Nýjar upplýsingar um bankasöluna staðfesti það sem óttast var Eiður Þór Árnason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 12. apríl 2022 20:16 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Egill Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd. Kjarninn greindi frá því í dag að af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafi 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. „Ef þetta reynist rétt þá erum við í raun og veru að horfa fram á það sem mörg okkar óttuðust er satt, sem er að þarna hafi verið fengnir aðilar fyrir skjótfenginn gróða, ekki til að koma inn til að standa með bankanum. Í rauninni stór hluti af þeim aðilum sem fengu að fjárfesta í Íslandsbanka, í almenningseign, tóku snöggan snúning á kostnað almennings og áttu ekkert skylt við hæfa fjárfesta í þessu ferli,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alvarlegir misbrestir Kristrún segir mikilvægt að fá allar upplýsingar tengdar útboðinu upp á borðið þar og það sé orðið frekar ljóst að alvarlegir misbrestir hafi orðið á sölunni. „Bæði hvað varðar allt of háar þóknanir sem greiddar voru, þátttaka starfsmanna í þessu útboði og nú þessi staðreynd að þriðjungur af hlutunum hafi verið seldur í rauninni í spákaupmennsku af almenningseign.“ Fram hefur komið að ríkissjóður muni greiða 700 milljónir króna í þóknanir, eða 1,4% af söluandvirðinu til fimm innlendra söluráðgjafa. Greint hefur verið frá því að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti sömuleiðis hlut í útboðinu. Kristrún segir að staðfesta þurfi allar þessar upplýsingar með óháðri rannsókn og kalla til óháða rannsóknarnefnd líkt og Samfylkingin og fleiri í stjórnarandstöðunni hafi kallað eftir. „Það liggur alveg fyrir að Bankasýslan og fjármálaráðherra hafa ekki traust til að rannsaka sig sjálfir,“ bætir hún við. Hún telur jafnframt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, beri að segja af sér ef þær upplýsingar og sú mynd sem nú sé að teiknast upp af bankasölunni reynist rétt. Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Kjarninn greindi frá því í dag að af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafi 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. „Ef þetta reynist rétt þá erum við í raun og veru að horfa fram á það sem mörg okkar óttuðust er satt, sem er að þarna hafi verið fengnir aðilar fyrir skjótfenginn gróða, ekki til að koma inn til að standa með bankanum. Í rauninni stór hluti af þeim aðilum sem fengu að fjárfesta í Íslandsbanka, í almenningseign, tóku snöggan snúning á kostnað almennings og áttu ekkert skylt við hæfa fjárfesta í þessu ferli,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alvarlegir misbrestir Kristrún segir mikilvægt að fá allar upplýsingar tengdar útboðinu upp á borðið þar og það sé orðið frekar ljóst að alvarlegir misbrestir hafi orðið á sölunni. „Bæði hvað varðar allt of háar þóknanir sem greiddar voru, þátttaka starfsmanna í þessu útboði og nú þessi staðreynd að þriðjungur af hlutunum hafi verið seldur í rauninni í spákaupmennsku af almenningseign.“ Fram hefur komið að ríkissjóður muni greiða 700 milljónir króna í þóknanir, eða 1,4% af söluandvirðinu til fimm innlendra söluráðgjafa. Greint hefur verið frá því að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti sömuleiðis hlut í útboðinu. Kristrún segir að staðfesta þurfi allar þessar upplýsingar með óháðri rannsókn og kalla til óháða rannsóknarnefnd líkt og Samfylkingin og fleiri í stjórnarandstöðunni hafi kallað eftir. „Það liggur alveg fyrir að Bankasýslan og fjármálaráðherra hafa ekki traust til að rannsaka sig sjálfir,“ bætir hún við. Hún telur jafnframt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, beri að segja af sér ef þær upplýsingar og sú mynd sem nú sé að teiknast upp af bankasölunni reynist rétt.
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20