Þriðjungur grunnskóladrengja geti ekki lesið sér til gagns: „Þetta er hrópandi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 20:36 Rúmur þriðjungur drengja sem útskrifast úr grunnskóla geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt nýjum rannsóknum. Vísir/Vilhelm Kennarar segja að þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Læsi og orðaforði grunnskóla- og leikskólabarna fari ört versnandi. Nauðsynlegt sé að grípa inn í. Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, var í viðtali á Sprengisandi í dag ásamt Svövu Þórhildi Hjaltalín kennara. Aðspurður kveðst Magnús ekki draga tölur kannana um læsi grunnskólabarna í efa. Fagna því að verið sé að tækla vandann „Þegar ég horfi til baka í minni skólagöngu þá var það svolítið talað þannig að við værum rosalega læs og værum bókaþjóðin. Ég kynnist því mjög fljótlega þegar ég kem hér í borgina að vinna, að vinna með hópi barna sem áttu við námsörðugleika að stríða, þar rímar þessi tala - þriðjungur. Þar var þetta svolítið sýnilegt því að á þeim tíma var verið að raða námshópum upp eftir ákveðinni getu. Þar vorum við að glíma við það að til dæmis þurfa að lesa Gísla sögu Súrssonar og ég var að kenna hópum sem áttu að gera það sem ég rak mig ákveðið á að voru ekki að ráða við þetta,“ segir Magnús Þór. Hann fagnar því að verið sé að tækla vandann með auknum rannsóknum og könnunum og Svava Þórhildur tekur undir. Harmar að ekki hafi verið gripið fyrr inn í Hún segir að það sorglegasta við stöðuna sé að ástandið hafi verið sambærilegt síðustu ár. Hún harmar að ekki hafi verið gripið inn í og bætir við að staðan sé einnig slæm í til dæmis náttúrufræði og stærðfræði: Þetta er alvarleg staða og ég vona að nú sé lag. „Við erum með vísbendingu um að orðaforði barna sé að fara verulega aftur. Þau skilja íslenskt tungumál síður og kunna of lítið af orðum, og þarna þurfum við náttúrulega könnun á landsvísu. Við erum líka með tölur 39 prósent ekki læs eftir annan bekk í Reykjavík. Við erum með 32,5 prósent innflytjanda sem eru í grunnskóla á rauðu og gulu ljósi, þau kunna ekki íslensku. 26 prósent falla úr framhaldsskóla en 62 prósent innflytjenda. Þetta er hrópandi,“ segir Svava Þórhildur Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan: Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslenska á tækniöld Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, var í viðtali á Sprengisandi í dag ásamt Svövu Þórhildi Hjaltalín kennara. Aðspurður kveðst Magnús ekki draga tölur kannana um læsi grunnskólabarna í efa. Fagna því að verið sé að tækla vandann „Þegar ég horfi til baka í minni skólagöngu þá var það svolítið talað þannig að við værum rosalega læs og værum bókaþjóðin. Ég kynnist því mjög fljótlega þegar ég kem hér í borgina að vinna, að vinna með hópi barna sem áttu við námsörðugleika að stríða, þar rímar þessi tala - þriðjungur. Þar var þetta svolítið sýnilegt því að á þeim tíma var verið að raða námshópum upp eftir ákveðinni getu. Þar vorum við að glíma við það að til dæmis þurfa að lesa Gísla sögu Súrssonar og ég var að kenna hópum sem áttu að gera það sem ég rak mig ákveðið á að voru ekki að ráða við þetta,“ segir Magnús Þór. Hann fagnar því að verið sé að tækla vandann með auknum rannsóknum og könnunum og Svava Þórhildur tekur undir. Harmar að ekki hafi verið gripið fyrr inn í Hún segir að það sorglegasta við stöðuna sé að ástandið hafi verið sambærilegt síðustu ár. Hún harmar að ekki hafi verið gripið inn í og bætir við að staðan sé einnig slæm í til dæmis náttúrufræði og stærðfræði: Þetta er alvarleg staða og ég vona að nú sé lag. „Við erum með vísbendingu um að orðaforði barna sé að fara verulega aftur. Þau skilja íslenskt tungumál síður og kunna of lítið af orðum, og þarna þurfum við náttúrulega könnun á landsvísu. Við erum líka með tölur 39 prósent ekki læs eftir annan bekk í Reykjavík. Við erum með 32,5 prósent innflytjanda sem eru í grunnskóla á rauðu og gulu ljósi, þau kunna ekki íslensku. 26 prósent falla úr framhaldsskóla en 62 prósent innflytjenda. Þetta er hrópandi,“ segir Svava Þórhildur Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan:
Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslenska á tækniöld Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira