki síst þegar um ræðir banka. Listinn varð síst til að draga úr áhyggjum almennings. Sporin hræða og öll munum við hvernig misheppnaðar einkavæðingar banka fyrr á öldinni áttu stóran þátt í efnahagshruninu. Það er mitt mat og ég tel það vera eðlilegan og réttmætan upphafspunkt þessarar rannsóknar að hún fari fram hjá Ríkisendurskoðanda, það er sá aðili sem við treystum til úttektar þeirrar sem um ræðir fyrir hönd Alþingis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögum, enda hafa þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu margsinnis falið embætti hans að gera athuganir á hinum ýmsustu málum. Það er alveg ljóst að slík rannsókn er engin endastöð og ef í ljós kemur að úttektin frá Ríkisendurskoðun verður á einhvern hátt ekki nægjanlega yfirgripsmikil er eðlilegt að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd sem rannsaki málið. Þetta hafa þingmenn og ráðherrar sagt opinberlega enda er það mikið hagsmunamál fyrir land og þjóð að vel sé staðið að sölu ríkiseigna og brugðist hart við ef útaf ber. VG mun alltaf standa fyrir það að engu sé sópað undir teppið heldur sé allt uppi á borðum. Þá kemur ekki til álita að selja frekari hluti ríkisins í Íslandsbanka fyrr en farið hefur verið í saumana á þessu ferli og allar upplýsingar liggja fyrir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar