Ný móttökumiðstöð bylting í þjónustu Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. apríl 2022 10:30 Fólki sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fjölgað gríðarlega að undanförnu, ekki síst vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að taka vel á móti fólki sem hingað leitar, en liður í því var að færa alla þjónustu við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis frá dómsmálaráðuneyti. Þar með verður öll þjónusta við fólk fyrir og eftir að það fær vernd undir sama ráðuneyti. Fólk á flótta er að koma úr gríðarlega erfiðum aðstæðum þar sem það hefur þurft að yfirgefa heimili sín með skömmum fyrirvara og skilja við fyrra líf sitt. Mikilvægi þess að grípa þetta fólk og hlúa að því dylst því engum. Þess vegna er það ákaflega ánægjulegt að hafa nýlega opnað nýja móttökumiðstöð þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fá alla helstu þjónustu sem það þarf við komuna til landsins á einum stað. Í móttökumiðstöðinni koma saman ólíkar stofnanir sem áður voru á mörgum stöðum, en vinna nú á sama stað með það að markmiði að taka sem best á móti því fólki sem hér sækir um alþjóðlega vernd og veita því skjóta og skilvirka þjónustu við komuna og stuðla jafnframt að jákvæðari upplifun fólks af þjónustunni. Í móttökumiðstöðinni sér lögreglan um skráningu og auðkenningu fólks, Útlendingastofnun tekur móttökuviðtöl, undirbýr fyrstu búsetu og í tilfelli umsækjenda frá Úkraínu afgreiðir stofnunin umsóknir þeirra yfirleitt samdægurs. Heilsugæslan framkvæmir fyrstu heilbrigðisskoðun og Fjölmenningarsetur gerir þarfagreiningu í tengslum við varanleg húsnæðisúrræði og miðlar jafnframt umsækjendum sem komnir eru með vernd í bráðabirgðahúsnæði. Þá mun Vinnumálastofnun einnig fá aðstöðu í móttökumiðstöðinni til að miðla upplýsingum um atvinnumöguleika hérlendis. Móttökumiðstöðin felur því í sér mun betri þjónusta við fólk sem hingað leitar og hún skapar hagræði og yfirsýn fyrir okkur sem veitum þjónustuna. Móttökumiðstöðin er því bylting í þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ber ég miklar vonir til þess að hún sé komin til að vera. Höfundur er félag- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fólki sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fjölgað gríðarlega að undanförnu, ekki síst vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að taka vel á móti fólki sem hingað leitar, en liður í því var að færa alla þjónustu við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis frá dómsmálaráðuneyti. Þar með verður öll þjónusta við fólk fyrir og eftir að það fær vernd undir sama ráðuneyti. Fólk á flótta er að koma úr gríðarlega erfiðum aðstæðum þar sem það hefur þurft að yfirgefa heimili sín með skömmum fyrirvara og skilja við fyrra líf sitt. Mikilvægi þess að grípa þetta fólk og hlúa að því dylst því engum. Þess vegna er það ákaflega ánægjulegt að hafa nýlega opnað nýja móttökumiðstöð þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fá alla helstu þjónustu sem það þarf við komuna til landsins á einum stað. Í móttökumiðstöðinni koma saman ólíkar stofnanir sem áður voru á mörgum stöðum, en vinna nú á sama stað með það að markmiði að taka sem best á móti því fólki sem hér sækir um alþjóðlega vernd og veita því skjóta og skilvirka þjónustu við komuna og stuðla jafnframt að jákvæðari upplifun fólks af þjónustunni. Í móttökumiðstöðinni sér lögreglan um skráningu og auðkenningu fólks, Útlendingastofnun tekur móttökuviðtöl, undirbýr fyrstu búsetu og í tilfelli umsækjenda frá Úkraínu afgreiðir stofnunin umsóknir þeirra yfirleitt samdægurs. Heilsugæslan framkvæmir fyrstu heilbrigðisskoðun og Fjölmenningarsetur gerir þarfagreiningu í tengslum við varanleg húsnæðisúrræði og miðlar jafnframt umsækjendum sem komnir eru með vernd í bráðabirgðahúsnæði. Þá mun Vinnumálastofnun einnig fá aðstöðu í móttökumiðstöðinni til að miðla upplýsingum um atvinnumöguleika hérlendis. Móttökumiðstöðin felur því í sér mun betri þjónusta við fólk sem hingað leitar og hún skapar hagræði og yfirsýn fyrir okkur sem veitum þjónustuna. Móttökumiðstöðin er því bylting í þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ber ég miklar vonir til þess að hún sé komin til að vera. Höfundur er félag- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar