„Fólki misbýður brask“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. apríl 2022 13:00 Haraldur Benediktsson annar varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að sú mynd sem sé að teiknast upp af aðferðarfræðinni við söluna á Íslandsbanka sé allt annað en falleg. Vísir/Vilhelm Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd. Kjarninn birti í gær upplýsingar sem benda til þess að stór hluti þeirra sem keyptu í síðasta útboði í Íslandsbanka hafi selt bréfin sín og þannig innleyst hagnað af bréfunum. Bréfin voru seld með afslætti á 117 krónur á hlut en hafa verið á bilinu 124-130 á hvern hlut síðan. Fjárlaganefnd var meðal þeirra sem fékk kynningu á tilboðsleiðinni sem valin var við útboðið og samþykkti þá leið. Haraldur Benediktsson annar varaformaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokks gagnrýnir framkvæmd útboðsins miðað við framkomnar upplýsingar. „Menn taka þarna hækkun hlutabréfa út skömmu eftir kaupin á þeim. Mér finnst þetta ekki falleg ásýnd á sölu á opinberri eigu að horfa. Við höfðum í fjárlaganefnd þessa tilboðsleið undir höndum og hvernig hún yrði framkvæmd. Við höfum síðan spurt Bankasýsluna eftir hvaða ramma söluráðgjafarnir störfuðu. Við höfum þær upplýsingar til dæmis núna að söluráðgjafarnir hafi sjálfi verið að fjárfesta í útboðinu. Þá hefur FME hafi hafið ákveðna rannsókn á því. Þannig að sannarlega sáum við ekki fyrir að menn seldu skömmu eftir þessa tilboðsleið til að leysa út hagnað,“ segir Haraldur. Haraldur er á ferð um landið að tala við kjósendur, hann segist skynja mikla reiði meðal almennings vegna sölunnar. „Fólki misbýður brask,“ segir hann. Man ekki eftir að sjónarmiðum viðskiptaráðherra hafi verið komið á framfæri Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagðist í vikunni hafa komið efasemdum um tilboðsfyrirkomulagið á framfæri í ráðherranefnd um efnahagsmál. Fram hefur komið hjá forsætisráðherra að hún hafi ekki bókað þá athugasemd. Haraldur segist ekki muna eftir að fulltrúar Framsóknarflokksins hafi komið viðhorfum Lilju á framfæri í fjármálanefnd. „Ekki man ég eftir sjónarmiðum viðskiptaráðherra í þessu samhengi nei,“ segir Haraldur. Sífellt fleiri stjórnarþingmenn gagnrýna framkvæmd útboðsins Haraldur bætist þannig í hóp fleiri stjórnarþingmanna sem gagnrýna framkvæmd útboðsins opinberlega en nú þegar hefur fjármálaráðherra sagt að útboðið hafi ekki farið fram eins og hann helst óskaði. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd segir í grein á Vísi að hún hafi ekki haft hugmyndaflug í að starfsmenn og stjórnendur bankans, eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðsins yrðu meðal kaupenda og það fyrir nokkra tugi miljóna. Þingmenn Vinstri grænna hafa gagnrýnt söluna og sagt að stjórn og framkvæmdastjóri Bankasýslunnar eigi að segja af sér. Og þá hefur eins og þegar er komið fram viðskiptaráðherra gagnrýnt söluna. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Nýjar upplýsingar um bankasöluna staðfesti það sem óttast var Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd. 12. apríl 2022 20:16 Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ 12. apríl 2022 16:30 Bankasýslan segist „fagna“rannsókn FME á útboði Íslandsbanka Bankasýsla ríkisins „fagnar“ því að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi tekið til athugunar tiltekna þætti í tengslum við lokað útboð á 22,5 prósenta hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stofnunin segir að mikilvægi þess að skapa traust og tiltrú á sölumeðferð á eignarhlutum í Íslandsbanka verði „seint ofmetið.