Útilokar ekki nýja herstöð á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. apríl 2022 12:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Starfandi utanríkisráðherra útilokar ekki að nýrri herstöð verði komið á fót hér á landi, þó engin áform séu um það á þesssum tímapunkti. Bandarískir landgönguliðar taka lendingaræfingar í Hvalfirði í dag í tengslum við varnaræfinguna Norður-Víking og hernaðarandstæðingar boðuðu til kræklingatínslu á sama tíma. Um sjö hundruð manns taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hófst 2. apríl og stendur til fimmtudags. Um er að ræða æfingu sem grundvallast á ákvæðum varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna sem hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982. Í morgun fór fram lendingaræfing bandarískra landgönguliða í Hvalfirði og fóru bæði ráðherra og þingmenn þangað í morgun til að fylgjast með henni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var þar stödd sem starfandi utanríkisráðherra á meðan Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er í Lúxemborg á fundum. Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales kom til landsins á dögunum til að taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi.vísir/Vilhelm Áslaug Arna segir æfinguna þýðingarmikla fyrir Ísland og bandalagsríki. „Við treystum á þessi lönd og þessi bandalagsríki okkar til þess að tryggja öryggi okkar og það skiptir miklu máli að við leggjum okkar að mörkum og það gerum við hér í dag, bæði með Landhelgisgæslunni og með því að leyfa þeim að vera hér í þessum aðstæðum að æfa sig.“ Samvinnan sé sérstaklega mikilvæga á umrótatímum. Nú hefur herstöð á Íslandi verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Er það eitthvað sem kemur til greina - að opna hér herstöð að nýju? „Við þurfum alltaf að tryggja öryggi okkar með sem bestum hætti. Og það gerum við með þessum ríkjum. Bandalagsríkjum okkar. Þannig það er ekkert útilokað í því.“ Hefur einhver umræða um það farið fram? „Ekki svo ég viti, nei.“ Samtök hernaðaranstæðinga boðuðu til kræklingatýnslu í Hvalfirðinum í dag. Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, var staddur við vegalokun við Ferstiklu þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en einhverjir úr samtökunum höfðu þá þegar komist inn á svæðið „En svo var fólk rekið í burtu og það var búið að loka þegar ég kom á staðinn.“ Hann segir samtökin einfaldlega ekki hrifin af því að nota Ísland undir hernaðarbrölt. „Einhverjar æfingar Bandaríkjahers sem hefur nú ýmislegt á samviskunni og sérstaklega þegar það verið að þvæla þessu saman við Landhelgisgæsluna og þessar borgaralegu varnir Íslands í náttúruhamförum,“ segir Guttormur. Uppfært: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill koma því á framfæri að engin áform séu um nýja herstöð her á landi. Umræða um það hafi ekki farið fram, líkt og fram komi í fréttinni. Hernaður Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalfjarðarsveit Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Um sjö hundruð manns taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hófst 2. apríl og stendur til fimmtudags. Um er að ræða æfingu sem grundvallast á ákvæðum varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna sem hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982. Í morgun fór fram lendingaræfing bandarískra landgönguliða í Hvalfirði og fóru bæði ráðherra og þingmenn þangað í morgun til að fylgjast með henni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var þar stödd sem starfandi utanríkisráðherra á meðan Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er í Lúxemborg á fundum. Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales kom til landsins á dögunum til að taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi.vísir/Vilhelm Áslaug Arna segir æfinguna þýðingarmikla fyrir Ísland og bandalagsríki. „Við treystum á þessi lönd og þessi bandalagsríki okkar til þess að tryggja öryggi okkar og það skiptir miklu máli að við leggjum okkar að mörkum og það gerum við hér í dag, bæði með Landhelgisgæslunni og með því að leyfa þeim að vera hér í þessum aðstæðum að æfa sig.“ Samvinnan sé sérstaklega mikilvæga á umrótatímum. Nú hefur herstöð á Íslandi verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Er það eitthvað sem kemur til greina - að opna hér herstöð að nýju? „Við þurfum alltaf að tryggja öryggi okkar með sem bestum hætti. Og það gerum við með þessum ríkjum. Bandalagsríkjum okkar. Þannig það er ekkert útilokað í því.“ Hefur einhver umræða um það farið fram? „Ekki svo ég viti, nei.“ Samtök hernaðaranstæðinga boðuðu til kræklingatýnslu í Hvalfirðinum í dag. Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, var staddur við vegalokun við Ferstiklu þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en einhverjir úr samtökunum höfðu þá þegar komist inn á svæðið „En svo var fólk rekið í burtu og það var búið að loka þegar ég kom á staðinn.“ Hann segir samtökin einfaldlega ekki hrifin af því að nota Ísland undir hernaðarbrölt. „Einhverjar æfingar Bandaríkjahers sem hefur nú ýmislegt á samviskunni og sérstaklega þegar það verið að þvæla þessu saman við Landhelgisgæsluna og þessar borgaralegu varnir Íslands í náttúruhamförum,“ segir Guttormur. Uppfært: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill koma því á framfæri að engin áform séu um nýja herstöð her á landi. Umræða um það hafi ekki farið fram, líkt og fram komi í fréttinni.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalfjarðarsveit Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira