Evrópumeistararnir úr leik eftir framlengdan leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 21:33 Karim Benzema skoraði markið sem skilaði Real Madrid í undanúrslit. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Real Madrid er á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 3-2 tap gegn Evrópumeisturum Chelsea í framlengdum leik í kvöld. Madrídingar unnu fyrri leik liðanna 3-1 og fara því áfram eftir samanlagðan 5-4 sigur. Eftir 3-1 tap á heimavelli var ljóst að Chelsea-liðið hafði verk að vinna og leikmenn liðsins hófust strax handa. Mason Mount kom Chelsea yfir á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Mount var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Antonio Rüdiger og allt í einu var staðan orðin jöfn í einvíginu. Marcos Alonso hélt svo að hann væri búinn að koma Chelsea í 0-3 eftir um klukkutíma leik þegar hann setti boltann í netið með frábæru skoti. Strákarnir í VAR-herberginu tóku sér hins vegar góðan tíma í að skoða markið og komust svo að því að boltinn hafði farið í hönd Alonso í aðdraganda marksins og það var því dæmt af. Gestirnir í Chelsea komust þó í forystu í einvíginu þegar Timo Werner breytti stöðunni í 3-0 með virkilega góðu einstaklingsmarki á 75. mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því Rodrygo minnkaði muninn í 1-3 með marki á 80. mínútu eftir gullfallega utanfótarsendingu frá Luka Modric. LET'S TALK ABOUT LUKA MODRIĆ 🤯 pic.twitter.com/71Jt9AZa5G— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) April 12, 2022 Þetta reyndist seinasta mark venjulegs leiktíma og niðurstaðan eftir 90 mínútur varð 1-3 sigur Chelsea. Þar sem Real Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 3-1 þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Heimamenn í Real Madrid mættu ákveðnir til leiks í framlenginuna og á 96. mínútu skoraði Karim Benzema með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Vinicius Junior. Það reyndist eina mark framlengingarinnar og Real Madrid er því á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 5-4 sigur gegn Chelsea. Madrídingar mæta annað hvort Manchester City eða Atlético Madrid í undanúrslitum, en Englandsmeistarar City unnu fyrri leik liðanna 1-0. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Eftir 3-1 tap á heimavelli var ljóst að Chelsea-liðið hafði verk að vinna og leikmenn liðsins hófust strax handa. Mason Mount kom Chelsea yfir á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Mount var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Antonio Rüdiger og allt í einu var staðan orðin jöfn í einvíginu. Marcos Alonso hélt svo að hann væri búinn að koma Chelsea í 0-3 eftir um klukkutíma leik þegar hann setti boltann í netið með frábæru skoti. Strákarnir í VAR-herberginu tóku sér hins vegar góðan tíma í að skoða markið og komust svo að því að boltinn hafði farið í hönd Alonso í aðdraganda marksins og það var því dæmt af. Gestirnir í Chelsea komust þó í forystu í einvíginu þegar Timo Werner breytti stöðunni í 3-0 með virkilega góðu einstaklingsmarki á 75. mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því Rodrygo minnkaði muninn í 1-3 með marki á 80. mínútu eftir gullfallega utanfótarsendingu frá Luka Modric. LET'S TALK ABOUT LUKA MODRIĆ 🤯 pic.twitter.com/71Jt9AZa5G— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) April 12, 2022 Þetta reyndist seinasta mark venjulegs leiktíma og niðurstaðan eftir 90 mínútur varð 1-3 sigur Chelsea. Þar sem Real Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 3-1 þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Heimamenn í Real Madrid mættu ákveðnir til leiks í framlenginuna og á 96. mínútu skoraði Karim Benzema með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Vinicius Junior. Það reyndist eina mark framlengingarinnar og Real Madrid er því á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 5-4 sigur gegn Chelsea. Madrídingar mæta annað hvort Manchester City eða Atlético Madrid í undanúrslitum, en Englandsmeistarar City unnu fyrri leik liðanna 1-0.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira