Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 16:55 Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið ráðin ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. STJR Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. Fram kemur í tilkynningu að hæfnisnefnd hafi metið tvo umsækjendur hæfasta til að gegna embættinu, ráðherra hafi í kjölfarið boðað þá til viðtals og var það mat ráðherra að Ásdís Halla væri hæfust umsækjenda. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri efnahags- og fjármálaráðuneytis, annaðist skipunarferlið. Ásdís Halla var í byrjun desember ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og í lok janúar tilkynnt að hún yrði tímabundin sett ráðuneytisstjóri. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í byrjun mars að Áslaugu Örnu hafi verið óheimilt að setja Ásdísi Höllu sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Fram kemur í tilkynningunni að Ásdís Halla hafi lokið meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu í Harvard háskóla árið 2000 og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Hún hafi lokið BA gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1990. Hún hafi þar að auki fjölþætta reynslu bæði úr stjórnsýslunni og atvinnulífinu. Hún hafi meðal annars verið bæjarstjóri í Garðabæ í um fimm ár, forstjóri Byko, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, átt sæti í háskólaráði Háskólans á Bifröst og háskólaráði Kennaraháskólans og setið í stjórn Nova. Undanfarin ár hafi hún komið að stofnun og rekstri farsælla nýsköpunarfyrirtækja í heilbrigðis- og velferðarþjónustu ásamt því að sinna ritstörfum. Þá hafi hún víðtæka reynslu af stefnumótun og áætlanagerð bæði í störfum sínum hjá hinu opinbera og úr atvinnulífinu. Hún hafi mikla reynslu sem stjórnandi, hafi borið ábyrgð á fjölbreyttum rekstri og stýrt fjölda starfsmanna frá árinu 2000. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. 4. mars 2022 12:56 Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að hæfnisnefnd hafi metið tvo umsækjendur hæfasta til að gegna embættinu, ráðherra hafi í kjölfarið boðað þá til viðtals og var það mat ráðherra að Ásdís Halla væri hæfust umsækjenda. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri efnahags- og fjármálaráðuneytis, annaðist skipunarferlið. Ásdís Halla var í byrjun desember ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og í lok janúar tilkynnt að hún yrði tímabundin sett ráðuneytisstjóri. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í byrjun mars að Áslaugu Örnu hafi verið óheimilt að setja Ásdísi Höllu sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Fram kemur í tilkynningunni að Ásdís Halla hafi lokið meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu í Harvard háskóla árið 2000 og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Hún hafi lokið BA gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1990. Hún hafi þar að auki fjölþætta reynslu bæði úr stjórnsýslunni og atvinnulífinu. Hún hafi meðal annars verið bæjarstjóri í Garðabæ í um fimm ár, forstjóri Byko, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, átt sæti í háskólaráði Háskólans á Bifröst og háskólaráði Kennaraháskólans og setið í stjórn Nova. Undanfarin ár hafi hún komið að stofnun og rekstri farsælla nýsköpunarfyrirtækja í heilbrigðis- og velferðarþjónustu ásamt því að sinna ritstörfum. Þá hafi hún víðtæka reynslu af stefnumótun og áætlanagerð bæði í störfum sínum hjá hinu opinbera og úr atvinnulífinu. Hún hafi mikla reynslu sem stjórnandi, hafi borið ábyrgð á fjölbreyttum rekstri og stýrt fjölda starfsmanna frá árinu 2000.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. 4. mars 2022 12:56 Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. 4. mars 2022 12:56
Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11