“ 12. apríl 2022 16:03 Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Kjarninn birti í gær upplýsingar sem benda til þess að stór hluti þeirra sem keyptu í síðasta útboði í Íslandsbanka hafi selt bréfin sín og þannig innleyst hagnað af bréfunum. Bréfin voru seld með afslætti á 117 krónur á hlut en hafa verið á bilinu 124-130 á hvern hlut síðan. Fjárlaganefnd var meðal þeirra sem fékk kynningu á tilboðsleiðinni sem valin var við útboðið og samþykkti þá leið. Haraldur Benediktsson annar varaformaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokks gagnrýnir framkvæmd útboðsins miðað við framkomnar upplýsingar. „Menn taka þarna hækkun hlutabréfa út skömmu eftir kaupin á þeim. Mér finnst þetta ekki falleg ásýnd á sölu á opinberri eigu að horfa. Við höfðum í fjárlaganefnd þessa tilboðsleið undir höndum og hvernig hún yrði framkvæmd. Við höfum síðan spurt Bankasýsluna eftir hvaða ramma söluráðgjafarnir störfuðu. Við höfum þær upplýsingar til dæmis núna að söluráðgjafarnir hafi sjálfi verið að fjárfesta í útboðinu. Þá hefur FME hafi hafið ákveðna rannsókn á því. Þannig að sannarlega sáum við ekki fyrir að menn seldu skömmu eftir þessa tilboðsleið til að leysa út hagnað,“ segir Haraldur. Haraldur er á ferð um landið að tala við kjósendur, hann segist skynja mikla reiði meðal almennings vegna sölunnar. „Fólki misbýður brask,“ segir hann. Man ekki eftir að sjónarmiðum viðskiptaráðherra hafi verið komið á framfæri Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagðist í vikunni hafa komið efasemdum um tilboðsfyrirkomulagið á framfæri í ráðherranefnd um efnahagsmál. Fram hefur komið hjá forsætisráðherra að hún hafi ekki bókað þá athugasemd. Haraldur segist ekki muna eftir að fulltrúar Framsóknarflokksins hafi komið viðhorfum Lilju á framfæri í fjármálanefnd. „Ekki man ég eftir sjónarmiðum viðskiptaráðherra í þessu samhengi nei,“ segir Haraldur. Sífellt fleiri stjórnarþingmenn gagnrýna framkvæmd útboðsins Haraldur bætist þannig í hóp fleiri stjórnarþingmanna sem gagnrýna framkvæmd útboðsins opinberlega en nú þegar hefur fjármálaráðherra sagt að útboðið hafi ekki farið fram eins og hann helst óskaði. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd segir í grein á Vísi að hún hafi ekki haft hugmyndaflug í að starfsmenn og stjórnendur bankans, eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðsins yrðu meðal kaupenda og það fyrir nokkra tugi miljóna. Þingmenn Vinstri grænna hafa gagnrýnt söluna og sagt að stjórn og framkvæmdastjóri Bankasýslunnar eigi að segja af sér. Og þá hefur eins og þegar er komið fram viðskiptaráðherra gagnrýnt söluna.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Nýjar upplýsingar um bankasöluna staðfesti það sem óttast var Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd. 12. apríl 2022 20:16 Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ 12. apríl 2022 16:30 Bankasýslan segist „fagna“rannsókn FME á útboði Íslandsbanka Bankasýsla ríkisins „fagnar“ því að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi tekið til athugunar tiltekna þætti í tengslum við lokað útboð á 22,5 prósenta hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stofnunin segir að mikilvægi þess að skapa traust og tiltrú á sölumeðferð á eignarhlutum í Íslandsbanka verði „seint ofmetið.“ 12. apríl 2022 16:03 Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Nýjar upplýsingar um bankasöluna staðfesti það sem óttast var Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd. 12. apríl 2022 20:16
Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20
Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ 12. apríl 2022 16:30
Bankasýslan segist „fagna“rannsókn FME á útboði Íslandsbanka Bankasýsla ríkisins „fagnar“ því að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi tekið til athugunar tiltekna þætti í tengslum við lokað útboð á 22,5 prósenta hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stofnunin segir að mikilvægi þess að skapa traust og tiltrú á sölumeðferð á eignarhlutum í Íslandsbanka verði „seint ofmetið.“ 12. apríl 2022 16:03
Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30