Munu biðja Sigurð Inga um að skýra hver ummælin voru Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 11. apríl 2022 19:07 Björn Leví á sæti í forsætisnefnd. Fyrir aftan hann sést glitta í Birgi Ármannsson, forseta Alþingis og forseta forsætisnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis segir að ef miðað er við lýsingar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerst brotlegur við siðareglur þingsins með ummælum sínum í hennar garð. Það eigi þó eftir að koma í ljós. Ummælin, sem Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á og segir hafa verið „óviðurkvæmileg,“ lét hann falla á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. Hann hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru nákvæmlega. Vigdís hefur sagt þau særandi og sett í samhengi við dulda fordóma sem grasseri í samfélaginu. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fyrr í dag var greint frá því að forsætisnefnd Alþingis hefði borist kæra vegna ummælanna, sem eiga að hafa brotið í bága við siðareglur þingsins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver lagði kæruna fram, en hver sem er getur lagt inn kæru til nefndarinnar og þarf ekki að vera aðili máls. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, segir málsmeðferð kærunnar geta tekið á sig ýmsa mynd. „Eins og að kærunni verði vísað frá, hún tekin til efnislegrar umræðu, kallað eftir umsögnum, vísað til ráðgefandi siðanefndar eða til þar til bærra yfirvalda. Það er fullt af möguleikum,“ sagði Björn Leví þegar rætt var við hann í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Enginn þingmanna vanhæfur Björn Leví segir að þrátt fyrir að fjöldi þingmanna hafi tjáð sig um mál Sigurðar Inga opinberlega teljist enginn þeirra vanhæfur til að fara með málið í nefndinni. „Þingmenn eru aldrei vanhæfir, það er bara stjórnarskrárbundið að þeir fylgja eingöngu sannfæringu sinni,“ segir Björn Leví. Einn möguleikanna sem Björn Leví nefnir er að kærunni verði vísað til siðanefndar Alþingis. Nefndin myndi þá skila ráðgefandi niðurstöðu, sem Björn Leví telur að ætti að hafa eitthvert vægi við meðferð málsins. Hann segir að líklega verði leitað umsagnar hjá Sigurði Inga sjálfum um hvað hann sagði nákvæmlega, svo botn fáist í málið, þar sem ekki liggi fyrir að svo stöddu hvað fólst nákvæmlega í ummælum hans. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar telji hann þó að um brot á siðareglum sé að ræða. „Miðað við lýsingar Vigdísar þá væri það klárt brot á siðareglum. En við vitum bara hvað hann er sagður hafa sagt, hann hefur ekki sagt það síðan opinberlega sjálfur þrátt fyrir að hafa verið spurður. Þannig að við leitum væntanlega umsagnar um það frá honum,“ segir Björn Leví. Hefur það ekkert áhrif að enginn veit hvað hann sagði? „Varðandi svona meðferð, það hlýtur að gera það, jú.“ Alþingi Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ummælin, sem Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á og segir hafa verið „óviðurkvæmileg,“ lét hann falla á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. Hann hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru nákvæmlega. Vigdís hefur sagt þau særandi og sett í samhengi við dulda fordóma sem grasseri í samfélaginu. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fyrr í dag var greint frá því að forsætisnefnd Alþingis hefði borist kæra vegna ummælanna, sem eiga að hafa brotið í bága við siðareglur þingsins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver lagði kæruna fram, en hver sem er getur lagt inn kæru til nefndarinnar og þarf ekki að vera aðili máls. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, segir málsmeðferð kærunnar geta tekið á sig ýmsa mynd. „Eins og að kærunni verði vísað frá, hún tekin til efnislegrar umræðu, kallað eftir umsögnum, vísað til ráðgefandi siðanefndar eða til þar til bærra yfirvalda. Það er fullt af möguleikum,“ sagði Björn Leví þegar rætt var við hann í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Enginn þingmanna vanhæfur Björn Leví segir að þrátt fyrir að fjöldi þingmanna hafi tjáð sig um mál Sigurðar Inga opinberlega teljist enginn þeirra vanhæfur til að fara með málið í nefndinni. „Þingmenn eru aldrei vanhæfir, það er bara stjórnarskrárbundið að þeir fylgja eingöngu sannfæringu sinni,“ segir Björn Leví. Einn möguleikanna sem Björn Leví nefnir er að kærunni verði vísað til siðanefndar Alþingis. Nefndin myndi þá skila ráðgefandi niðurstöðu, sem Björn Leví telur að ætti að hafa eitthvert vægi við meðferð málsins. Hann segir að líklega verði leitað umsagnar hjá Sigurði Inga sjálfum um hvað hann sagði nákvæmlega, svo botn fáist í málið, þar sem ekki liggi fyrir að svo stöddu hvað fólst nákvæmlega í ummælum hans. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar telji hann þó að um brot á siðareglum sé að ræða. „Miðað við lýsingar Vigdísar þá væri það klárt brot á siðareglum. En við vitum bara hvað hann er sagður hafa sagt, hann hefur ekki sagt það síðan opinberlega sjálfur þrátt fyrir að hafa verið spurður. Þannig að við leitum væntanlega umsagnar um það frá honum,“ segir Björn Leví. Hefur það ekkert áhrif að enginn veit hvað hann sagði? „Varðandi svona meðferð, það hlýtur að gera það, jú.“
Alþingi Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira