Vaktin: Úkraínskar hersveitir búa sig undir síðasta bardagann í Maríupól Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. apríl 2022 15:30 Innan úr gjörónýtri skólastofu í Mariupol. Áætlað er að minnst 184 börn hafi látist í Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Leon Klein/Anadolu Agency via Getty Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og ötull stuðningsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, segir rússneskar hersveitir ekki munu láta staðar numið eftir að þeir hafa „frelsað“ Donetsk og Luhansk, heldur muni Kænugarður falla og allar aðrar borgir Úkraínu. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, mun hitta Pútín í dag, fyrstur Evrópuleiðtoga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Nehammer heimsótti Bucha á laugardag og AFP segir hann munu ræða stríðsglæpina sem þar voru framdir við Rússlandsforseta. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu segja Rússa mögulega munu grípa til „ögrandi“ aðgerða í Móldóvu, til að geta sakað Úkraínumenn um árásir gegn nágranna sínum. Þá gera þau ráð fyrir áframhaldandi árásum á innviði í Úkraínu til að stöðva innflutning til landsins. Lest á vegum Lækna án landamæra hefur sótt 48 særða og aldraða til austurhluta Úkraínu. Um er að ræða fjórðu ferð „sjúkrahúslestar“ sem samtökin hafa staðið fyrir í landinu frá því að átökin hófust. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með Narendra Modi, forseta Indlands, í dag og hvetja Indverja til að auka ekki innkaup sín á olíu frá Rússlandi. Indverjar hafa ekki gripið til refsiaðgerða gegn Rússum en eru þvert á móti sagðir hafa nýtt sér tækifærið og keypt olíu á afsláttarverði. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og ötull stuðningsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, segir rússneskar hersveitir ekki munu láta staðar numið eftir að þeir hafa „frelsað“ Donetsk og Luhansk, heldur muni Kænugarður falla og allar aðrar borgir Úkraínu. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, mun hitta Pútín í dag, fyrstur Evrópuleiðtoga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Nehammer heimsótti Bucha á laugardag og AFP segir hann munu ræða stríðsglæpina sem þar voru framdir við Rússlandsforseta. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu segja Rússa mögulega munu grípa til „ögrandi“ aðgerða í Móldóvu, til að geta sakað Úkraínumenn um árásir gegn nágranna sínum. Þá gera þau ráð fyrir áframhaldandi árásum á innviði í Úkraínu til að stöðva innflutning til landsins. Lest á vegum Lækna án landamæra hefur sótt 48 særða og aldraða til austurhluta Úkraínu. Um er að ræða fjórðu ferð „sjúkrahúslestar“ sem samtökin hafa staðið fyrir í landinu frá því að átökin hófust. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með Narendra Modi, forseta Indlands, í dag og hvetja Indverja til að auka ekki innkaup sín á olíu frá Rússlandi. Indverjar hafa ekki gripið til refsiaðgerða gegn Rússum en eru þvert á móti sagðir hafa nýtt sér tækifærið og keypt olíu á afsláttarverði. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira