Alyssa Nakken heldur áfram að brjóta blað í sögu hafnaboltans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 08:31 Alyssa Nakken er ein af aðstoðarþjálfurum San Francisco Giants. Todd Kirkland/Getty Images Það er ljóst að hin 31 árs gamla Alyssa Nakken hefur skráð sig í sögubækur MLB-deildarinnar í hafnabolta. Hún er ekki aðeins fyrsta konan til að hafa verið ráðin í fullt starf sem þjálfari heldur er hún einnig fyrsta konan til að stíga inn á völlinn og þjálfa á meðan leik stendur. Í janúar 2020 var Nakken ráðin af San Francisco Giants. Varð hún þá fyrsti kvenkyns þjálfarinn í fullu starfi í sögu deildarinnar. Á dögunum skráði hún sig svo í sögubækurnar á nýjan leik. Snemma leiks gegn San Diego Padres lét Antoan Richardson, einn af þjálfurum Giants, reka sig upp í stúku. Kom það í hlut Nakken að stíga inn og aðstoða kylfinga (e. hitters) liðsins það sem eftir lifði leiks. Þar með varð hún fyrsta konan til að þjálfa innan vallar í MLB-deildinni á meðan leik stendur. Alyssa Nakken becomes the first female coach to make an on-field appearance in a major league game.The Giants coach fills in after Antoan Richardson was ejected. pic.twitter.com/cyiREosDj5— The Athletic (@TheAthletic) April 13, 2022 Leikurinn vannst svo örugglega, 13-2 lokatölur. „Það var aldrei spurning að stíga upp og stjórna liðinu út leikinn, það er vinnan mín. Ég hef aldrei fundið fyrir skort á stuðningi frá félaginu. Hópurinn sem við höfum hér er einstakur,“ sagði Nakken eftir leik. Hafnabolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjá meira
Í janúar 2020 var Nakken ráðin af San Francisco Giants. Varð hún þá fyrsti kvenkyns þjálfarinn í fullu starfi í sögu deildarinnar. Á dögunum skráði hún sig svo í sögubækurnar á nýjan leik. Snemma leiks gegn San Diego Padres lét Antoan Richardson, einn af þjálfurum Giants, reka sig upp í stúku. Kom það í hlut Nakken að stíga inn og aðstoða kylfinga (e. hitters) liðsins það sem eftir lifði leiks. Þar með varð hún fyrsta konan til að þjálfa innan vallar í MLB-deildinni á meðan leik stendur. Alyssa Nakken becomes the first female coach to make an on-field appearance in a major league game.The Giants coach fills in after Antoan Richardson was ejected. pic.twitter.com/cyiREosDj5— The Athletic (@TheAthletic) April 13, 2022 Leikurinn vannst svo örugglega, 13-2 lokatölur. „Það var aldrei spurning að stíga upp og stjórna liðinu út leikinn, það er vinnan mín. Ég hef aldrei fundið fyrir skort á stuðningi frá félaginu. Hópurinn sem við höfum hér er einstakur,“ sagði Nakken eftir leik.
Hafnabolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjá meira